Wednesday, December 10, 2008
Athyglissýki
Ég held þetta hafi allt byrjað í tíma fyrir c.a þrem mánuðum síðan. Kennarinn var að skrifa eitthvað upp á töflu og ég fann fyrir einhverjum kláða á lærinu svo ég sagði eins og hátt og ég gat, "ég er með einhvern djöfulsins kláða í lærinu," á ensku að sjálfsögðu. Herbergin í skólanum eru ekki mjög stór, það er grátt, loðið teppi á gólfinu, gráir skrifstofu stólar á víð og dreif einhvernveginn og allt frekar líflaust. Viðbrögðin við þessum, semí, öskrum mínum um læriskláða fóru einhvernveginn framhjá flestum svo ég endurtók mig. Kennarinn, sem var í þessum tíma mjög hávaxin bresk kona um fertugt, sneri sér við og sagði mér að hafa hljótt. Ég kinkaði kolli og leit út um gluggan.
Glugginn í þessari kennslustofu þekur heilan vegg, vegginn á móti töflunni. Þegar maður gengur inn um dyrnar er taflan til vinstri og borð sett upp í kring á milli töflu og veggjar. Glugginn vísar aftur á móti beint inn í götusund og þar sem við erum upp á annari hæð er oft hægt að sjá dúfur eðla sig eða gera einhvern fjandann á gluggasyllu á byggingunni gagnert glugganum okkar góða. Á þessum degi voru aftur á móti tvær dúfur að berjast um eitthvað plast, ég varð áhugasamur. Á einum tímapunkti stóð ég upp, "taktu þetta plast af honum, hvað ertu að spá?" Bekkjarfélagar mínir litu ekki upp úr glósunum, þeir taka mikið af glósum af einhverjum ástæðum, veit ekki hvað þeir nota þær í, ekki tökum við nein próf.
Breska daman var aftur á móti orðin ansi pirruð á mér, ekki veit ég af hverju, ég var bara að sýna þeirri dúfu sem var að tapa plastbaráttunni stuðning. Það leit út fyrir að hún þyrfti hann. Hún sagði mér að setjast niður fyrir það fyrsta, síðan spurði hún mig hvort það væri ekki allt í lagi með mig, ég væri soldið sveittur. Það var þá sem ég fattaði að ég var löðrandi í svita og mér til mikillar óhamingju fattaði ég líka að ég var í hvítum stuttermabol, frekar lélegt kombó. Ég hafði greinilega orðið æstari en ég hélt, hún sagði mér að fara fram. Þá rétti einn bekkjarfélaginn upp höndina, "verður þetta á prófinu?" Hún hvæsti á hann, "hvern djöfulinn heldurðu, krakkafjandi.?" Svo kveikti hún sér í sígarettu og rauk út.
Við höfum ekki séð hana síðan, ég benti bekkjarfélögunum pent á það að það væri meiriháttar dúfuslagur í sundinu og þeir sneru sér við og horfðu á með barnsgleði í augunum. Athygli mín var samt farin annað, ég var orðinn nokkuð svangur svo ég fór fram.
Frammi er einskonar móttaka, það er ritaraborð til vinstri við innganginn sem er beint á móti borði sem situr meðfram veggnum og geymir fjórar tölvur. Við enda þessa borðs er samt sjálfssali, hann var í hugsunum mínum. Þessi sjálfsali er oft tómur, samt sé ég bara einn mann nota hann. Deildarstjórann okkar, skólastjórann ef þið viljið. Hann er ekki feitur maður, hann er með kringlótt gleraugu, gengur yfirleitt um í gallabuxum og dökkum peysum og hárið á honum er alveg eins hárið á Larry David. Satt best að segja lítur hann alveg eins út og Larry David. Sjálfsalinn var tómur, ég blótaði himnunum og fór svo fund LD eins og við köllum hann.
"Hey, LD." Sagði ég, nokkuð dimmur í rómi, "hvað í ósköpunum kom fyrir allt sjittið í sjálfsalanum?" Hann kom út úr skrifstofunni sinni, sleikti súkkulaði af puttunum og horfði bara á mig. Hann horfði á mig í c.a 3 mínútur svo ég spurði hann aftur og hann benti mér að koma inn í skrifstofuna hans.
Þegar ég kom inn sá ég lítið annað en súkkulaði stykki og kóladósir. Hann var að hamstra þetta maðurinn. Ég spurði hann, "af hverju ertu að hamstra þetta maður?" hann hafði enginn svör á reiðum höndum en bauð mér Snickers og ég þáði. Við stóðum þarna andspænis hvor öðrum, ég borðaði súkkulaði og hann fékk sér kóla.
Síðan fattaði ég að ég var að missa af dúfuslagnum og fór aftur í tíma.
Tuesday, December 2, 2008
Dapurlegt
Ég hef samt á tilfinningunni að ég sé að skapa svipaða aðstöðu núna, það gæti verið að ég eigi eftir að sakna þessa tíma, þegar ég drakk "winter ale" og fór í partý í skrítnu vöruhúsi þar sem maður sendir sms í númer og það er sýnt á vegg. Ég veit það ekki, vonandi.
Laugardagar í húsí númer 34 á Miklubraut voru alltaf frekar skrítnir, mjög þægilegir. Það var einhvernveginn aldrei neitt að gerast, pabbi lá yfirleitt í sófanum í stofunni niðri og las bók eða var inn í vinnuherberginu sínu að lesa bók, mamma horfði kannski á sjónvarpið eða las sjálf bók og ég var yfirleitt í tölvunni. Húsið var algerlega kyrrt, nema þegar einhver kattanna sem við áttum á því 14 ára tímabili sem ég bjó þarna gerði einhvern skandal. Tommi myndi kannski koma með dauða mús inn í húsið, eða lifandi fugl. Sófus myndi yfirleitt ekki gera neitt, nema kannski vera grautfúll út í allt og alla (hann var skemmtilegur köttur), Boris væri væntanlega vælandi og Nóri líka.
Sorrí með þessa katta gloríu þarna.
Ef að Guðmundur var heima þá horfði hann yfirleitt á tímatökur í formúlu 1, stundum gerði ég slíkt hið sama. Það mætti segja að það væri chillað mikið, gríðar mikið.
Wednesday, November 26, 2008
Ef lesendur (lesandi vill) vilja get ég sent þeim þennan trailer á msn eða e-mail eða eitthvað en mér finnst hann dáldið skondinn.
Við erum líka að skrifa stuttmyndir sem verða teknar upp og ég er soldið að stela frá fóstbræðrum í minni mynd en það er semí spoof af svona týpískri nemanda mynd sem er úber dramatísk en með hræðilegum samræðum og allskonar "continuity" villum (eins og sápuóperan í fóstbræðrum þar sem fólk er allt í einu með öðruvísi bindi og hatta milli setninga). Virkilega hressandi að vera sáttur með vinnuna sína.
Eitt af því sem ég er ótrúlega ósáttur með núna er 30 Rock þátturinn minn, djöfull sýgur hann mikið af typpum.
Tuesday, November 18, 2008
Böstandi böss
The Seth Rogen vehicle "Zack and Miri Make a Porno" opened this weekend at the no.2 spot at the box office. When approached for comment the actor was amazed that people still haven't realized that he can't act.
This just in: Coca Cola is popular/ running makes you tired/ candy tastes good/ sex is fun. I can't really decide on these.
A woman in her late 20's drowned off the coast off the Philippines this morning, when reached for comment the Ocean said: "what, it's my fault the bitch can't swim?"
Three Cows have mysteriously disappeared in the countryside of britain over the last month leaving farmers dumbfounded. When asked whether she thought the incidents were related, local cow said "moo."
Scientists thought they had made a startling discovery when they sent a probe to Mercury as they saw that it looked just like their back lawn. They then realized that the probe had crashed, these scientists were subsequently fired... into outer space.
John McCain was seen buying some clothing items over the weekend, one of which was reportedly an "I am with Stupid" t-shirt.
The comic book movie The Green Lantern has been given the green light to go into production and will cost many greenbacks. Sources say that Green Day will provide the soundtrack and that Eve Green will star. Shooting will start in Greenwich and there has been talk of so called "green screenings", which, of course are environmentally sound. Originally the plot was supposed to be taken from a Graham Green novel but legal issues have arisen about that, the plot will now involve the green goblin and how the green lantern, played by Seth Green, will stop the greenhouse effect. No news on the Green Party's involvement as of yet.
Now on to sports: Chris Paul is a machine. After he became the first man to ever score 20 point and hand out 10 assists in six straight games to start a season a North Carolina based scientist has confirmed that Chris Paul is indeed a robot and that he made him. When reached for comment Chris Paul only said: "computer says no." Then his head exploded.
CBC journalist Mellissa Fung said she was kept in an underground chamber west of Kabul for nearly four weeks before being released on Saturday.
Fung described her 28-day ordeal in a videotaped interview with Afghan National Directorate (NDS) security director Amrullah Saleh.
"The cave was very, very small," said Fung.
Scarlett Johanson gave birth to two kittens this week, one was called Snowflake and the other Juxtaposition. Mother and offspring are in good health.
A soccer match in Bolivia ended with players fighting with police. Eduardo Zenteno, a player from the losing side, Aurora would not leave the field when he received a red card for a bad tackle. The referee asked for the assistance of police officers but that resulted in Eduardo's teammates fighting the police. The goalie even hit them with the corner flag. As a result of this cocaine, amfetamin, speed and all uppers have been put on the list of banned substances in the Bolivian league.
In other news the next round of games all ended in 0-0 draws.
This just in: If my spouse hasn't cooked me meal by the time I get home I'll go berserk.
Monday, November 10, 2008
Persónulegt
Pís át.
Monday, November 3, 2008
Enski Boltinn
Ég hef verið djúpt hugsi um liðið "mitt" í ensku úrvalsdeildinni þar sem þeir töpuðu sínum fyrsta leik núna um helgina. Ég er að tala um liverpool fyrir þá sem ekki vita. Ég er alltaf óviss um Liverpool aðallega af því ég get ekki verið viss um þá, liðið hefur ekki gefið mér neina tyllu til þess að fóta mig á. Þeir hafa ekki unnið deildina síðan ég var fjögurra ára, að vísu hefur þeim tekist ágætlega upp í hinum ýmsu bikarkeppnum, Champions league til dæmis, ég hafði litla trúa á þeim. Eins og kannski sést á þessum skrifum mínum þá er ég ekkert rosa góður áhangandi, ég vil ekki trúa á þessa menn af því þeir (og þegar ég segji þeir þá meina það mix af mönnum sem hefur spilað fyrir Liverpool síðan svona c.a 2000) hafa alltaf brugðist mér þegar ég hef trúað á þá.
Núna eru þeir, ásamt Chelsea, efstir í deildinni og ég er frekar taugaóstyrkur. Ég er óviss um að liðið innihaldi þau gæði sem þarf til þess að vinna deildina og miðað við viðbrögð sem ég hef lesið á netinu þá eru flest allir stuðningsmenn liðsins í sama báti. Það er grein á soccernet.com sem heitir "The Fifth Official" þar sem einhver gæji gerir grín að öllu sem viðkemur enska boltanum, hann sagði að Liverpool hefðu ekki það sem þyrfti til að lyfta bikarnum, viðbrögðin vru flest á þessa leið: "you'se a wanker", "'e mus' be off 'is 'ead 'e muss'" eða, "bloody everton supporter." Ég er nokkuð viss um að flestir Man U eða Chelsea aðdáendur hefðu hugsað með sér: "Ok við sjáumst í Maí, moðerfokker," ef hann hefði sagt eitthvað svona um þeirra lið. Púlarar eru aftur á móti, réttilega, frekar taugaóstyrkir og þó ég voni að Pool nái að halda þetta út þá efa ég það stórlega.
Í öðrum fréttum þá er ég að fýla Robbie Keane þó hann hafi bara skorað tvö mörk, og það í meistaradeildinni.
Friday, October 24, 2008
íslenskur körfubolti í dag
Í mínum huga eru 3 lið í deildinni núna, Tindastóll, Grindavík og KR. Tindastóll eru með gamaldags solid lið, gamaldags af því það er byggt í kringum aðallega tvo íslenska leikmenn (Svavar og Ísak) og síðan eru fengnir útlendingar til að fylla upp í (þeir eru líka út á landi og þar með með mjög sterkar heimavöll). Allt í lagi með það, KR eru með hálft landsliðið innan sinna raða (djók, þeir eru bara með þrjá landsliðsmenn... nei, fjóra) og síðan Kana, Grindavík eru síðan með hinn helminginn af landsliðinu. Það er því áhugavert að sjá lið eins og Skallagrím (sem falla að mínu mati) sem hafa verið mjög góðir upp á síðkastið ganga í gegnum skriðu eftir skriðu stórra ósigra, kannski ekki skrítið ef litið er á leikmannahópinn. FSU hafa verið óstabílir til að byrja með enda með ungt lið en þeir eiga eftir að veita liðum skráveifu og ég efast um að þeir falli. ÍR eru því miður í sömu stöðu og Skallagrímur en samt sem áður með nokkra íslenska burðarbita sem gætu haldið þeim uppi en þeir unnu KR í úrslitakeppninni í fyrra og tóku Íslandsmeistar Keflavíkur í 5 leiki, leiddu þar á meðal 2-0 ef mig minnir rétt. Þeir gætu vel fallið.
Af hverju tala ég einungis um þessi lið? Hin 6 liðin eiga að mínu mati ekki séns í titilinn nema að Grindavík hrökkvi í úrslitakeppninni (það gerist að vísu alltaf...) því KR er ekki að fara að gera slíkt. Akkúrat núna sé ég ekkert lið vinna KR og ég myndi aldrei setja mína peninga á móti Grindavík í neinum leik nema þegar þeir spila við fyrrnefnt KR lið. Hvernig er það spennandi? Ég er ekki að sjá það, eins og deildin var jöfn í fyrra hefur bilið milli bestu liðanna breikkað núna. Að vísu verður baráttan um sæti í úrslitakeppninni hörð og sum lið eru jöfn þar en það er erfitt að vera ekki nákvæmlega sama þegar það er vel vitað að þau geta ekki gert risanum skráveifu. Samt skemmtilegt að sjá önnur lið en Keflavík og Njarðvík í þessari umræðu, ekki af því ég hata þessi lið eitthvað sérstaklega heldur bara af því mig langar að sjá aðra liti í úrslitunum.
Á meðan ég man, FSU tekur 8. sætið. KR vinnur deildarbikarinn og Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan tekur bikarinn, ég veit ekki af hverju, ég segji bara svona.
Tuesday, October 21, 2008
NBA!, NBA!, NBA!
Eins og allir vita þá spiluðu gömlu stórveldin Lakers og Boston um titilinn “besta lið í heimi” síðastliðin júlí mánuð og eru jafn líkleg til þess að gera slíkt hið sama. Boston liðið veit núna hvað þarf til þess að vinna og Lakers fá Andrew Bynum til baka. Mér finnst samt svolítið mikið gert úr mikilvægi hans fyrir liðið.
Þegar Boston og Lakers eru með góð lið á sama tíma vekur það athygli, slík er saga þessara liða. Það ríkir kannski ekki mikil óvild meðal leikmanna (þó að Paul Pierce hafi sagst vera besti körfuboltaleikmaður í heiminum í sumar, titill sem Kobe hefur í hugum margra haldið í nokkur ár) en þegar þessi tvö lið kljást eru þau stærri en leikmennirnir, eitthvað sem er mjög sjaldgæft. Hugsanlega eina dæmið um það að leikmenn taki á sig ímynd félagsins en ekki öfugt í þessari deild, athyglivert nokk.
Vestrið er ekki villt, það er snargeggjað. Hver veit hvað gerist í þessari vestrinu núna? Það era öllum líkindum hægt að veðja á að nokkur lið komist pottþétt inn í úrslitakeppnina, Lakers, Hornets, Rockets... og já ég get ekki fullvissað mig um að önnur lið séu pottþétt, í alvöru. Spurs eru ekki bara að eldest mjög hratt heldur verður liðið án Manu Ginobili fyrri part vetrar, þeir komast að öllum líkindum inn en ég er ekki 100% viss. Blazers eru ungir, liðið er gott að mínu mati mjög gott en það erfitt að segja til um með ung og ósönnuð lið. Hver veit hvað gerist ef Brandon Roy meiðist eða þeir tapa 5 leikjum í röð sem er eitthvað sem gerist oft þegar lið spilar 82 leiki. Ég er ekki viss um að þeir stökkvi til baka, ég vona að þeir geri það þar sem ég er búinn að festa mig tryggilega á aðdáendavagni Trailblazer manna (þangað til þeir þurfa að spila við Lakers).
Gömlu góðu liðin er að verða gömul, ég minntist á Spurs hérna fyrir ofan þar sem Tony Parker ere inn af fáum undir þrítugu. Ef litið er á lykilmenn liðsins eru einungis tveir undir þrítugu, Parker og Rodger Mason en Mason spilaði fyrir Washington á síðasta tímabili og stóð sig nokkuð vel, ég setti hann sem lykilmann af því hann var sá eini undir þessum aldri sem ég vissi eitthvað um og ég tel mig vita dálítið um deildina (það er samt frekar líklegt að ég hafi misst af einhverjum nýliða hjá þeim).
Dallas... ég veit ekki með Dallas. Jason Kidd díllinn hlýtur að vera súr núna, þeir eru allt í einu orðnir ansi gamlir út á velli með Jason Terry og Kidd við stjórnvölin og Stackhouse af bekknum, það gæti háð þeim. Terry er að vísu bara 31 árs og er því enn á besta aldri. Kidd og Stack hljóta samt að vera áhyggjuefni.
Detroit, mér hefur alltaf þótt Detroit liðið ofmeta sjálfa sig þ.e þeir unnu einn titil sem var mjög vel gert en náðu aldri aftur sömu hæðum. Þeir láta eins og þeir séu búnir að vinna 4 titla á síðustu 6 árum, gera ráð fyrir sigrum hér og þar en eru hægt og rólega að renna afturábak niður hól. Þeir eru samt í bestu stöðu þessara liða sem ég hef talið upp, Hamilton er bara 30 ára, Tayshaun Prince er 28 og þeir fengu nýja leikmenn eins og Arron Affolo og Rodney Stuckey á síðasta ári sem eiga eftir að standa sig vel, þeir geta gert góða hluti svo lengi sem þeir fatta að þeir eru ekki Celtics’86.
Pheonix er annað lið sem ég er dálítið búinn að afskrifa, nýr þjálfari, 36 ára Shaq, 35 ára Grant Hill, Steve Nash er ungur í anda en það þarf einhver að segja bakinu hans það, í raun og veru er Amare Stoudamire held ég sá leikmaður sem á eftir að halda þessu liði á floti, án grins hann á eftir að eiga eitthvað skrímslatímabil. Ég skýt á 28 stig, 10 fráköst, Karl Malone tölur.
Ég tala mikið um vesturdeildina en fyrir mér er hún bara miklu áhugaverðari, þar kemur einn löggildur brjálæðingur inn í myndina, Ron Artest. Gæjinn ætti að öllum líkindum að vera á einhverjum lyfjum en það er það sem er svo áhugavertvið hann. Það er aldrei að vita upp á hverju maðurinn tekur og að setja hann í lið sem gæti unnið titilinn ef það helst heilt er bara áskrift á skemmtun. Hvað gera Rockets í ár, komast þeir loksins framhjá fyrstu umferðinni, kaupir Artest sér tígrisdýr, dregur hann einhverja nýliða með sér niður í svaðið, verður hann besti varnarmaður deildarinnar á ný? Það eru svo margar spurningar sem koma upp, enginn veit hvað maðurinn er að hugsa.
Ég held þetta sé komið, ég afsaka vesturstrandar bíasinn en kannski ég ætti að skrifa eitthvað sérstakt um austurströndina einhverntímann, kannski bara. Að lokum ætla ég að koma með meistaraspá, þ.e hverjum ég spái NBA titlinum en ég ætla að segja að Boston endurtaki þetta árið og það verði mjög auðvelt. Það getur enginn staðið í vegi fyrir þeim, í alvöru. Hver ætlar að vinna þá, þeir eru með bestu vörnina, besta leikmanninn og besta þjálfarann. Ég tel mig geta fullyrt nokkuð örugglega að þeir sigli lygnann sjó að titlinum án þess svo mikið sem að svitna.
Monday, October 20, 2008
Sketchur
1. Ótrúlega lélegt leikrit sem á að gerast í Rússlandi fyrir bytlinguna eða eitthvað álíka. Trotchski er ný horfinn eða eitthvað álíka. Gömul kona og maður ræða hvað þau eigi lítinn mat, einungis eina kartöflu og hvað þau sjái eftir syni sínum, Dimitri, sem þau hafa ekki séð í sex ár. Dimitri mætir á svæðið stuttu seinna og Rússneska "secret police" á eftir honum. Lögreglan dregur hann út á götu og skýtur hann, dregur manninn í gúlagið og tekur kartöfluna af konunni, þetta er allt sama mjög dramatískt.
2. Tveir gæjar reyna að spila borðtennis en hvorugur þeirra kemur með kúlu. Þeir ræða málin í 4 mínútur.
3. Handrit að Jeapordy, engir brandarar. Pælið í það að ætla að horfa á einhvern geggjað fyndin "sketch show" og síðan kemur þáttur að af jeapordy og það er ekkert fyndið við hann.
4. Gæji í hjólastól kemur inn í íþróttavörubúð með sprungið dekk og vantar hjálp en sölumaðurinn reynir að selja honum skíði og hlaupaskó.
5. Hitler og félagar finna upp nasista heilsuna.
Sjötta atriðið er ekkert sérstakt. Uppáhaldið mitt er lélega leikritið, ótrúlegt að mínu mati en hjólastóla atriðið er líka mjög fyndið með línur á borð við:
Sölumaðurinn setur hlaupaskóinn á vinstri fót mannsins í hjólastólnum:
maðurinn í hjólastólnum: "Ég finn ekki fyrir fótunum mínum."
Sölumaður: "Ég veit, þeir eru svooooo þægilegir."
Yfirmaður sölumannsins kemur síðan, það kemur í ljós að gæjinn vinnur ekki lengur þarna en er alltaf að koma inn í búðina samt. Sölumaðurinn gengur út:
"Ok, ég fer í mat. Sé þig á eftir."
"Nei, ekki koma hingað aftur, ef þú kemur hingað aftur þá drep ég þig," og hann meinar það. Ekki innantóm hótun, ef sölumaðurinn kemur aftur þá deyr hann.
Mér finnst þetta allaveganna alveg mjög fyndið.
Thursday, October 9, 2008
Ég skil ekki
Ég skil ekki af hverju fólk er í mótmælaaðgerðum, vissulega skil ég að fólk sé hrætt og reitt. Ég er hræddur og reiður. Samt veit ég ekki hvert ég á að beina reiði minni, málið er að vissulega var þessum bankamálum klúðrað. Hvernig veit ég ekki, hvenær veit ég ekki og ég veit ekki hver var að verki, fyrir mér er það samt það sem er mikilvægast núna það sem er mikilvægast er að komist einhverskonar stöðugleiki í þessa stöðu.
Mér finnst líka skrítið að fólk sé einungis að tala um þetta af slíkri alvöru núna, þegar skíturinn er kominn í viftuna og út um og upp um alla veggi. Við horfðum á þessa menn taka skítinn upp, velta fyrir sér hvað þeir ættu að gera við hann, ákveða að kasta honum í viftuna og gera það síðan. Það er einungis núna fyrst þegar það er skítur út um allt að allir eru reiðir, það er ekki eins og krónan hfi verið stöðugasti gjaldmiðill í heimi áður en hvað sem gerðist gerðist.
Ég, augljóslega, veit ekki með þetta. Ég skil ekki alveg hvernig sjálfstæðisflokkurinn náði að halda meirihluta í síðustu kosningum og velti því fyrir mér hvort að þjóðin sé loksins að fatta að við séum ekki "stórasta landið í heimi," við búum að því að vera lítið land. Við getum þjóðnýtt banka og ríkistjórnin getur átt alla spítalana of rafmagn og hvern djöfulinn sem þeir vilja, að mínu mati hefur það sýnt sig að það er óðs manns æði að reyna að vera þessi stórþjóð sem okkur langar svo að vera. Satt best að segja finnst mér það brandari.
Það er auðvelt að sitja hérna í Kanada og skrifa um hvað ísland er lítið land en það er satt, hættum að einbeita okkur að hlutum miðað við höfðatölu og einbeitum okkur að höfðatölunni. Ef það meikar eitthvað sens. Ég er ekki vanur að skrifa um pólitík af því veit voða lítið um hana, þetta er samt það sem mér finnst og hvort sem þau rök sem ég færi fyrir máli mínu eru góð eður ei þarf, held ég, að líta á Íslensku ímyndina þegar stormurinn hefur liðið hjá. Vonandi gerist það sjálkrafa.
Wednesday, October 1, 2008
Sorrý
Málið er einfaldlega þetta: þessi skóli er lélegur og það er ekki hægt að fara eitthvað í kringum það. Það eru, með mér, 5 gæjar sem geta skrifað eitthvað af viti í 10 manna bekk og þegar ég segji skrifa eitthvað af viti meina ég að hinir 5 ættu ekki að koma nálægt skrifum, ég er ekki einu sinni það góður en ég er augljóslega einn af þeim betri í bekknum.
Það er enginn sem segjir neitt heldur, það er bara verið að líða einhver ömurlegheit. Til að mynda er held ég enginn með neitt rosalega góða sögu í kvikmyndinni sinni af því það var enginn tími settur í söguna. Við áttum bara að skrifa, það gengur ekkert upp. Hvernig á maður að skrifa sögu sem maður veit ekkert um? Ég á í miklum erfiðleikum með að réttlæta veru mína í þessum skóla akkúrat núna, ég hef einungis eitt jákvætt um þetta allt að segja: ég er búinn að bæta mig sem rithöfundur. Ekki það að ég sé rithöfundur en ég er nær því að sjá mig geta skrifa, til dæmis, skáldsögu, ef ég hefði nógu góða sögu.
Ég er gríðarlega pirraður á þessu öllu saman og ofan á það, ef þið finnið einhvern sem er eitthvað góður í að skrifa handrit eða búa til bíómyndir getið þið veðjað kúlunum ykkar upp á það að viðkomandi hefur ekki klárað kvikmyndaskóla.
Fjandinn hafi það.
Wednesday, September 17, 2008
Skólinn
Það mætti segja að ég hafi unnið lítinn sigur núna um helgina með því að pumpa út 27 síðum en þetta eru ekki 27 góðar síður heldur svona 22 lélegar síður og 5 ágætar. Það er léleg prósenta. Allavega, nóg af væli.
Friday, September 12, 2008
LjómaHjól
Ok, ég þurfti að taka Himnalestina (skytrain) til þess að koma mér á Aðalgötu (Main Street) því þar ætlað ég að kaupa mér hjól. Ég ákvað að taka strætó númer 2 upp Aðalgötu af því hjólabúðirnar sem ég ætlaði að skoða eru eiginlega ekki í göngufjarlægð, eða jú, þær eru í göngufjarlægð ég nennti bara ekki að ganga. Ég tékkaði fyrst eina og sá frekar flott, hvítt hjól. Ég var mjög ánægður þegar ég komst að því að ég heitir Ghost, ég var ekki eins ánægður þegar afgreiðsludaman sagði mér að ég væri of lítill til þess að nota það, eða eins og hún sagði, "If you like your junk you don't want this bike." Ég hélt samt ótrauður áfram því ég vissi af búð ekki svo fjarri þar sem indæll asískur maður gerir upp hjól, ég hafði sagt honum að ég vildi fá sérstakt hjól í búðinni og hann ætlaði að gera það fyrir föstudaginn (daginn í dag), hann hafði ekki gert það. Hann var samt búinn að gera upp illað Peugeot hjól, grænt götuhjól með áletruninni "Mafac Racer" á aftari bremsunni. Allir vita að ég er mafakkin reiser svo ég keypti það að sjálfsögðu. Það er eitt vandamál, hjólastuldur, það er varla hægt að læsa hjól úti yfir nótt í þessari borg án þess að einhverjir ribbaldar mæti og hnuppli þeim fyrir framan nefinu á mönnum og ég má ekki taka hjólið mitt, sem ég hef ákveðið að nefna Ljóma, upp í herbergið mitt. Ég tók Ljóma upp í herbergið mitt, mér er alveg sama. Nema að eigendur hússins geti gefið mér góða skýringu á því að ég megi ekki vera með hjólið inn í herberginu mínu þar sem það er ekki fyrir neinum nema mér. Fávitar.
Í öðrum fréttum hef ég engar fréttir að færa. Ég endurskrifaði handrit að stuttmynd fyrir Kvikmyndaframleiðslu (Film Production) nema og var nokkuð ánægður með afraksturinn. Hann þurfti víst að skila því í dag og fær síðan kannski að leikstýra myndinni. Það eru sex nemar valdir til þess að leikstýra lokaverkefnum (þetta er lokaverkefnið hans) af, að öllum líkindum, 30. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur lesendur góðir, það væri frekar feitt að fá handrit í framleiðslu.
Tuesday, August 26, 2008
Biðin er á enda marrafakkaz!
Skoðið dýrðina:
Monday, August 11, 2008
While he's out to all star weekend to ball
Mér finnst þetta eiga við þar sem ég er að fara að flytja í byrjun næsta mánaðar. Það verður vonandi feitt þar sem ég verð niðrí bæ með my homies og við getum chillað meira. Ég verð að segja að ég er yfirkvikmyndaskólaður á því núna og sem betur fer erum við að fara í 10 daga frí í næstu viku, það verður svo ruddalegt að ég veit ekki hvað.
Ég sakna þess að fara í sund, ég ætla að reyna að fara í sund í fríinu einhvernveginn. Ég þarf að reyna að minnsta kosti.
Jámm, ég hef ekki hugmyndum hvert ég er að fara með þennan póst...
Það var planað að fara í útileigu en sem betur fer var hætt við. Það hefði örugglega verið gaman með rétta fólkinu en ég hefði farið með ranga fólkinu. FP nemunum, FP stendur fyror film production og allt þetta lið eru eins og beljur á vorin. Þau er eki öll þannig, það er ein gella sem er drullu fín á því og önnur sem er eins sinnep á McDonalds borgara, manni er alveg sama þó hún sé þarna en hún breytir ekki miklu. Maður tæki ekki eftir því ef hún færi skiljiði mig. Hitt liðið er gjörsamlega tryllt á því allan tíman, mér líður eins og ég sé á fyrsta ári í MH nema ég er ég núna og allir aðrir eru 16 ára.
Þau eru samt flest 19+.
Wednesday, August 6, 2008
Random Sjitt
Allavega, ég veit ekki af hverju mér finnst ekki það gaman á tónleikum. Það gæti verið af því ég hef ekki farið á tónleika enn sem höfða gríðarlega til mín. Premier var að vísu suddalegur, hann var á dánarbeðinu skiljiði mig (djöfull finnst mér gaman að þessu) og það var líka drullu gaman þar. Þangað til að Gísli lenti næstum því í slag og ég (af öllum mönnum) þurfti að ganga í milli eins og Jónas.
Það er 10 daga frí eftir tvær vikur og ég get ekki beðið, ég ætla að gera svo lítið að það verður ekki fyndið. Fólk verður undrandi á mér, "Vá, ég vissi ekki að það væri hægt að gera svona lítið og lifa af." Er það sem þau myndu segja. En já, ég ætla að fara að skrifa eitthva' sjitt um Gattaca með Ethan Hawke, Jude Law og Umu Thurman.
Spoiler: Jude Law brennir sig lifandi í endann á þessari mynd. Hver í fjandanum myndi kjósa að deyja þannig þegar það er ekki verið að sýna fram á neitt? Hann er í hjólastól en væri ekki hægt að skríða út um glugga eða eitthvað? Alveg fáránlegt.
Thursday, July 24, 2008
Dökki Riddarinn
(það eru spoilerar í eftirfarandi texta, ekki mikli samt. Ekki mikið úr sögunni)
Myndin var samt geðveik, eiginlega meira The Untouchables en eitthvað annað en samt sem áður gríðarlega áhugaverð skemmtun. Það er nokkrir hlutir sem er vert að nefna engu að síður, hvað var málið með röddina hans Batman gamla, ég veit að hann er með eitthvað sjitt sem breytir röddinni hans svo enginn þekki hann, en hún er svo dimm að það mætti halda að hann eigi meira Whiskey en Johnny Walker... heyjó! Sorry. Röddin hans er samt virkilega fokked. Það var líka óþarfi að koma með þetta virkilega augljósa skot á Bandarísk stjórnvöld með vélina sem Batman býr til sem getur hlustað á alla síma í Gotham (a.k.a Chicago). "No one man should have this much power." Duh. "Hey, allir sjáiði. Við erum að grilla stjórnina, takið eftir þessu. Eruði að ná þessu, kommon. Aftur, Morgan, segðu eitthvað meira, bara aðeins minna dulkóðað í þetta sinn."
Allavega, nóg komið.
Wednesday, July 9, 2008
Spennandi Tímar
Þannig er mál með vexti, börnin góð, að ég, ásamt nokkrum kvikmyndaskóla félögum mínum, er að fara að taka upp stuttmynd. Nei, ég skrifaði ekki handritið heldur góðvinur minn hann Colin. Myndin er um gæja sem kaupir sér nýjan sófa og heldur partý til þess að halda upp á það, en viti menn, það fylgir böggull skammrifi (eins og gengur og gerist) og hann verður alltof fullur og ælir á sófann sinn. Þetta er gull og ég er ekki að grínast.
Næsta mynd sem við tökum upp (ef þessi gengur vel) verður eftir mig og er handritiði byggt á smásögunni sem ég póstaði hérna upp á dögunum. Cool stöff. Ef þið viljið tékka á handritinu endilega spyrjist fyrir, annaðhvort hérna í kommentunum eða á msn (eins og maður gerir).
En ég er að spá í að bomba bara endanlegu útgáfunni af sögunni hér inn:
The Chronicles of a Hangover: The Headache, the Aspirin and the Porn Director.
“Some nights we got so drunk it’s like we missed the feeling of a never ending headache and a spinning ceiling.”
-Vast Aire of Cannibal Ox, “Painkillers”.
Try and wake up, try and wake up… eyes open… thank god I’m at home but where was I last night… That’s gonna be the question of the day… a shot of tequila and blank, nothing, zilch, zero… man my stomach is upset at me, it feels like I drank clay last night or some sort of solid liquidy substance… better try and fix my head somehow, aspirin sounds like a sound idea… I heard somewhere that sugar water helps to tide your stomach over… it better because anything I eat right now will be projectile in five minutes flat…
Spider monkeys are lucky they’re funny with their running around and screaming, discovery channel’s great when one’s got a headache that feels like Tom Arnold’s career… what the hell happened last night?... I feel like Arnie in “Total Recall”… that’s funny cos’ that’s exactly what I need right now, total recall, love the pun...
-“Hey, what’s up buddy?” I sound like Johnny Cash if his voice sounded like shit.
-“How’s it going? Man, you were pretty wild last night,” sometimes I hate this guy’s guts. He doesn’t sound hung-over at all.
-“Yeah, I can’t remember anything after that tequila shot.”
-Really? That was at… like… one o’clock?
-“Yeah, that sounds about right,” even if I have no clue when I had that shot.
-“Uhm, after that you met that slightly overweight actress and gave her some business card but before that I lost you for like a half hour and then you were giving everybody those business cards.”
-“Business cards? Better check my pockets. Do you remember who this chick is?” I really hope I don’t sound as worried as I am.
-No, she gave you some digits. Look through your phone.
-Yeah all right, see ya later.
-Later.
Checking my pockets…
1. Lighter (don’t know why that’s there because I don’t smoke)
2. Cigarettes (there you go)
3. Cell phone (better check that later)
4. 8 business cards reading:
-------------------------------------------------------------------------------------------------------
Adult entertainment Real Girls Real Action
Johnny Dumoine, Porn Director.
Phone no: 604 789 6789 jdumoine@realgirls.com
-------------------------------------------------------------------------------------------------------
I don’t remember this at all... the overweight actress may be the only person I can call, besides Johnny Dumoine, Porn Director… I’m not prepared to do that… a few text messages from somebody named Claire, that has to be her… calling this chick quite blindly.
-“Hi… uhm… I met you last night and, --“
-“Oh, Johnny, hi,” thank goodness she interrupted me. Her voice sounds kinda nice, sexy. Maybe it’s always like this or maybe she had 8 bottles of whiskey last night.
-“Yeah... Johnny, that’s me. Listen, I’m curious, I know I met you at Morrey’s but I’m having trouble recalling what exactly went down.”
-“You remember the Scepter, right?”
-“The ridiculously expensive hotel lounge? Yes, yes of course I remember that,” obviously I don’t, but sometimes you have to do what you have to do… what does that even mean? “Did I buy you any drinks?”
-“No, but --“
Hung up on her… didn’t need any more information… I can’t believe I went to the Scepter those are like $11 beers, completely outrageous… headache coming back, more aspirin needed… somebody ringing the doorbell, better go check that out… this guy looks about as smarmy as a senators son, wearing a suit that might be cheaper than my t-shirt… two women with him… I don’t see how they could possibly be wearing less clothes without being arrested.
- “Hi, I’m Johnny Dumoine, Porn Director,” he flashes a smile that would break the smarm-o-meter if such a thing existed.
- “Hi, Johnny. I think I have some of your business cards
- “You should have some of my cards. We made a business deal last night.”
- “Business deal?”
-“Yeah, I have a contract stipulating that we can shoot a scene in your house; it’ll only take like an hour,” he holds the contract up next to his face, smile still going.
…is that legal?… what can I do?... he has a contract… but I was drunk… I’ve got to take this, what else is there to do?…
- Okay, go ahead.
- You can watch if you want.
- No, I’m sorry. I have to find someone to sterilize my apartment.
What the shit is this?… it’s fucked up, I might have to move after this… I wonder if they’ll give me a copy of that movie… no, no, no, I don’t need a copy… of course I don’t need it, would I want one?... who cares?…whatever… I need to get out of here… but to do what?... maybe I can hussle some money of this dude to get some beers.
This bar sucks, there are like 8 people in here and if they all combined I would still have more teeth than them … this one’s finished, better order another… I have $10 left of the money I hassled out of Mr. Dumoine… since I’ve got jack all to and tomorrow’s a Sunday I might as well get assfaced tonight… I wonder what Claire’s doing?
“I don’t mean to be troublesome but I could sure use a quick shot of double rum”
-MF Doom, “Figaro.”
Tuesday, July 1, 2008
kanadadagur
1. Bakpoki.
Ekki mikið meira, það lítur út fyrir að bakpoka fyllerí sé möst hérna í bresku kólumbíu.
Ég var að sjá að James Posey ætlar ekki að vera með Boston á næsta ári, djöfulsins málaliði er hann. Hann vinnur titil og beilar síðan. Ég sá líka að Lakers væru að spá í að fá hann, ég veit ekki alveg hvað mér finnst um það. Á einn bóginn er fínt að fá einn gaur sem maður veit að á ekki íbúð í Choke City eða heimsækir borgina oft (ég er virkilega að draga þess Choke City myndlíkingu niður í svaðið) en á sama tíma þá drap hann mína menn í úrslitinum helvítið af honum. Ég er á grindverkinu enn sem komið er varðandi Posey.
Bara að segja þetta gott.
Wednesday, June 25, 2008
Boston
Ég hef alltaf fyrirgefið honum fyrir að vera ömurlegur liðsfélagi (fer í það á eftir) af því hann er týpan sem getur tekið yfir hvaða leik sem er og unnið hann einsamall. Hann fattaði loksins að það er miklu auðveldara að gera það ef spilararnir í kringum hann eru alvöru spilarar en það er fullt af hlutum sem mér finnst hann ætti að gera betur, eins fáránlegt og það er fyrir mig að gagnrýna Kobe. Hann tekur oft stökkskot upp úr engu (ég veit hann getur hitt úr þeim það er ekki málið) þegar liðið hans sárvantar körfu. Hann ætti að chilla aðeins og leyfa sókninni að flæða meira. Ég held að málið með Kobe í úrlsitakeppninni hafi verið að hann hann hafi haldið að hann gæti þetta einn, auðvitað gat hann það ekki og bekkurinn keypti líka 5 rútumiða til Choke City, ég er nokkuð viss um að Vujacic hafi tekið flugið...
Kobe hræðilegur liðsfélagi, hræðilegur. Hann öskrar á liðsfélaga fyrir að grípa ekki lélegar sendingar (það er í lagi að segja "ok, þetta var léleg sending" einu sinni eða tvisvar), hann er alltof uppstökkur og reiður almennt og hvað sem tautar og raular þá treystir hann engum. Sama hversu oft ég heyri hann segja að hann sé farinn að treysta liðsfélögum sínum þá er það ekki satt. Ég myndi ekki vilja spila með gæja sem hugsar eins og svarta mamban, þó ég myndi gjarnar vilja spila með einhverjum sem kallar sjálfan sig svörtu mömbuna.
Ég geri mér grein fyrir því að allir bestu körfuboltaspilarar, gleymið því, íþróttamenn eru með svona mean streak en það er tími og staður fyrir slíkt, þeir bestu vissu hvenær þeir áttu að hita undir liðsfélögum sínum og hvenær þeir áttu að "hugga" þá.
Allavega, pís át.
Sunday, June 15, 2008
Leikur 5, klappaður og klár
Það er samt ótrúlegt hvað þessi lið eru jöfn, ef eitt liðið kemst eitthvað yfir er hægt að bóka það að hitt liðið komi til baka, Lakers gerðu það í Boston og Celtics (á meðan ég hoppa í gegnum gluggann í herberginu mínu) unnu upp mesta mun í sögu lokaseríunnar í leik 4 (sjá fyrri færslu). Ég veit ekki hvað það er, kannski er það af því Doc Rivers er loksins búinn að fá þjálfaraskírteinið sitt, ég veit það ekki, kannski er Phil Jackson farinn að reykja eitthvað aðeins sterkara en gras, en eins og ég segji þá get lofað hverjum sem les þetta að Boston vinni leik 6 án gríns það er klappað og klárt.
KLAPPAÐ OG KLÁRT!
Friday, June 13, 2008
Leikur 4
Fokk, fokk... fokk, fokk fokk
fokkfokkfokkfokkfokk
fokk
fokking sjitt
fokk, fokk, fokk, fokk, fokk
fokk
FOKK!
Ég þarf að fá mér bjór.
Tuesday, June 10, 2008
Leikur 3
Málið er að Odom og Gasol sameinuðust um einhver 16 stig eða minna og Pierce og Garnett voru eitthvað svipað samanlagt, kannski aðeins meira. Þá er spurningin hvort liðið ætti að vinna þegar tveir máttarstólpar geta ekki skorað? Ég á erfitt með að svara þessari spurningu, en svarið er hugsanlega að finna í Vujacic ef hann hefði ekki átt leik lífs síns (20 stig) þá hefðu Lakers tapað þannig að það mætti segja að Boston hafi látið þennan leik renna sér úr greipum. Aftur á móti er ég nokkuð viss um að Svarta Mamban hefði ekki tapað þessum leik, nokkurntíman þ.e aldrei. Hann var gjörsamlega óstöðvandi með 36 stig á rúmlega 20 skotum, þegar Kobe skýtur þannig er erfitt að stoppa Lakers, kannski var þetta bara alveg eins og ef fyrrnefndir máttarstólpar hefðu átt ágætisleiki nema að skorið hefði verið 100 og eitthvað - 100 og eitthvað og L.A hefðu unnið?
Þetta er sem sagt svarið við spurningunni: þetta var venjulegur leikur og Lakers unnu ég vil þess vegna meina að Gasol, Odom og bekkurinn þurfi að eiga meðal eða slæman leik og Boston þríeykið þurfi að eiga ágætisleik til þess að Boston vinni en ef Lakers mennirnir eiga góðan leik þá eru grænir í vandræðum og þurfa að fá menn til þess að stíga all svaðalega upp. Eitthvað sem er mjög vel mögulegt.
Thursday, June 5, 2008
Leikur 1
Lakers eru yfir 62 - 59 og það eru aðeisn minna en 6 mín eftir, Perkins er líka meiddur, mér sýnist það vera frekar lítið.
Djöfull tryllist nýji garðurinn ef Allen setur þrist, það er eins og hann sé að gefa hverjum og einum inn í salnum $100 ef hanns setur einn.
Vujacic er svo mikill fáviti en ég elska hann samt af einhverjum ástæðum.
Pierce er kominn aftur inn í höllina og allt er um koll að keyra. Hann haltrar samt frekar mikið, augljóslega ekki slitin hásin og ég er ánægður með það þó ég fari að öllum líkindum að gráta ef Lakers vinna ekki titilinn.
Ég er að horfa á Ron Artest taka viðtal við Kobe, það væri ekki hægt að borga mér pening fyrir að vera inn í herbegi með þessum tveim mönnum. Þeir eru báðir kolgeggjaðir í alvöru, inn á geðveikrahæli geðveikir, sérstaklega Artest.
Kobe var að hamra helsjúku alley-oopi niður.
Ég nenni ekki meira.
Monday, June 2, 2008
Smásaga
The Chronicles of a Hangover: The Headache, The Aspirin and the Porn Director.
My head feels like a night to remember and a splitting ceiling. Well, since I can’t remember last night I can only hope that it’s something I should remember rather than something I’ll try to forget. First thing on the wish list: sitting up, the next thing after that would have to be food, if there’s food to be had. I must have mixed some weird stuff last night. Honestly, it feels like I drank clay.
Ok, it’s time for a hangover helper if the ingredients are in place; a sugar cube, a glass of water and some aspirin. The sugar water tides my stomach over because whatever I eat right now will be projectile in 5 minutes flat and the aspririn? Well, that’s kind of obvious.
I have to do something I really shouldn’t, check my bank account status on-line. I have to because I was on a budget last night and since I can’t remember anything after a certain shot of tequila a brief reminder of places visited is in order.
Only 70 dollars spent? That’s less than I expected, especially since I apparently was a customer at Denny’s at roughly 4 am, that’s probably the clay in my stomach. Still, that’s at the very least 60 bucks on alcohol, man, that’s a lot. I hope I was a generous giver of drinks towards some buddies.
Discovery channel and a phone, if you can’t remember what you did last night, these two elements will help you get your memory back. You’ll be like Stella, except all she got back was her groove; maybe you’re more like Arnie in Total Recall. That’s what I’m after right now, total recall.
After a quick conversation I have pieced together one piece of my evening. After the fateful tequila shot I had at our first stop, Morrey’s, I apperantly offered an overweight actress my business card and told her I was a director. That’s kind of funny because I don’t have a business card. A short shuffle through my last night trouser pockets should shed some light on the mystery; a lighter, funny cos I don’t smoke, cigarettes, there you go, cell phone, better check that later and 8 business cards reading: Johnny Dumoine, porn director. Now, where did I get those?
Text messages are often a potent source of information regarding a night out, perhaps they’ll even tell me who Johnny Dumoine, porn director is. Now this is weird, I have a whole bunch of messages from someone called Claire and it seems like we spent quite a lot of time together last night. She may very well be the mysterious overweight actress that I gave a Johnny Dumoine business card to.
“No, I’m actually not Johnny Dumoine.” I’m trying to sound like I’m sorry, but honestly I just want to gather information. While thinking that I totally missed out on the conversation “listen, where did we get off to after Morrey’s?”
“Oh, we went to this really nice hotel lounge called the Scepter.”
“The Scepter? Those are like 11-dollar beers, explains what I spent last night. Did I get you any drinks?”
“No, but…”
I decided I would end the conversation there “Oh, thank god” the click on the other end must fell like a dagger in her heart but I really don't care at this point. The aspirin was wearing off and last night is feeling like a bigger mistake by the minute.
The aspirin safely lodged in my throat and last night becoming something I really want nothing to do with, more learning about spider monkeys on discovery channel is in order. A knock on the door; opening it I find a man in, possibly, the cheapest suit I’ve seen in my life and some really scantily clad women, a thought entering my mind was soon certified. “Hi, I’m Johnny Dumoine. Porn Director. We met last night at Morrey’s.” A smile on his face so smarmy a senator’s son would be proud of it. “We have a contract stipulating that we can shoot a film in your house.”
Now, when people say: “and his face fell off” I never got it, now I get it.
“The shoot will just take a couple hours, you can watch if you want.” There was really only one response I could come up with: “No thanks, I have to find somebody to sterilize my apartment.”
Saturday, May 31, 2008
Finals elskan, Finals.
Allavega Celtics - Lakers í úrslitunum, serían sem allir vildu fá ekki satt?
(ég vil meina að jafnvel aðdáendur Spurs og Pistons hafi í rauninni viljað þessa seríu.)
