Saturday, March 29, 2008

Schmálefnalegt

Það tala margir um málefnalega umræðu þessa daganna sem og aðra. Alltaf er málefnaleg umræða ú sjónvarpinu, við matarborðið, í vinahópnum og jafnvel í partýum (fyrir klukkan fyllerí... what up?). Ég persónulega er orðinn þreyttur á málefnalegri umræðu, mig langar að sjá ómálefnalega umræðu þar sem gæjar segja bara það sem þeim finnst og reyna síðan móðga hinn gæjan (gelluna) næsta klukkutímann, hugsanlega með bröndurum um getuleysi og mömmur. Það væri virkilega gott sjónvarpsefni, efni sem ég myndi ekki skipta af ef ske kynni að ég væri að horfa á sjónvarpið þegar væri í gangi.

En er málefnaleg umræða yfir höfuð mikið brúkuð? Ég vil meina alls ekki, þættir eins og silfur Egils og kastljósið eða eitthvað eru í grunninn bara fólk að rífast og það kemst aldrei, og ég fullyrði, aldrei nein niðurstaða í málið. Aftur á móti fær hvor aðili fyrir sig að kynna sinn málstað og komast í sjónvarpið... sem er feitt og það finnst flestum að gaman að horfa á þetta sérstaklega ef áhorfandi hefur sjálfur afstöðu í málinu og getur rifist við sjónvarpið sitt. Vissulega eru þessar umræður mun málefnalegri en margar aðrar en yfirleitt byggjast þau rök sem komin eru með á einhverjum rannsóknum eða skýrslum sem nánast enginn (eða að minnsta kosti lítill prósenta áhorfenda) hefur séð, lesið eða aðgang að. Þess vegna pæli ég stunudum í það að hugsanlega séu menn bara blákalt að ljúga: "Eins og sést í skýrslu Jóhanns Gunnarssonar Prófessors í náttúrufræði þá er mun minni mengun í Reykjavík en fyrir um áratug síðan..." Það er að öllum líkindum ekki til neinn Jóhann Gunnarsson Prófessor og ég er nokkuð viss um að hann hafi ekki skrifað neina skýrslu, skiljiði mig.

Ég efa samt stórlega að þeir geri þetta í alvörunni.

Fyrst ég er kominn út í mengun þá kom bróðir minn, sem veit eitthvað smá um bíla með ótrúlegan punkt um daginn sem ég efa ekki að sé sannur. Hann hljómaði á þá leið að umhverfisvænasti bíllinn sem hægt væri að kaupa í dag væri eldgamall Dodge Wrangler þó hann sé með 8 lítra (eða 12, ég veit ekki meir) vél og "mengi" eins og moðerfokker þá er hann allur úr járni og hægt að bomba honum inni í brennslu ofn og hann brennur bara niður. Gerir það ekki með Toytoa Primus eða hvað sem hann heitir. Þessar twin snakes (ég veit þær heita það ekki) vélar eru bara blekking, það er verið að moka skít á kaupandann meðan skyrpt er í andlit hans.

Saturday, March 15, 2008

Ég er ekki frá því að Dummy með Portishead sé einhver besta plata sem ég heyrt, ég hef líka fýlað hana frá því ég var svona 10 ára og fann diskinn hans Guðmundar einhverstaðar heima og hlustaði á hann á leiðinni til Indriða. Taktarnir eru bara alltof pheitir, alltof, ég eiginlega meika það ekki. Beth Gibbons er svo sem allt í lagi líka, er ekkert sjúkur í hana. Má samt alveg vera með, ég segji það ekki.

Ég var að á lesa á rúgbrauðinu umræðu um eina krónu sem ég af einhverjum ástæðum þekki betur sem fallna spýtu (en ok, skiptir engu. Það er bara skrítið þar sem ég ólst upp í sama hverfi og tók þar af leiðandi þátt í einhverjum leikjum sem ég hef haldið að væru fallin spýta en aðrir eina króna). Ég var, í minningunni, ruddalegur í fallinni spýtu aðallega af því ég var (og er) alveg ógeðslega fljótur að hlaupa. Það sem verra er þá minnir mig að ég hafi alltaf verið með einhverja bévítans stæla, hlaupa afturábak þegar ég vissi að viðkomandi væri ekki fara að ná mér/taka fram úr mér. Ömurlegt move. Ég samt tók ekki þátt í neitt rosa mörgum leikjum að mig minnir, aðallega af því ég átti heima frekar langt í burtu. Var ekki beint í hverfinu og í þessa daga þá var lítið verið að hringja á milli nema einstaka sinnum en það gæti líka verið af því ég var algjör fáviti, efa það samt stórlega.

Hversu gott er samt að blanda bestu tveim leikjunum í einn? Eltingarleikur og feluleikur í sama leiknum, helsjúkt.

Mér finnst frekar fyndið að vera tapsár í svona leikjum, það eru til krakkar sem bókstaflega fara að gráta ef þeir tapa í einhverjum svona leik. Ég held það stafi af ofdekrun forleldra, hlýtur að vera, ekki fæðast þau svona...?

Nölla Bónus: Metal Gear Solid 4 ("...metal gear?!?") kemst ekki á einn blu-ray disk... það er fáránlegt. Blu-ray diskar eru óginnilega stórir (ég held ég hafi verið að finna upp orð þarna) og hljóðrásin í leiknum kemst víst ekki fyrir.

Saturday, March 8, 2008

æi

Nú þegar það er eiginlega bara einn mánuður í að ég fari til Vancouver (eða Vancav eins og við köllum það á lingóinu... what up?) þá er ég einhvernveginn beggja blands. Það er erfitt að fara að heiman í heilt ár og svona langt í burtu, að mínu mati aðeins öðruvísi en t.d að fara til Danmerkur í 4 ár þegar hægt er að koma heim í stutta stund fyrir lítinn pening eða dukes og dukettes að koma í heimsókn (sem er endalasut pheitt). Samt er ég alls ekki að gera lítið úr þeirri stóru ákvörðun að halda til útlanda í lengri tíma hvert sem ferðinni er heitið. Nema kannski til Færeyja, ég geri hiklaust lítið úr þeirri "stóru" ákvörðun, Grænland væri erfitt þar sem gríðarlegum sjálfsmorðs, alkóhólista og nauðgunar tíðnum er erfitt að bægja frá sér.

(Ímyndið ykkur samt að vakna á morgnanna, stíga aðeins út fyrir, deyja úr kulda og horfa síðan yfir einhverja hvíta auðn þar sem ekkert sést. Eðlileg framvinda hugsana væri: 1."Djöfull ætla ég að drekka þangað til ég man ekki hvernig á að keyra." 2. "Djöfull ætla ég að fara að keyra." 3. "Djöfull ætla ég að nauðga í kvöld.")

Aftur að Vancav samt, þannig er nefnilega mál með vexti að ég er ótrúlega spenntur að sjá hvort ég sé í alvörunni það góður að skrifa að ég eigi að vera að læra þetta. Á sama tíma þarf ég að vera nógu góður að skrifa og vera nógu skipulagður og allt geta þetta skólasjitt til að komast í gegnum þetta.

Síðan eru þetta líka árin (c.a 20-28) þar sem maður ÞARF að gera eitthvað, hvort sem það er að byrja að vinna hjá einhverju fyrirtæki og vinna sig upp eða finna það sem mann langar að læra. Ég ætla ekki að detta út í einhverjar pælingar um "þessi ár" eða eitthvað svoleiðis kjaftæði en mig langar alveg fáránlega mikið að vinna við að skrifa eitthvað fyndið sjitt í framtíðinni, það væri helsjúkt. Ég væri að öllum líkindum áskrifandi að fúkkalyfjum eða eitthvað.

Komið fínt?

Bara

það er sjaldan sem ég ákveð bara að skrifa eitthvað blogg án þess að hafa góða hugmynd um viðfangsefni eða annað slíkt, að vísu lítur örugglega oft út fyrir að ég hafi enga hugmynd um hvað ég er að gera og viti jafnvel ekki almennilega hvað viðfangsefni þýðir. Það er samt efni í aðra og betri færslu að mínu mati. Núna ætla ég að láta hugann reika og skrifa bara það sem mér dettur í hug.

Við (Valur) unnum Hött frá egilstöðum með tæpum 50 stigum í gær. Ég er eiginlega búinn að ákveða að fara að kalla mig örbylgjuofninn þar sem ég gerði vel í halda 20 stigunum mínum per 40 mínútur á lífi með því að skora 8 stig á 15 mínútum. En nóg um mig, Jayson Harden eða Jay Hard eins og allir ættu að kalla hann átti gjörsamlega helsjúka troðslu yfir svona 3 gæja. Spin baseline, upp á báðum, menn að reyna að vera hetjur, schmetti komin á plaköt. Það mætti segja að hann hafi verið soldið eins og Alan Rickman í Die Hard, var ekkert að láta neinn komast upp með neina hetjustæla og útkoman var eins og ef John McClane hefði ekki verið á svæðinu. Þ.e rúst.

Lakers eru að brjótast í gegnum deildina eins og stjórnlasu vörulest, það er hægt að sjá skrambúleringu og gríðarlegar skemmd egó í vöku þeirra hvert á land (USA) sem farið er. Það fer mjög mikið eftir því hvernig Andrew Bynum nær að jafna sig af þessum meiðslum hvort þeir nái titlinum en ég hugsa að þeir séu betri en Dallas og Pheonix sem ákváðu að eyðileggja liðin sín af einhverjum ástæðum. Æi, kannski batnar það hjá þeim þessum elskum, ég veit það ekki. Spurs eru samt langlíklegastir og eiga örugglega eftir að vinna þetta allt frekar auðveldlega (jinx...?).

Héðan af vil ég að allir byrji að jinxa Spurs eins mikið og hægt er og ef verið er að tala um NBA nálægt ykkur þá segjiði (hugsanlega upp úr þurru) "Allt sem ég veit er að það á enginn séns í Spurs, ekki neinn, engann séns." Það kemur hugsanlega vandræðaleg þögn en hún verður þess virði.

Það lítur út fyrir að körfubolti hafi verið á huga mínum þennan daginn og fagna ég því, af hverju ekki?