Það tala margir um málefnalega umræðu þessa daganna sem og aðra. Alltaf er málefnaleg umræða ú sjónvarpinu, við matarborðið, í vinahópnum og jafnvel í partýum (fyrir klukkan fyllerí... what up?). Ég persónulega er orðinn þreyttur á málefnalegri umræðu, mig langar að sjá ómálefnalega umræðu þar sem gæjar segja bara það sem þeim finnst og reyna síðan móðga hinn gæjan (gelluna) næsta klukkutímann, hugsanlega með bröndurum um getuleysi og mömmur. Það væri virkilega gott sjónvarpsefni, efni sem ég myndi ekki skipta af ef ske kynni að ég væri að horfa á sjónvarpið þegar væri í gangi.
En er málefnaleg umræða yfir höfuð mikið brúkuð? Ég vil meina alls ekki, þættir eins og silfur Egils og kastljósið eða eitthvað eru í grunninn bara fólk að rífast og það kemst aldrei, og ég fullyrði, aldrei nein niðurstaða í málið. Aftur á móti fær hvor aðili fyrir sig að kynna sinn málstað og komast í sjónvarpið... sem er feitt og það finnst flestum að gaman að horfa á þetta sérstaklega ef áhorfandi hefur sjálfur afstöðu í málinu og getur rifist við sjónvarpið sitt. Vissulega eru þessar umræður mun málefnalegri en margar aðrar en yfirleitt byggjast þau rök sem komin eru með á einhverjum rannsóknum eða skýrslum sem nánast enginn (eða að minnsta kosti lítill prósenta áhorfenda) hefur séð, lesið eða aðgang að. Þess vegna pæli ég stunudum í það að hugsanlega séu menn bara blákalt að ljúga: "Eins og sést í skýrslu Jóhanns Gunnarssonar Prófessors í náttúrufræði þá er mun minni mengun í Reykjavík en fyrir um áratug síðan..." Það er að öllum líkindum ekki til neinn Jóhann Gunnarsson Prófessor og ég er nokkuð viss um að hann hafi ekki skrifað neina skýrslu, skiljiði mig.
Ég efa samt stórlega að þeir geri þetta í alvörunni.
Fyrst ég er kominn út í mengun þá kom bróðir minn, sem veit eitthvað smá um bíla með ótrúlegan punkt um daginn sem ég efa ekki að sé sannur. Hann hljómaði á þá leið að umhverfisvænasti bíllinn sem hægt væri að kaupa í dag væri eldgamall Dodge Wrangler þó hann sé með 8 lítra (eða 12, ég veit ekki meir) vél og "mengi" eins og moðerfokker þá er hann allur úr járni og hægt að bomba honum inni í brennslu ofn og hann brennur bara niður. Gerir það ekki með Toytoa Primus eða hvað sem hann heitir. Þessar twin snakes (ég veit þær heita það ekki) vélar eru bara blekking, það er verið að moka skít á kaupandann meðan skyrpt er í andlit hans.
Saturday, March 29, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment