Ég var að enda við að horfa á leik 3 og þetta var mjög skrítinn leikur. Það er erfitt að segja hvort að Lakers hafi verið heppnir að vinna eða hvort þeir hefðu átt að vinna með meiri mun.
Málið er að Odom og Gasol sameinuðust um einhver 16 stig eða minna og Pierce og Garnett voru eitthvað svipað samanlagt, kannski aðeins meira. Þá er spurningin hvort liðið ætti að vinna þegar tveir máttarstólpar geta ekki skorað? Ég á erfitt með að svara þessari spurningu, en svarið er hugsanlega að finna í Vujacic ef hann hefði ekki átt leik lífs síns (20 stig) þá hefðu Lakers tapað þannig að það mætti segja að Boston hafi látið þennan leik renna sér úr greipum. Aftur á móti er ég nokkuð viss um að Svarta Mamban hefði ekki tapað þessum leik, nokkurntíman þ.e aldrei. Hann var gjörsamlega óstöðvandi með 36 stig á rúmlega 20 skotum, þegar Kobe skýtur þannig er erfitt að stoppa Lakers, kannski var þetta bara alveg eins og ef fyrrnefndir máttarstólpar hefðu átt ágætisleiki nema að skorið hefði verið 100 og eitthvað - 100 og eitthvað og L.A hefðu unnið?
Þetta er sem sagt svarið við spurningunni: þetta var venjulegur leikur og Lakers unnu ég vil þess vegna meina að Gasol, Odom og bekkurinn þurfi að eiga meðal eða slæman leik og Boston þríeykið þurfi að eiga ágætisleik til þess að Boston vinni en ef Lakers mennirnir eiga góðan leik þá eru grænir í vandræðum og þurfa að fá menn til þess að stíga all svaðalega upp. Eitthvað sem er mjög vel mögulegt.
Tuesday, June 10, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment