það er sjaldan sem ég ákveð bara að skrifa eitthvað blogg án þess að hafa góða hugmynd um viðfangsefni eða annað slíkt, að vísu lítur örugglega oft út fyrir að ég hafi enga hugmynd um hvað ég er að gera og viti jafnvel ekki almennilega hvað viðfangsefni þýðir. Það er samt efni í aðra og betri færslu að mínu mati. Núna ætla ég að láta hugann reika og skrifa bara það sem mér dettur í hug.
Við (Valur) unnum Hött frá egilstöðum með tæpum 50 stigum í gær. Ég er eiginlega búinn að ákveða að fara að kalla mig örbylgjuofninn þar sem ég gerði vel í halda 20 stigunum mínum per 40 mínútur á lífi með því að skora 8 stig á 15 mínútum. En nóg um mig, Jayson Harden eða Jay Hard eins og allir ættu að kalla hann átti gjörsamlega helsjúka troðslu yfir svona 3 gæja. Spin baseline, upp á báðum, menn að reyna að vera hetjur, schmetti komin á plaköt. Það mætti segja að hann hafi verið soldið eins og Alan Rickman í Die Hard, var ekkert að láta neinn komast upp með neina hetjustæla og útkoman var eins og ef John McClane hefði ekki verið á svæðinu. Þ.e rúst.
Lakers eru að brjótast í gegnum deildina eins og stjórnlasu vörulest, það er hægt að sjá skrambúleringu og gríðarlegar skemmd egó í vöku þeirra hvert á land (USA) sem farið er. Það fer mjög mikið eftir því hvernig Andrew Bynum nær að jafna sig af þessum meiðslum hvort þeir nái titlinum en ég hugsa að þeir séu betri en Dallas og Pheonix sem ákváðu að eyðileggja liðin sín af einhverjum ástæðum. Æi, kannski batnar það hjá þeim þessum elskum, ég veit það ekki. Spurs eru samt langlíklegastir og eiga örugglega eftir að vinna þetta allt frekar auðveldlega (jinx...?).
Héðan af vil ég að allir byrji að jinxa Spurs eins mikið og hægt er og ef verið er að tala um NBA nálægt ykkur þá segjiði (hugsanlega upp úr þurru) "Allt sem ég veit er að það á enginn séns í Spurs, ekki neinn, engann séns." Það kemur hugsanlega vandræðaleg þögn en hún verður þess virði.
Það lítur út fyrir að körfubolti hafi verið á huga mínum þennan daginn og fagna ég því, af hverju ekki?
Saturday, March 8, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment