Ég hef komist að því undanfarið hvað mér finnst lygilega gaman að skrifa bull, eitthvað sem er svo ótrúlega fáránlegt að það meikar eiginlega ekki sens. Til dæmis höfum við félagarnir hérna úti (www.verbalconfetti.com) verið að leika okkur að því að skrifa feik auglýsingar (trailera) fyrir bíómyndir. Minn var mjög mikið rippoff af Die Hard 3 nema að myndin snýst um lögreglumann sem hefur verið vísað frá störfum tímabundið af því hann er heróinfíkill. Hann þarf að koma aftur til þess að stoppa finnskt teymi hryðjuverkamanna en þeir eru allir sérfræðingar í sprengiefnum, myndin heitir "The Explosionist."
Ef lesendur (lesandi vill) vilja get ég sent þeim þennan trailer á msn eða e-mail eða eitthvað en mér finnst hann dáldið skondinn.
Við erum líka að skrifa stuttmyndir sem verða teknar upp og ég er soldið að stela frá fóstbræðrum í minni mynd en það er semí spoof af svona týpískri nemanda mynd sem er úber dramatísk en með hræðilegum samræðum og allskonar "continuity" villum (eins og sápuóperan í fóstbræðrum þar sem fólk er allt í einu með öðruvísi bindi og hatta milli setninga). Virkilega hressandi að vera sáttur með vinnuna sína.
Eitt af því sem ég er ótrúlega ósáttur með núna er 30 Rock þátturinn minn, djöfull sýgur hann mikið af typpum.
Wednesday, November 26, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment