Monday, October 20, 2008

Sketchur

Ég tel rétt að segja frá því að ég er nokkuð ánægður í skólanum sem stendur, 30 Rock handritið mitt var ekki eins gott og ég hélt það hefði verið en núna erum við að skrifa sketchur (líkar ekki við þetta orð en hvað á maður að gera?) fyrir sýningu sem verður sett saman í lok næstu annar. Ég og tveir félagar mínir ákváðum að hópa okkur saman og skrifa 6 sketchur (djöfullinn) saman. Við fengum nokkrar hugmyndir sem ég er nokkuð stoltur af.

1. Ótrúlega lélegt leikrit sem á að gerast í Rússlandi fyrir bytlinguna eða eitthvað álíka. Trotchski er ný horfinn eða eitthvað álíka. Gömul kona og maður ræða hvað þau eigi lítinn mat, einungis eina kartöflu og hvað þau sjái eftir syni sínum, Dimitri, sem þau hafa ekki séð í sex ár. Dimitri mætir á svæðið stuttu seinna og Rússneska "secret police" á eftir honum. Lögreglan dregur hann út á götu og skýtur hann, dregur manninn í gúlagið og tekur kartöfluna af konunni, þetta er allt sama mjög dramatískt.

2. Tveir gæjar reyna að spila borðtennis en hvorugur þeirra kemur með kúlu. Þeir ræða málin í 4 mínútur.

3. Handrit að Jeapordy, engir brandarar. Pælið í það að ætla að horfa á einhvern geggjað fyndin "sketch show" og síðan kemur þáttur að af jeapordy og það er ekkert fyndið við hann.

4. Gæji í hjólastól kemur inn í íþróttavörubúð með sprungið dekk og vantar hjálp en sölumaðurinn reynir að selja honum skíði og hlaupaskó.

5. Hitler og félagar finna upp nasista heilsuna.

Sjötta atriðið er ekkert sérstakt. Uppáhaldið mitt er lélega leikritið, ótrúlegt að mínu mati en hjólastóla atriðið er líka mjög fyndið með línur á borð við:

Sölumaðurinn setur hlaupaskóinn á vinstri fót mannsins í hjólastólnum:

maðurinn í hjólastólnum: "Ég finn ekki fyrir fótunum mínum."
Sölumaður: "Ég veit, þeir eru svooooo þægilegir."

Yfirmaður sölumannsins kemur síðan, það kemur í ljós að gæjinn vinnur ekki lengur þarna en er alltaf að koma inn í búðina samt. Sölumaðurinn gengur út:

"Ok, ég fer í mat. Sé þig á eftir."
"Nei, ekki koma hingað aftur, ef þú kemur hingað aftur þá drep ég þig," og hann meinar það. Ekki innantóm hótun, ef sölumaðurinn kemur aftur þá deyr hann.

Mér finnst þetta allaveganna alveg mjög fyndið.

3 comments:

Unknown said...

hahaha.. ég er sammála með íþróttabúðina... ég væri til i að sjá það framkvæmt, mjög góð hugmynd, ég sé t.d. will farrel vel fyrir mér sem sölumanninn... geturu plöggað því?

Magnús Björgvin Guðmundsson said...

Ekki málið, sendi honum Facebook message og þetta er komið í pokann.

Unknown said...

va maggi, mer hefur aldrei leidst jafn mikid i kvold.. og sama hvad hefur skeifan ekki farid af vorum minum en va hvad eg hlo thegar eg las thessa faerslu!!!
tharf greinilega ad lesa bloggid thitt oftar!
"eg veit their eru svo thaegilegir"
hahaha
thegar eg vann i svona bud var thessi lina mikid notud.. nema i stad thaegilegir var thad "lettir"