Jæja, ég flaug í samanlagt svona 13 tíma og var í svona 20 mínútur í leigubíl en ég komst á leiðarenda. Þetta var mjög fokked til að byrja með þar sem ég er aleinn á efri hæðinni í þessu húsi. Gellan sem á að búa hérna er í fríi í skólanum og fór þess vegna eitthvert og einn gaur flutti út og annar er líka í fríi svo ég er búinn að vera aleinn að horfa á NBA síðustu daga. Að vísu horfði ég smá á hafnabolta og íshokkí í gær þar sem enginn NBA leikur var sýndur. Það furðu rólegt og notalegt að horfa á hafnaboltaleik þó maður skilji ekki neitt. Þetta er allt svo einfalt á meðan það er fokked flókið á sama tíma þ.e.a.s ef maður er að reyna að fylgjast með einhverjum stats og einhverju sjitti. Ég reyndi ekki að fylgjast með stats. Þar sem ég hef ekki verid með tölvu síðustu daga þá hef ég haft rosa lítið að gera og farið alltof oft niðrí bæ. Sumir myndu segja: "Og hvað með það?" þegar þessir sumir myndu fatta að ég þarf að taka 20 mínútna strætó niðrí bæ myndi ég líklega geta soðið egg í schmettinu á þeim (what up?). Ég, til að mynda, fór 3svar niðrí bæ á þriðjudaginn. Í fyrsta skipti á svona orientation fyrir nemendur frá öðrum löndum en kanada, hittir þar gellu frá einhverju símafyrirtæki sem sagði mér að koma að hitta hana til að fá kandískt númer (604-781-1403, landsnúmerið er 1, virkilega gott að hringja í mig á fyllerí af því þegar klukkan er 3 um nótt hjá ykkur er hún 8 hjá mér) klukkan 4. Síðan rakst ég á einhverjar gellur sem eru í skólanum og þær sögðu mér að mæta á einhverja krá þar sem einhverjir krakkar ætluðu að hittast um c.a 8.
Ég ætla að búa til nýja málsgrein núna.
Þetta gerði ég allt saman. Fór heim um 1 leytið og kom aftur klukkan 4, fór svo heim um 5 leytið og kom aftur klukkan 8. Fékk mér 3 eða 4 bjóra og kom heim klukkan c.a hálf 12. Ágætis dagur nema að vinstra hnéð mitt er eitthvað í fýlu. Það var bara að segja eitthvað "Gaur, hvað ertu að spá að labba svona mikið?" og ég var bara "Við erum í Kanada, hvað á ég að gera kaupa mér Cadillac?" Þá sagði hnéð mitt bara "Oh, snap" og þagði.
Góð saga.
Thursday, May 1, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment