Þar sem úrslitakeppnin í NBA deildinni er að byrja núna eftir einhverjar vikur þá finnst mér rétt að fjalla aðeins um þau lið sem eiga hugsanlegan séns á að vinna titilinn. Það er allavega ekki rangt enda er erfitt að gera eitthvað rangt á síðu sem enginn fer nokkurn tíman inn á. Það er kannski rétt að minna á það að ég er ekki óhlutdrægur, ég held mikið með Lakers og hata þó nokkur önnur lið (lesist: öll lið sem geta unnið Lakers) ég reyni þó að vera eins sanngjarn og ég get þegar ég tala um NBA og vona að ég verði það líka þegar ég skrifa. Um að gera að detta í þetta...?:
Vestrið:
Vestrið er mjög villt akkúrat núna, jafn villt og Prikið c.a 99' skiljiði mig. Ég veit ekki hvernig Prikið var upp úr lokum síðustu aldar en er nokkuð viss um að tryllingur hafi verið algjör. Svona svipað og vestrið núna (er að reyna að halda mig við efnið). Það eru, að mínu mati, 6 lið sem eru núna inn í úrslitakeppninni sem eiga séns á einhverjum rósagjörðum (gera einhverjar rósir), ferð í hljómskálagarðinn skiljiði mig. Ég skipti þeim í nokkra flokka:
Ólíklegir til árangurs:
Dallas: Síðan að Kidd kom aftur hafa þeir eiginlega gert voða lítið, ég man ekki nákvæma tölfræði yfir það en það er nýtilkomið að þeir hafi unnið lið sem er með yfir 50% vinningshlutfall. Fyrir utan það að Avery Johnson er að verða þekktur fyrir það að "ofþjálfa" liðin sín og hugsa eiginlega og mikið samaber þegar hann ákvað að spila small ball við GState í úrslitunum á síðasta ári og að setja Kidd á bekinn þegar það eina sem hann þarf er tíma með liðinu inn á vellinum, það og einhverskonar tímavél... sem gerir hann svona 4 árum yngri.
Veit ekki með þá:
Pheonix: Shag Daddy kom sá og er búinn að sigra aðeins meira en helmingin af þeim leikjum sem hann hefur spila með Suns. Hann hefur að vísu haft mjög góð áhrif á Amare (sem á heiðurinn af einhverju versta gælunafni deildarinnar: STAT... í alvörunni... kommon) og hefur Stoudemire verið drepandi menn upp á síðkastið. Ég er nokkuð viss um að löggan sé að leita að honum, alríkislögreglan enda raðmorðingji... what up? Málið er samt að það er augljóst að þetta er farið að styttast í annan endann hjá Nash en hann hefur verið skelfilegur í vörn upp á síðkastið, í alvörunni hann gæti ekki stoppað Boris Diaw á leið sinni á hlaðborð (nei, bíddu það getur það enginn...) en hann er allavega orðinn jafnvel verri í vörn en hann var sem er ekki gott. Síðan er Grant Hill líka að gera gríðarlega gott mót fyrir þá og það verður að segjast að ökklarnir á honum er ekkert þeir áreiðanlegustu í bransanum. Ég myndi ekki setja mikinn pening á þá í veðmáli. En ef allt gengur upp eru þeir með feikinóg af hæfileikum til að vinna 4 leiki á móti hverjum sem er.
Utah: Boozer er góður, Deron er mjög góður. Þeir gera sitt það er ljóst, spurningin er: Hversu góður er Mehmet Okur í alvörunni og hvenær ætlar Jerry Sloan að borga lausnargjaldið til þess að mannræningjar sem stálu AK47 láti hann lausann? Í alvörunni, hver man eftir því þegar AK var að láta menn kúka í brækurnar þegar hann var settur á þá, ég meina hvern sem er. Hann averagaði einhver 3,3 blokk á leik og 1,5 stolinn í þokkabót, það er einhver doppelganger þarna í staðinn.
Já, það er alveg séns á sleik:
Ég ætla að setja restina af liðunum hérna, í þeirri röð sem ég held þau eigi heima.
#3. New Orleans: Chris Paul er fáránlegur, semí ómennskur moðerfokker. Hann er með góða menn með sér eins og Peja "choke city" Stojakovic og David West en ég held þeir gætu þurfti eitt ár í viðbót. Þetta er samt bara tilfinning og þeir geta unnið fjóra leiki á móti hvaða liði sem er í deildinni en reynslan vegur þungt. Þeir eru ekki búnir að leggja nóg inn á bankann... reynslubankann.
#2. Laker: Spurning með Bynum, hvernig kemur hann til baka? Eru dunkin' donuts búnir að fara vel með bumbuna? Dude meiddist á hné, það er ekkert grín fyrir 100 kílóa skrokk að koma til baka eftir svoleiðis og svo eru þeir bara að spila nógu fjandi vel. Lamar Odom er i einhverri geðsýki, ég er nokkuð viss um að hann fari á geðsjúkarhús milli leikja, hann er í alvörunni búinn að vera fáránlegur. Gasol er greinilega bara ógeðslega góður, einn af þessum gæjum sem þarf einhvern sem er betri en hann til að spila eins vel og hægt er. Það sem hræðir mig er hins vegar að Odom þurfi að hitta úr einhverjum clutch skotum sem ég veit ekki til að hann hafi nokkurn tíman gert á ferlinum.
#1. Spurs: Þeir vinna þetta pottþétt, í alvörunni titillinn er kominn hús. Það þarf eiginlega ekki að ræða þessi mál frekar. Þegar Ginobili kemur aftur þá cruisea þeir í gegnum alla vestan megin og taka Boston 4-3 í úrslitunum. Timmy D verður meiri hetja (G.I Joe semí), og Tony Parker gerir annað myndband.
(Þetta var eiginlega bara til þess að jinxa Spurs, ég trúi þessu ekki beint... ekki segja neinum.)
Austrið er grútleiðinlegt, nenni ekki að spá í það einu sinni. Boston, Pistons eða Cavs koma út úr austrinu, case closed.
Monday, April 14, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ég hef fulla trú á að Suns slái Spurs út og fari alla leið. Það verður samt erfitt því Tony P. mun skora 72 stig í leik á Nash.... En á móti mun Nash vera með 25 stoð í leik þannig að þetta jafnast út.
Ég hef líka fulla trú á því að Kobe averagei 50 stig á leik í gegnum úrslitakeppnina og Lakers vinni... alltaf.
Post a Comment