Mér finnst líka að Spurs og Pistons ættu að spila upp á þriðja sætið í hugsanlega óvinsælustu 7 leikja seríu sem nba deildin hefur séð.
En aftur að C's og Lakers, Kobe er fokkin óstöðvandi. Hann hefur verið eins og Jordan endurholdgaður í þessari úrslitakeppni og ef Lakers vinna titilinn þá verð ég að segja að hann hlýtur að vera settur í sama klassa og fyrrnefndur Jordan, Magic og Bird. Það er að vísu örugglega bara af því ég er Lakers maður.
Kevin Garnett aftur á móti, hann er einn af þessum gæjum sem allir voni að vinni titilinn einn daginn, eins og Charles Barkley. En er hann í þeim klassa? Ég segji nei, málið er að Barkley gat borið lið á herðum sér hvenær sem er en Garnett hefur eiginlega bara átt tvö (núna) virkilega ruddaleg tímabil hvað tölur og árangur varðar, hann er (því miður) algerlega ófær um að taka yfir leiki sóknarlega þegar á þarf að halda og hann skýtur allt of mikið af löngum stökkskotum þegar það eru mjög fáir leikmenn í deildinni sem geta spilað vörn á hann.
En ok, Lakers - Celtics æfafornir erkifjendur með nýtt blóð í æðum. Ég skýt á Lakers í 6 leikjum aðallega af því Celtics hafa engann til þess að spila vörn á Kobe og Celtics eiga eftir að vera í miklum vandræðum með Pau og Odom, Garnett getur spilað vörn á þá báða en Perkins getur ráðið við hvorugan. Ég giska samt á að Garnett byrji á Odom af því Perkins gæti alveg eins verið fastur í kviksyndi þegar hann er að reyna að ráða við minn mann Lamar. Þá er spurning með Pierce... Radmanovic gæti komið með skóflu og sekk í vörnina en samt myndi hann ekki eiga breik. Fisher og Rondo er frekar jafnt matchup og bekkurinn hjá Lakers er sá besti í deildinni. Eigum við eitthvað að ræða þjálfara matchupið?
Doc Rivers er búinn að fokka svo mikið í ungu gaurunum í liðinu að þeir viti ekki hvort þeir eigi að koma eða fara. Ég held að Sam Cassel sé kominn með liðagigt en hann er samt að spila þó að Eddie House hafi alltaf staðið sig ruddalega vel þegar hann kemur inn á með ruglaða baráttu, fyrir utan það að hann getur skotið þar til sólin rís. Á meðan bekkurinn hjá Lakers er með fyrirfram ákveðna rotation þá gæti hvað sem er gerst hjá Doc, ég spái því að hann setji Jack Nicholson inn á til þess að spila vörn á Kobe í öðrum leikhluta í leik 4. Nicholson eða Danny Ainge.
"Ha, hvað meinarðu að þú sért hættur?"
Ég læt þetta nægja.
Sunday, May 18, 2008
Tryllingur
Mér finnst þetta mjög fyndið, 44 fráköst í einum leik? Ég er ekki viss um að ég hafi tekið 44 fráköst á öllum körfuboltaferli mínum.
Ég ætlaði samt aðallega að skrifa um þennan gaur sem er í skólanum með mér. Hann er frá Jaimaca en er samt hvítur og talar með þessum "rastamanfarian" hreim (bomboclad!). Hann er frekar fokked á því, með vitenskju á við alfræðiorðabók þegar kemur að kvikmyndum og bombar þeim yfirleitt á kennarana þegar það á alls ekki við. Kennarainn gæti til dæmi sagt: "For example in the movie Santa Clause Tim Allen has to deal with the sudden weight of expectation..." og þá kæmi hann með: "But what about that scene in da Godfather where Marlon Brando is talking to his grandson in the orange grove. What do you think is the symbolism of the oranges." Og kennarinn bregst að sjálfsögðu við með því að segja að þetta eigi ekki við og heldur áfram að kenna.
Hann er líka mikið fyrir það að bombardera sömu hugmyndinni á okkur aftur og aftur sem væri kannski ekki svo slæmt ef hugmyndin hans væri ekki um gaur sem er með syphillis og nauðgar og drepur konu. Síðan endaði hann á því að segja að einhver gæji með herpes myndi rúnka sér í sár hennar. Ég var með eina athugasemd við hugmynd hans:
ÞAÐ ER FOKKIN ÞROSKAHEFT ÓGEÐSLEGT!
Annars kúl sko.
Monday, May 12, 2008
Fullt af sjitti
Málið er nefnilega að ég bý í semí úthverfi, samt ekki upp á staðsetingu að gera, ég er einum strætó frá miðbænum en ef við setjum þetta upp miðað við Reykjavík þá á ég heima í Árbænum. Nema það er enginn Skalli hérna. Það er samt alveg frekar fínt, nema að flest allir sem ég þekki eiga heima niðrí bæ og þegar eitthvað lið ætlar að hittast þá verð ég að taka strætó í 20 mínútur. En hey, maður getur ekki unnið þetta allt. Það er víst ekki hægt að eiga kökuna og borða hana líka. Nema maður kaupi/baki tvær kökur.
Hvernig fannst ykkur þessi færsla?
Ég get ekki betur séð en þessi moðerfokker sé tip-top.
Verð að gefa Rúnari credit fyrir þetta seinasta (sjá: rug.braud.in), honum og Quentin Tarantino.
Thursday, May 8, 2008
Ljóð
a pen of poison
picking apart
these apologies,
startling
start your engines
coming on strong
like Wal-mart with a vengeance
deaf men, can't finish a sentence
peep the entrance
on top of the terrace
back in the hood,
with a menace
say goodbye to cleanliness
get ready for these errands
his penmanship, flawless
like the shine from a bar of gold
or the endless story told
hold your head, hold a hand
in lair of osone
I told you man, a pen of poisone
the mighty thor
the king of gore
the kong is more
I long for the days of yore
pulling plugs
mulling decisions
lulling me to sleep
quietly, eying me
it's trying to write poems
like raisins
full of irony
Monday, May 5, 2008
Rök
Að lokum, ef þið eigið þátt í rökræðum og einhver alhæfir út úr rassinum á sér, notið það. Notið það þangað til að það kemur að líkamlegum átökum. Skoðanir eru gildar en alhæfingar ekki, nema að rök séu fyrir því.
Saturday, May 3, 2008
Fólk
Ég var sem sagt í partýi í gær þar sem ég þekkti ekkert rosa mikið af fólki (kannski svona 6 manns og ég kynntist þeim á þriðjudaginn) og ég átti sem sagt um það bil 8 samtöl við 8 mismunandi einstaklinga sem voru öll alveg nákvæmlega eins: "Hæ, ég heiti Blabla." "Skrítið nafn, hvaðan ertu?" "Frá Íslandi? Vá, það er langt í burtu." Ég reyndi eins og ég mögulega gat að vera almennilegur þar sem allir voru mjög skemmtilegir í þessi partýi og almennilegir við mig. Málið er bara að þegar þú ert búinn að segja sömu söguna 8 sinnum þá ertu orðin mjög góður að segja hana í svona 3 skiptið og ert hættur að nenna að segja nokkurn skapaðan hlut í hið áttunda. Mér finnst líka persónulega ekki spennandi að vera alltaf að spyrja sömu spurninganna þó maður verði vissulega að gera það líka til þess að komast framhjá vandræðalega levellinu og byrja í rauninni að kynnast viðkomandi. Það er líka voða leiðinlegt að vera búinn að vera tala við einhvern í ákveðinn tíma og fatta svo að viðkamdi er drulluleiðinleg/ ur og finnst þú líka vera leiðinlegur.
Allavega, þetta partý var fínt nema hvað að ég átti engann bjór þar sem ég gat ekki tekið neinn pening út af kreditkortinu mínu. Þess vegna fór ég heim þegar þau voru að ákveða hvort þau ættu að fara inn á einhvern djassklúbb... sem var að spila James Brown.
Thursday, May 1, 2008
Ó, Kanada.
Ég ætla að búa til nýja málsgrein núna.
Þetta gerði ég allt saman. Fór heim um 1 leytið og kom aftur klukkan 4, fór svo heim um 5 leytið og kom aftur klukkan 8. Fékk mér 3 eða 4 bjóra og kom heim klukkan c.a hálf 12. Ágætis dagur nema að vinstra hnéð mitt er eitthvað í fýlu. Það var bara að segja eitthvað "Gaur, hvað ertu að spá að labba svona mikið?" og ég var bara "Við erum í Kanada, hvað á ég að gera kaupa mér Cadillac?" Þá sagði hnéð mitt bara "Oh, snap" og þagði.
Góð saga.
Tuesday, April 22, 2008
Vakning
"
Hybrid vehicles, with their part-electrical, part-gasoline engines are a sort of compromise for people who care about fuel consumption, but aren't going to go all-out for some hippie contraption that has to be plugged in for eight hours before you can drive it. Ask any hybrid owner why they own one, and you'll likely hear a variety of answers like "to save the environment," "to reduce our dependence on foreign oil," and "to drive Dick Cheney back into the sea from whence he came."
Root Problems:
Hysterical, possibly Gore-fueled overestimation of value.
The problem with hybrid cars isn't what they can do, it's what people think they can do. Realistically, a hybrid car will get roughly 20-30 percent better gas mileage than a similarly sized normal car. It turns out they don't perform as well in the real world as in the lab, and the talk of 55 miles to the gallon for hybrids was pretty much bullshit ( the Toyota Prius' gas mileage was knocked back from 55 to 46 MPG by the EPA). Sure, those numbers are still light years ahead of the customized Escalades issued to the Cracked staff ...
...but don't blow away the numbers for regular ol' economy cars that cost $5,000 less.
As far as environmental impact, don't forget the manufacturing process. Just by insisting on buying a new car instead of keeping your old one, you added 27 tons of waste to the environment. It's more so for a hybrid, since their enormously powerful batteries don't grow on trees, perhaps due to an oversight on the part of God. They have to be built and shipped around the planet, creating waste every step of the way.
We're pretty level-headed here at Cracked, and generally agree that mankind should never harm the planet, except possibly in self defense. So, we applaud the goal of improving fuel economy in vehicles. But if you buy a hybrid, don't fool yourself into thinking you're single handedly saving Earth. You're maybe helping a bit, but if the planet's ever going to be saved, it will require a concerted effort from everyone, including consumers, businesses, governments and, most importantly, Batman."
Monday, April 21, 2008
Eftirvænting?
Þetta er það sem ég er glíma við í sambandi við þessa Kanadaferð, ég veit hvað ég hef hérna á Íslandi og af hverju ég er að missa þegar ég fer en ég hef ekki hugmynd um nokkurn skapaðan hlut sem á eftir að gerast nema ég veit hvar skólinn er og hvar ég á eftir að búa. Þarna er þetta allt saman komð, það verður líka að taka með í reikninginn hversu heimakær ég er (Reykjavík þá, ekki endilega heimili mínu). Mig langar að eiga heima á Íslandi og skil ekki fólk sem segist vilja fara (eða ég skil það og skil það ekki... skiljiði?) og jafnvel koma aldrei aftur. Mér finnst geðveikt að geta labbað niðrí bæ, farið í bíltúr eða farið á fyller án þess að þurfa að pæla í hvernig ég á að komast eitthvert eða þurfa að nota almennar samgöngur. Sem betur fer kann ég tungumálið í Vancouver, enda hefði ég aldrei farið á stað þar sem ég þyrfti að læra nýtt tungumál no way no how.
Mér finnst líka geðveikt að vita um alla mína uppáhalds skyndibitastaði og geta fengið mér eitthvað gómsæti í smettið.
Thursday, April 17, 2008
Gott Plan
Skref 1.
Ég og Gísli ætlum að fara í ríkið beint eftir að ég er búinn í vinnunni og kaupa bjór og mikið af honum, síðan ætlum við bara að sötra einhverstaðar í langan tíma. Chilla, með stóru cé-i (og L-um líka ef út í það er farið). Ef einhver vill joina þá er það velkomið. Það er samt svo geðveikt að byrja að drekka snemma því þá fer maður oftast heim klukkan 1 eða 2 og verður ekkert þunnur daginn eftir. Ef maður fer heim seinna er hægt að bóka eitthvað trylltasta fyllerí sem sögu fara af þar sem þú ert búinn að vera að í hálfan sólarhring eða eitthvað... sem er sjúkt.
Skref 2.
Kveðjupartý sem ég veit ekkert um, mér skilst að einhverjir ætli að smakka smá... kökur.
Ekkert sérstök færsla en samt sem áður... kommon.
Monday, April 14, 2008
NBA
Vestrið:
Vestrið er mjög villt akkúrat núna, jafn villt og Prikið c.a 99' skiljiði mig. Ég veit ekki hvernig Prikið var upp úr lokum síðustu aldar en er nokkuð viss um að tryllingur hafi verið algjör. Svona svipað og vestrið núna (er að reyna að halda mig við efnið). Það eru, að mínu mati, 6 lið sem eru núna inn í úrslitakeppninni sem eiga séns á einhverjum rósagjörðum (gera einhverjar rósir), ferð í hljómskálagarðinn skiljiði mig. Ég skipti þeim í nokkra flokka:
Ólíklegir til árangurs:
Dallas: Síðan að Kidd kom aftur hafa þeir eiginlega gert voða lítið, ég man ekki nákvæma tölfræði yfir það en það er nýtilkomið að þeir hafi unnið lið sem er með yfir 50% vinningshlutfall. Fyrir utan það að Avery Johnson er að verða þekktur fyrir það að "ofþjálfa" liðin sín og hugsa eiginlega og mikið samaber þegar hann ákvað að spila small ball við GState í úrslitunum á síðasta ári og að setja Kidd á bekinn þegar það eina sem hann þarf er tíma með liðinu inn á vellinum, það og einhverskonar tímavél... sem gerir hann svona 4 árum yngri.
Veit ekki með þá:
Pheonix: Shag Daddy kom sá og er búinn að sigra aðeins meira en helmingin af þeim leikjum sem hann hefur spila með Suns. Hann hefur að vísu haft mjög góð áhrif á Amare (sem á heiðurinn af einhverju versta gælunafni deildarinnar: STAT... í alvörunni... kommon) og hefur Stoudemire verið drepandi menn upp á síðkastið. Ég er nokkuð viss um að löggan sé að leita að honum, alríkislögreglan enda raðmorðingji... what up? Málið er samt að það er augljóst að þetta er farið að styttast í annan endann hjá Nash en hann hefur verið skelfilegur í vörn upp á síðkastið, í alvörunni hann gæti ekki stoppað Boris Diaw á leið sinni á hlaðborð (nei, bíddu það getur það enginn...) en hann er allavega orðinn jafnvel verri í vörn en hann var sem er ekki gott. Síðan er Grant Hill líka að gera gríðarlega gott mót fyrir þá og það verður að segjast að ökklarnir á honum er ekkert þeir áreiðanlegustu í bransanum. Ég myndi ekki setja mikinn pening á þá í veðmáli. En ef allt gengur upp eru þeir með feikinóg af hæfileikum til að vinna 4 leiki á móti hverjum sem er.
Utah: Boozer er góður, Deron er mjög góður. Þeir gera sitt það er ljóst, spurningin er: Hversu góður er Mehmet Okur í alvörunni og hvenær ætlar Jerry Sloan að borga lausnargjaldið til þess að mannræningjar sem stálu AK47 láti hann lausann? Í alvörunni, hver man eftir því þegar AK var að láta menn kúka í brækurnar þegar hann var settur á þá, ég meina hvern sem er. Hann averagaði einhver 3,3 blokk á leik og 1,5 stolinn í þokkabót, það er einhver doppelganger þarna í staðinn.
Já, það er alveg séns á sleik:
Ég ætla að setja restina af liðunum hérna, í þeirri röð sem ég held þau eigi heima.
#3. New Orleans: Chris Paul er fáránlegur, semí ómennskur moðerfokker. Hann er með góða menn með sér eins og Peja "choke city" Stojakovic og David West en ég held þeir gætu þurfti eitt ár í viðbót. Þetta er samt bara tilfinning og þeir geta unnið fjóra leiki á móti hvaða liði sem er í deildinni en reynslan vegur þungt. Þeir eru ekki búnir að leggja nóg inn á bankann... reynslubankann.
#2. Laker: Spurning með Bynum, hvernig kemur hann til baka? Eru dunkin' donuts búnir að fara vel með bumbuna? Dude meiddist á hné, það er ekkert grín fyrir 100 kílóa skrokk að koma til baka eftir svoleiðis og svo eru þeir bara að spila nógu fjandi vel. Lamar Odom er i einhverri geðsýki, ég er nokkuð viss um að hann fari á geðsjúkarhús milli leikja, hann er í alvörunni búinn að vera fáránlegur. Gasol er greinilega bara ógeðslega góður, einn af þessum gæjum sem þarf einhvern sem er betri en hann til að spila eins vel og hægt er. Það sem hræðir mig er hins vegar að Odom þurfi að hitta úr einhverjum clutch skotum sem ég veit ekki til að hann hafi nokkurn tíman gert á ferlinum.
#1. Spurs: Þeir vinna þetta pottþétt, í alvörunni titillinn er kominn hús. Það þarf eiginlega ekki að ræða þessi mál frekar. Þegar Ginobili kemur aftur þá cruisea þeir í gegnum alla vestan megin og taka Boston 4-3 í úrslitunum. Timmy D verður meiri hetja (G.I Joe semí), og Tony Parker gerir annað myndband.
(Þetta var eiginlega bara til þess að jinxa Spurs, ég trúi þessu ekki beint... ekki segja neinum.)
Austrið er grútleiðinlegt, nenni ekki að spá í það einu sinni. Boston, Pistons eða Cavs koma út úr austrinu, case closed.
Thursday, April 10, 2008
fokkar sjittinu þínu örugglega upp
-Mike Tyson.
-Tequila og Zambuca... í einu skoti.
-Súper Nachos.
-Prikið.
-Þegar Ipodinn þinn púllar "the click of death."
-Blogg.
-Vöffluvagninn eftir tryller.
-Tryller yfir höfuð.
-Snake Man.
-Þegar einhver smámæltur biður um "Nachos, með salsa sósu og smá osta sósu "on the side.""
-kvikmyndir með rappörum í aðalhlutverki.
-Mosh pit.
-Rónaslagur.
-Róni í slag við þig.
-Að búa til spil sem heitir róni og er hægt að fá slag í.
-Flug sem tekur lengur en 4 tíma.
-Að sjá róna fá hjartaslag.
-9. áratugurinn.
-Binary code.
-Beverly Hills 90210
o.s.frmv
Tuesday, April 8, 2008
Gæði
Gæðin fara hríðlækkandi. Að vísu finnst mér fólk ekki vitna nógu mikið í Speed... (eða spítt, eða að vitna í Speed á spítti: "Pop quiz hot shot.")
Það er einhvernveginn aldrei neitt sem mig langar að skrifa um, þá er kannski bara að endurskoða þá ákvörðun að vera með bloggsíðu yfiröfuð. Mér finnst það samt gott öryggisnet, að geta sagt við sjálfan sig, hey kannski er einhver búinn að kommenta á bloggið mitt. Sem síðan enginn hefur gert og þá fylgir ákveðið þunglyndi sem endar oftast í volúð og gnístan tanna. Aðallega gnístan tanna, það er mikill djöfullinn sem ég get gníst þessum moðerfokkerum. Hversu reitt/ leitt þarf fólk að verða til að byrja að gnísta tönnum? Ég hef bara séð fólk á eiturlyfjum gnísta tönnum ef ég á að segja alveg eins og er, og það sjaldan. Kannski bara af því ég sé ekki mikið af fólki á eiturlyfjum, enda er ég ekkert að sniffa af viti.
Mikið um ólögleg lyf í færslunni núna, veit ekki af hverju.
Saturday, March 29, 2008
Schmálefnalegt
En er málefnaleg umræða yfir höfuð mikið brúkuð? Ég vil meina alls ekki, þættir eins og silfur Egils og kastljósið eða eitthvað eru í grunninn bara fólk að rífast og það kemst aldrei, og ég fullyrði, aldrei nein niðurstaða í málið. Aftur á móti fær hvor aðili fyrir sig að kynna sinn málstað og komast í sjónvarpið... sem er feitt og það finnst flestum að gaman að horfa á þetta sérstaklega ef áhorfandi hefur sjálfur afstöðu í málinu og getur rifist við sjónvarpið sitt. Vissulega eru þessar umræður mun málefnalegri en margar aðrar en yfirleitt byggjast þau rök sem komin eru með á einhverjum rannsóknum eða skýrslum sem nánast enginn (eða að minnsta kosti lítill prósenta áhorfenda) hefur séð, lesið eða aðgang að. Þess vegna pæli ég stunudum í það að hugsanlega séu menn bara blákalt að ljúga: "Eins og sést í skýrslu Jóhanns Gunnarssonar Prófessors í náttúrufræði þá er mun minni mengun í Reykjavík en fyrir um áratug síðan..." Það er að öllum líkindum ekki til neinn Jóhann Gunnarsson Prófessor og ég er nokkuð viss um að hann hafi ekki skrifað neina skýrslu, skiljiði mig.
Ég efa samt stórlega að þeir geri þetta í alvörunni.
Fyrst ég er kominn út í mengun þá kom bróðir minn, sem veit eitthvað smá um bíla með ótrúlegan punkt um daginn sem ég efa ekki að sé sannur. Hann hljómaði á þá leið að umhverfisvænasti bíllinn sem hægt væri að kaupa í dag væri eldgamall Dodge Wrangler þó hann sé með 8 lítra (eða 12, ég veit ekki meir) vél og "mengi" eins og moðerfokker þá er hann allur úr járni og hægt að bomba honum inni í brennslu ofn og hann brennur bara niður. Gerir það ekki með Toytoa Primus eða hvað sem hann heitir. Þessar twin snakes (ég veit þær heita það ekki) vélar eru bara blekking, það er verið að moka skít á kaupandann meðan skyrpt er í andlit hans.
Saturday, March 15, 2008
Ég var að á lesa á rúgbrauðinu umræðu um eina krónu sem ég af einhverjum ástæðum þekki betur sem fallna spýtu (en ok, skiptir engu. Það er bara skrítið þar sem ég ólst upp í sama hverfi og tók þar af leiðandi þátt í einhverjum leikjum sem ég hef haldið að væru fallin spýta en aðrir eina króna). Ég var, í minningunni, ruddalegur í fallinni spýtu aðallega af því ég var (og er) alveg ógeðslega fljótur að hlaupa. Það sem verra er þá minnir mig að ég hafi alltaf verið með einhverja bévítans stæla, hlaupa afturábak þegar ég vissi að viðkomandi væri ekki fara að ná mér/taka fram úr mér. Ömurlegt move. Ég samt tók ekki þátt í neitt rosa mörgum leikjum að mig minnir, aðallega af því ég átti heima frekar langt í burtu. Var ekki beint í hverfinu og í þessa daga þá var lítið verið að hringja á milli nema einstaka sinnum en það gæti líka verið af því ég var algjör fáviti, efa það samt stórlega.
Hversu gott er samt að blanda bestu tveim leikjunum í einn? Eltingarleikur og feluleikur í sama leiknum, helsjúkt.
Mér finnst frekar fyndið að vera tapsár í svona leikjum, það eru til krakkar sem bókstaflega fara að gráta ef þeir tapa í einhverjum svona leik. Ég held það stafi af ofdekrun forleldra, hlýtur að vera, ekki fæðast þau svona...?
Nölla Bónus: Metal Gear Solid 4 ("...metal gear?!?") kemst ekki á einn blu-ray disk... það er fáránlegt. Blu-ray diskar eru óginnilega stórir (ég held ég hafi verið að finna upp orð þarna) og hljóðrásin í leiknum kemst víst ekki fyrir.
Saturday, March 8, 2008
æi
(Ímyndið ykkur samt að vakna á morgnanna, stíga aðeins út fyrir, deyja úr kulda og horfa síðan yfir einhverja hvíta auðn þar sem ekkert sést. Eðlileg framvinda hugsana væri: 1."Djöfull ætla ég að drekka þangað til ég man ekki hvernig á að keyra." 2. "Djöfull ætla ég að fara að keyra." 3. "Djöfull ætla ég að nauðga í kvöld.")
Aftur að Vancav samt, þannig er nefnilega mál með vexti að ég er ótrúlega spenntur að sjá hvort ég sé í alvörunni það góður að skrifa að ég eigi að vera að læra þetta. Á sama tíma þarf ég að vera nógu góður að skrifa og vera nógu skipulagður og allt geta þetta skólasjitt til að komast í gegnum þetta.
Síðan eru þetta líka árin (c.a 20-28) þar sem maður ÞARF að gera eitthvað, hvort sem það er að byrja að vinna hjá einhverju fyrirtæki og vinna sig upp eða finna það sem mann langar að læra. Ég ætla ekki að detta út í einhverjar pælingar um "þessi ár" eða eitthvað svoleiðis kjaftæði en mig langar alveg fáránlega mikið að vinna við að skrifa eitthvað fyndið sjitt í framtíðinni, það væri helsjúkt. Ég væri að öllum líkindum áskrifandi að fúkkalyfjum eða eitthvað.
Komið fínt?
Bara
Við (Valur) unnum Hött frá egilstöðum með tæpum 50 stigum í gær. Ég er eiginlega búinn að ákveða að fara að kalla mig örbylgjuofninn þar sem ég gerði vel í halda 20 stigunum mínum per 40 mínútur á lífi með því að skora 8 stig á 15 mínútum. En nóg um mig, Jayson Harden eða Jay Hard eins og allir ættu að kalla hann átti gjörsamlega helsjúka troðslu yfir svona 3 gæja. Spin baseline, upp á báðum, menn að reyna að vera hetjur, schmetti komin á plaköt. Það mætti segja að hann hafi verið soldið eins og Alan Rickman í Die Hard, var ekkert að láta neinn komast upp með neina hetjustæla og útkoman var eins og ef John McClane hefði ekki verið á svæðinu. Þ.e rúst.
Lakers eru að brjótast í gegnum deildina eins og stjórnlasu vörulest, það er hægt að sjá skrambúleringu og gríðarlegar skemmd egó í vöku þeirra hvert á land (USA) sem farið er. Það fer mjög mikið eftir því hvernig Andrew Bynum nær að jafna sig af þessum meiðslum hvort þeir nái titlinum en ég hugsa að þeir séu betri en Dallas og Pheonix sem ákváðu að eyðileggja liðin sín af einhverjum ástæðum. Æi, kannski batnar það hjá þeim þessum elskum, ég veit það ekki. Spurs eru samt langlíklegastir og eiga örugglega eftir að vinna þetta allt frekar auðveldlega (jinx...?).
Héðan af vil ég að allir byrji að jinxa Spurs eins mikið og hægt er og ef verið er að tala um NBA nálægt ykkur þá segjiði (hugsanlega upp úr þurru) "Allt sem ég veit er að það á enginn séns í Spurs, ekki neinn, engann séns." Það kemur hugsanlega vandræðaleg þögn en hún verður þess virði.
Það lítur út fyrir að körfubolti hafi verið á huga mínum þennan daginn og fagna ég því, af hverju ekki?
Thursday, February 28, 2008
Sko
Ég byrjaði aðeins á speisinu (eins og maður gerir) og kom með nokkrar bombur, í alvöru, helsjúkar færslur menn voru að senda mér pensilín í pósti. Það er samt akkúrat málið, ég byrja á þessu alveg kraumandi (krau-marafakkin-mandi) en síðan fer þetta út í óreglulegar færslur og sjitt sem sjúkkar og ég vil ekki að stelpur haldi að ég sjúgi typpi í að ríða píkum. Ef þið skiljið hvað ég meina. Þetta er alls ekki aðvörun til rúgbrauðsmanna þar sem skipulagning er til fyrirmyndar hjá þeim og held ég að þeir eigi eftir að velgja mönnum undir uggum (ef menn væru með ugga) að vísu held ég það eigi betur við að segja að þeir komi við kaun á kónum (what up?).
Ég samt fór að hugsa hverju ég hef áorkað með þessu bloggi mínu yfir árin. Hef ég verið góður bloggari, er gott að vera góður bloggari, er gott að nota orðið bloggari yfir höfuð? Spurningar og minningar fljóta um hugann, það getur verið erfitt að ná þeim, stundum sleppa þær alveg, stundum rifna þær undan fingrunum, rífa sig lausar en stundum synda þær beint í hugsýn (sem er öfugt við augsýn). Það sem ég man hvað best eftir er alræmda "besta lag í heimi" keppnin þar sem menn urðu foxillir á víx og uppslitnaði úr vináttum hægri, vinstri og hugsanlega fyrir miðju. Virkilega vel að verki staðið, þó ég segji sjálfur frá. Ég átti líka í blogg battli sem er sorglega vandræðalegt á einn bóginn og gríðar heitt á hinn soldið eins og löðrungur. Það var samt fyndið af því ég skrifa svo óskiljanlegan texta á köflum að ég efa að inntakið komi rétt út, og úttakið komi rétt inn... ekki? Þess vegna ákvað ég að snemma á ferlinum að skipta flestum færslunum upp í þrjár til fjórar málsgreinar, það kemur betur út. Og á augljóslega við, augljóslega.
Eitt sem ég sakna að speisinu samt, marrafakkin kudos. Maður verður að luva þau. Maður verður líka að þurfa þau.
Ég fer svo mikið úr einu yfir í annað að eitt verður útundan.