Núna er rétt rúma vika í það að NBA deildin hefjist, þar sem síðasta tímabil var ansi líflegt þá er held ég ansi mikil eftirvænting fyrir því núna. Hvað er það samt sem veldur þessari eftirvæntingu? Ég held ég reyni að svara því.
Eins og allir vita þá spiluðu gömlu stórveldin Lakers og Boston um titilinn “besta lið í heimi” síðastliðin júlí mánuð og eru jafn líkleg til þess að gera slíkt hið sama. Boston liðið veit núna hvað þarf til þess að vinna og Lakers fá Andrew Bynum til baka. Mér finnst samt svolítið mikið gert úr mikilvægi hans fyrir liðið.
Þegar Boston og Lakers eru með góð lið á sama tíma vekur það athygli, slík er saga þessara liða. Það ríkir kannski ekki mikil óvild meðal leikmanna (þó að Paul Pierce hafi sagst vera besti körfuboltaleikmaður í heiminum í sumar, titill sem Kobe hefur í hugum margra haldið í nokkur ár) en þegar þessi tvö lið kljást eru þau stærri en leikmennirnir, eitthvað sem er mjög sjaldgæft. Hugsanlega eina dæmið um það að leikmenn taki á sig ímynd félagsins en ekki öfugt í þessari deild, athyglivert nokk.
Vestrið er ekki villt, það er snargeggjað. Hver veit hvað gerist í þessari vestrinu núna? Það era öllum líkindum hægt að veðja á að nokkur lið komist pottþétt inn í úrslitakeppnina, Lakers, Hornets, Rockets... og já ég get ekki fullvissað mig um að önnur lið séu pottþétt, í alvöru. Spurs eru ekki bara að eldest mjög hratt heldur verður liðið án Manu Ginobili fyrri part vetrar, þeir komast að öllum líkindum inn en ég er ekki 100% viss. Blazers eru ungir, liðið er gott að mínu mati mjög gott en það erfitt að segja til um með ung og ósönnuð lið. Hver veit hvað gerist ef Brandon Roy meiðist eða þeir tapa 5 leikjum í röð sem er eitthvað sem gerist oft þegar lið spilar 82 leiki. Ég er ekki viss um að þeir stökkvi til baka, ég vona að þeir geri það þar sem ég er búinn að festa mig tryggilega á aðdáendavagni Trailblazer manna (þangað til þeir þurfa að spila við Lakers).
Gömlu góðu liðin er að verða gömul, ég minntist á Spurs hérna fyrir ofan þar sem Tony Parker ere inn af fáum undir þrítugu. Ef litið er á lykilmenn liðsins eru einungis tveir undir þrítugu, Parker og Rodger Mason en Mason spilaði fyrir Washington á síðasta tímabili og stóð sig nokkuð vel, ég setti hann sem lykilmann af því hann var sá eini undir þessum aldri sem ég vissi eitthvað um og ég tel mig vita dálítið um deildina (það er samt frekar líklegt að ég hafi misst af einhverjum nýliða hjá þeim).
Dallas... ég veit ekki með Dallas. Jason Kidd díllinn hlýtur að vera súr núna, þeir eru allt í einu orðnir ansi gamlir út á velli með Jason Terry og Kidd við stjórnvölin og Stackhouse af bekknum, það gæti háð þeim. Terry er að vísu bara 31 árs og er því enn á besta aldri. Kidd og Stack hljóta samt að vera áhyggjuefni.
Detroit, mér hefur alltaf þótt Detroit liðið ofmeta sjálfa sig þ.e þeir unnu einn titil sem var mjög vel gert en náðu aldri aftur sömu hæðum. Þeir láta eins og þeir séu búnir að vinna 4 titla á síðustu 6 árum, gera ráð fyrir sigrum hér og þar en eru hægt og rólega að renna afturábak niður hól. Þeir eru samt í bestu stöðu þessara liða sem ég hef talið upp, Hamilton er bara 30 ára, Tayshaun Prince er 28 og þeir fengu nýja leikmenn eins og Arron Affolo og Rodney Stuckey á síðasta ári sem eiga eftir að standa sig vel, þeir geta gert góða hluti svo lengi sem þeir fatta að þeir eru ekki Celtics’86.
Pheonix er annað lið sem ég er dálítið búinn að afskrifa, nýr þjálfari, 36 ára Shaq, 35 ára Grant Hill, Steve Nash er ungur í anda en það þarf einhver að segja bakinu hans það, í raun og veru er Amare Stoudamire held ég sá leikmaður sem á eftir að halda þessu liði á floti, án grins hann á eftir að eiga eitthvað skrímslatímabil. Ég skýt á 28 stig, 10 fráköst, Karl Malone tölur.
Ég tala mikið um vesturdeildina en fyrir mér er hún bara miklu áhugaverðari, þar kemur einn löggildur brjálæðingur inn í myndina, Ron Artest. Gæjinn ætti að öllum líkindum að vera á einhverjum lyfjum en það er það sem er svo áhugavertvið hann. Það er aldrei að vita upp á hverju maðurinn tekur og að setja hann í lið sem gæti unnið titilinn ef það helst heilt er bara áskrift á skemmtun. Hvað gera Rockets í ár, komast þeir loksins framhjá fyrstu umferðinni, kaupir Artest sér tígrisdýr, dregur hann einhverja nýliða með sér niður í svaðið, verður hann besti varnarmaður deildarinnar á ný? Það eru svo margar spurningar sem koma upp, enginn veit hvað maðurinn er að hugsa.
Ég held þetta sé komið, ég afsaka vesturstrandar bíasinn en kannski ég ætti að skrifa eitthvað sérstakt um austurströndina einhverntímann, kannski bara. Að lokum ætla ég að koma með meistaraspá, þ.e hverjum ég spái NBA titlinum en ég ætla að segja að Boston endurtaki þetta árið og það verði mjög auðvelt. Það getur enginn staðið í vegi fyrir þeim, í alvöru. Hver ætlar að vinna þá, þeir eru með bestu vörnina, besta leikmanninn og besta þjálfarann. Ég tel mig geta fullyrt nokkuð örugglega að þeir sigli lygnann sjó að titlinum án þess svo mikið sem að svitna.
Tuesday, October 21, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment