Ég, persónulega, er ekki mjög mikið fyrir að kynnast fólki. Ég einfaldlega er ekkert rosa góður í því. Annaðhvort byrja ég að tala of mikið og segji bara eitthvað rugl (gerist ekki oft) eða þá að ég finn ekkert til þess að segja eftir þetta sjálfvirka rabb en það hefur ekki reynt á þetta mjög lengi þar sem ég var alfarið farinn að forðast það að kynnast nýju fólki á Íslandi, var bara mjög sáttu við þann hóp fólks sem ég þekkti.
Ég var sem sagt í partýi í gær þar sem ég þekkti ekkert rosa mikið af fólki (kannski svona 6 manns og ég kynntist þeim á þriðjudaginn) og ég átti sem sagt um það bil 8 samtöl við 8 mismunandi einstaklinga sem voru öll alveg nákvæmlega eins: "Hæ, ég heiti Blabla." "Skrítið nafn, hvaðan ertu?" "Frá Íslandi? Vá, það er langt í burtu." Ég reyndi eins og ég mögulega gat að vera almennilegur þar sem allir voru mjög skemmtilegir í þessi partýi og almennilegir við mig. Málið er bara að þegar þú ert búinn að segja sömu söguna 8 sinnum þá ertu orðin mjög góður að segja hana í svona 3 skiptið og ert hættur að nenna að segja nokkurn skapaðan hlut í hið áttunda. Mér finnst líka persónulega ekki spennandi að vera alltaf að spyrja sömu spurninganna þó maður verði vissulega að gera það líka til þess að komast framhjá vandræðalega levellinu og byrja í rauninni að kynnast viðkomandi. Það er líka voða leiðinlegt að vera búinn að vera tala við einhvern í ákveðinn tíma og fatta svo að viðkamdi er drulluleiðinleg/ ur og finnst þú líka vera leiðinlegur.
Allavega, þetta partý var fínt nema hvað að ég átti engann bjór þar sem ég gat ekki tekið neinn pening út af kreditkortinu mínu. Þess vegna fór ég heim þegar þau voru að ákveða hvort þau ættu að fara inn á einhvern djassklúbb... sem var að spila James Brown.
Saturday, May 3, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þú veist náttúrulega að hefðiru átt bjór hefði þetta partý verið allt öðruvísi. Ekkert samtal verið eins og allir verið skemmtilegir.
Orsök - afleiðing, sorry með það.
Post a Comment