Ok, ég veit ég var að kvarta um skólann í síðasta bloggi en ég verð að gera meira af því.
Málið er einfaldlega þetta: þessi skóli er lélegur og það er ekki hægt að fara eitthvað í kringum það. Það eru, með mér, 5 gæjar sem geta skrifað eitthvað af viti í 10 manna bekk og þegar ég segji skrifa eitthvað af viti meina ég að hinir 5 ættu ekki að koma nálægt skrifum, ég er ekki einu sinni það góður en ég er augljóslega einn af þeim betri í bekknum.
Það er enginn sem segjir neitt heldur, það er bara verið að líða einhver ömurlegheit. Til að mynda er held ég enginn með neitt rosalega góða sögu í kvikmyndinni sinni af því það var enginn tími settur í söguna. Við áttum bara að skrifa, það gengur ekkert upp. Hvernig á maður að skrifa sögu sem maður veit ekkert um? Ég á í miklum erfiðleikum með að réttlæta veru mína í þessum skóla akkúrat núna, ég hef einungis eitt jákvætt um þetta allt að segja: ég er búinn að bæta mig sem rithöfundur. Ekki það að ég sé rithöfundur en ég er nær því að sjá mig geta skrifa, til dæmis, skáldsögu, ef ég hefði nógu góða sögu.
Ég er gríðarlega pirraður á þessu öllu saman og ofan á það, ef þið finnið einhvern sem er eitthvað góður í að skrifa handrit eða búa til bíómyndir getið þið veðjað kúlunum ykkar upp á það að viðkomandi hefur ekki klárað kvikmyndaskóla.
Fjandinn hafi það.
Wednesday, October 1, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment