Djöfull er ég ánægður með lakers, ég gæti verið skotinn í Sasha Vujacic á mjög gagnkynhenigðan máta. Í alvörunni, Sasha "The Machine" Vujacic er eins og Bruce Bowen ef Bruce Bowen gæti spilað sókn.
Allavega Celtics - Lakers í úrslitunum, serían sem allir vildu fá ekki satt?
(ég vil meina að jafnvel aðdáendur Spurs og Pistons hafi í rauninni viljað þessa seríu.)
Mér finnst líka að Spurs og Pistons ættu að spila upp á þriðja sætið í hugsanlega óvinsælustu 7 leikja seríu sem nba deildin hefur séð.
En aftur að C's og Lakers, Kobe er fokkin óstöðvandi. Hann hefur verið eins og Jordan endurholdgaður í þessari úrslitakeppni og ef Lakers vinna titilinn þá verð ég að segja að hann hlýtur að vera settur í sama klassa og fyrrnefndur Jordan, Magic og Bird. Það er að vísu örugglega bara af því ég er Lakers maður.
Kevin Garnett aftur á móti, hann er einn af þessum gæjum sem allir voni að vinni titilinn einn daginn, eins og Charles Barkley. En er hann í þeim klassa? Ég segji nei, málið er að Barkley gat borið lið á herðum sér hvenær sem er en Garnett hefur eiginlega bara átt tvö (núna) virkilega ruddaleg tímabil hvað tölur og árangur varðar, hann er (því miður) algerlega ófær um að taka yfir leiki sóknarlega þegar á þarf að halda og hann skýtur allt of mikið af löngum stökkskotum þegar það eru mjög fáir leikmenn í deildinni sem geta spilað vörn á hann.
En ok, Lakers - Celtics æfafornir erkifjendur með nýtt blóð í æðum. Ég skýt á Lakers í 6 leikjum aðallega af því Celtics hafa engann til þess að spila vörn á Kobe og Celtics eiga eftir að vera í miklum vandræðum með Pau og Odom, Garnett getur spilað vörn á þá báða en Perkins getur ráðið við hvorugan. Ég giska samt á að Garnett byrji á Odom af því Perkins gæti alveg eins verið fastur í kviksyndi þegar hann er að reyna að ráða við minn mann Lamar. Þá er spurning með Pierce... Radmanovic gæti komið með skóflu og sekk í vörnina en samt myndi hann ekki eiga breik. Fisher og Rondo er frekar jafnt matchup og bekkurinn hjá Lakers er sá besti í deildinni. Eigum við eitthvað að ræða þjálfara matchupið?
Doc Rivers er búinn að fokka svo mikið í ungu gaurunum í liðinu að þeir viti ekki hvort þeir eigi að koma eða fara. Ég held að Sam Cassel sé kominn með liðagigt en hann er samt að spila þó að Eddie House hafi alltaf staðið sig ruddalega vel þegar hann kemur inn á með ruglaða baráttu, fyrir utan það að hann getur skotið þar til sólin rís. Á meðan bekkurinn hjá Lakers er með fyrirfram ákveðna rotation þá gæti hvað sem er gerst hjá Doc, ég spái því að hann setji Jack Nicholson inn á til þess að spila vörn á Kobe í öðrum leikhluta í leik 4. Nicholson eða Danny Ainge.
"Ha, hvað meinarðu að þú sért hættur?"
Ég læt þetta nægja.
Saturday, May 31, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment