Ég er ekki frá því að Dummy með Portishead sé einhver besta plata sem ég heyrt, ég hef líka fýlað hana frá því ég var svona 10 ára og fann diskinn hans Guðmundar einhverstaðar heima og hlustaði á hann á leiðinni til Indriða. Taktarnir eru bara alltof pheitir, alltof, ég eiginlega meika það ekki. Beth Gibbons er svo sem allt í lagi líka, er ekkert sjúkur í hana. Má samt alveg vera með, ég segji það ekki.
Ég var að á lesa á rúgbrauðinu umræðu um eina krónu sem ég af einhverjum ástæðum þekki betur sem fallna spýtu (en ok, skiptir engu. Það er bara skrítið þar sem ég ólst upp í sama hverfi og tók þar af leiðandi þátt í einhverjum leikjum sem ég hef haldið að væru fallin spýta en aðrir eina króna). Ég var, í minningunni, ruddalegur í fallinni spýtu aðallega af því ég var (og er) alveg ógeðslega fljótur að hlaupa. Það sem verra er þá minnir mig að ég hafi alltaf verið með einhverja bévítans stæla, hlaupa afturábak þegar ég vissi að viðkomandi væri ekki fara að ná mér/taka fram úr mér. Ömurlegt move. Ég samt tók ekki þátt í neitt rosa mörgum leikjum að mig minnir, aðallega af því ég átti heima frekar langt í burtu. Var ekki beint í hverfinu og í þessa daga þá var lítið verið að hringja á milli nema einstaka sinnum en það gæti líka verið af því ég var algjör fáviti, efa það samt stórlega.
Hversu gott er samt að blanda bestu tveim leikjunum í einn? Eltingarleikur og feluleikur í sama leiknum, helsjúkt.
Mér finnst frekar fyndið að vera tapsár í svona leikjum, það eru til krakkar sem bókstaflega fara að gráta ef þeir tapa í einhverjum svona leik. Ég held það stafi af ofdekrun forleldra, hlýtur að vera, ekki fæðast þau svona...?
Nölla Bónus: Metal Gear Solid 4 ("...metal gear?!?") kemst ekki á einn blu-ray disk... það er fáránlegt. Blu-ray diskar eru óginnilega stórir (ég held ég hafi verið að finna upp orð þarna) og hljóðrásin í leiknum kemst víst ekki fyrir.
Saturday, March 15, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment