Monday, November 10, 2008

Persónulegt

Eftir hvað sem það er sem hefur verið í gangi á Íslandi undanfarið hef ég séð að það er kannski ekki það skynsamlegasta í heimi hjá mér að fara að vinna heima þegar þessi skóli er búinn. Ég las einhverstaðar að það væri verið að spá 10% atvinnuleysi á Íslandi bara núna í Desember, það er ruglað mikið. Ég hef því lagst undir feld og íhugað kosti mína, ég held það sé best fyrir mig að halda mig hér Í Vancouver þar sem ég þekki borgina og fólk hérna. Það er líka mjög góður Háskóli í miðbænum, mjög dýr en góður. Ég veit ekki hvort ég komist inn en það er eins gott að reyna svo lengi sem LÍN getur lánað mér pening fyrir honum, ef ég get lokið því námi ætti ég að geta fengið atvinnuleyfi hér á landi og svo framvegis. Ef skyldi svo vera í pottinn búið þá er aldrei að vita nema að hlutirnir á Íslandi hafi lagast eftir þann tíma og það væri vænlegt fyrir mig að koma heim, ég veit það ekki. Svona er áætlunin enn sem komið er, annað veit ég ekki.

Pís át.

2 comments:

Sveinn P. said...

Já þetta er erfiður valkostur og erfið staða sem að námsmenn erlendis horfa uppá þessa dagana. Ég held að þurfir að leggjast undir feld og íhuga þetta mál.

Ég er allvegana ekki á leiðinni heim á næstunni það er á eiginlega alveg á hreinu.

Unknown said...

eg er einmitt i svipudum paelingum