Thursday, April 17, 2008

Gott Plan

Ég er að fara til Kanada eftir 8 daga, tæknilega séð 9 daga þar sem ég flýg fyrst til Englands og síðan til Vancouver daginn eftir. Það er frekar stutt, næsta helgi verður þar af leiðandi síðasta helgin mín á Íslandi í heilt ár. Það er frekar mikið, stórt ef skiljið hvað ég meina. Það góða er að mig er loksins farið að hlakka til fararinnar, búinn að sætta mig við af hverju ég er að missa með því að fara o.s.frmv. Þessi helgi verður því að öllum líkindum illuð, það er tveggja skrefa plan í gangi, bæði enda vonandi mjög svipað.

Skref 1.

Ég og Gísli ætlum að fara í ríkið beint eftir að ég er búinn í vinnunni og kaupa bjór og mikið af honum, síðan ætlum við bara að sötra einhverstaðar í langan tíma. Chilla, með stóru cé-i (og L-um líka ef út í það er farið). Ef einhver vill joina þá er það velkomið. Það er samt svo geðveikt að byrja að drekka snemma því þá fer maður oftast heim klukkan 1 eða 2 og verður ekkert þunnur daginn eftir. Ef maður fer heim seinna er hægt að bóka eitthvað trylltasta fyllerí sem sögu fara af þar sem þú ert búinn að vera að í hálfan sólarhring eða eitthvað... sem er sjúkt.

Skref 2.

Kveðjupartý sem ég veit ekkert um, mér skilst að einhverjir ætli að smakka smá... kökur.

Ekkert sérstök færsla en samt sem áður... kommon.

2 comments:

Sveinn P. said...

Shit Magnús, það er sjúklega langt í að við sjáum hvorn annan. Sumarið 2009 finnst mér mjög líklegt en það er suddalega langt.

Anonymous said...

Motherfuck, þú ert undir pressu eftir gæði síðustu færslna. Aldrei að afsaka sig, það hefur aldrei gengið neinstaðar. Þetta shit er undirbúningur fyrir framtíðina þegar þú þarft að delivera einhverju gúmmelaði on point on the spot and on the go, ekkert rugl. Ég er ánægður með að þú sért að fara, þú ert að staðna hérna. Ég vona semi að ég sjái þig aldrei aftur.