Saturday, March 8, 2008

æi

Nú þegar það er eiginlega bara einn mánuður í að ég fari til Vancouver (eða Vancav eins og við köllum það á lingóinu... what up?) þá er ég einhvernveginn beggja blands. Það er erfitt að fara að heiman í heilt ár og svona langt í burtu, að mínu mati aðeins öðruvísi en t.d að fara til Danmerkur í 4 ár þegar hægt er að koma heim í stutta stund fyrir lítinn pening eða dukes og dukettes að koma í heimsókn (sem er endalasut pheitt). Samt er ég alls ekki að gera lítið úr þeirri stóru ákvörðun að halda til útlanda í lengri tíma hvert sem ferðinni er heitið. Nema kannski til Færeyja, ég geri hiklaust lítið úr þeirri "stóru" ákvörðun, Grænland væri erfitt þar sem gríðarlegum sjálfsmorðs, alkóhólista og nauðgunar tíðnum er erfitt að bægja frá sér.

(Ímyndið ykkur samt að vakna á morgnanna, stíga aðeins út fyrir, deyja úr kulda og horfa síðan yfir einhverja hvíta auðn þar sem ekkert sést. Eðlileg framvinda hugsana væri: 1."Djöfull ætla ég að drekka þangað til ég man ekki hvernig á að keyra." 2. "Djöfull ætla ég að fara að keyra." 3. "Djöfull ætla ég að nauðga í kvöld.")

Aftur að Vancav samt, þannig er nefnilega mál með vexti að ég er ótrúlega spenntur að sjá hvort ég sé í alvörunni það góður að skrifa að ég eigi að vera að læra þetta. Á sama tíma þarf ég að vera nógu góður að skrifa og vera nógu skipulagður og allt geta þetta skólasjitt til að komast í gegnum þetta.

Síðan eru þetta líka árin (c.a 20-28) þar sem maður ÞARF að gera eitthvað, hvort sem það er að byrja að vinna hjá einhverju fyrirtæki og vinna sig upp eða finna það sem mann langar að læra. Ég ætla ekki að detta út í einhverjar pælingar um "þessi ár" eða eitthvað svoleiðis kjaftæði en mig langar alveg fáránlega mikið að vinna við að skrifa eitthvað fyndið sjitt í framtíðinni, það væri helsjúkt. Ég væri að öllum líkindum áskrifandi að fúkkalyfjum eða eitthvað.

Komið fínt?

No comments: