Tuesday, August 26, 2008

Biðin er á enda marrafakkaz!

Loksins, loksins, loksins eins og einhver sagði í ritdómi um Sjálfstætt fólk að ég held. Luke's New Couch er komin á youtube og fólk fer að tryllast. Ég er allavega að tryllast.

Skoðið dýrðina:

Monday, August 11, 2008

While he's out to all star weekend to ball

I'm coming with the U-haul.

Mér finnst þetta eiga við þar sem ég er að fara að flytja í byrjun næsta mánaðar. Það verður vonandi feitt þar sem ég verð niðrí bæ með my homies og við getum chillað meira. Ég verð að segja að ég er yfirkvikmyndaskólaður á því núna og sem betur fer erum við að fara í 10 daga frí í næstu viku, það verður svo ruddalegt að ég veit ekki hvað.


Ég sakna þess að fara í sund, ég ætla að reyna að fara í sund í fríinu einhvernveginn. Ég þarf að reyna að minnsta kosti.

Jámm, ég hef ekki hugmyndum hvert ég er að fara með þennan póst...

Það var planað að fara í útileigu en sem betur fer var hætt við. Það hefði örugglega verið gaman með rétta fólkinu en ég hefði farið með ranga fólkinu. FP nemunum, FP stendur fyror film production og allt þetta lið eru eins og beljur á vorin. Þau er eki öll þannig, það er ein gella sem er drullu fín á því og önnur sem er eins sinnep á McDonalds borgara, manni er alveg sama þó hún sé þarna en hún breytir ekki miklu. Maður tæki ekki eftir því ef hún færi skiljiði mig. Hitt liðið er gjörsamlega tryllt á því allan tíman, mér líður eins og ég sé á fyrsta ári í MH nema ég er ég núna og allir aðrir eru 16 ára.

Þau eru samt flest 19+.

Wednesday, August 6, 2008

Random Sjitt

Ég ætla að byrja á því að láta alla sem lesa þetta vita að ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að skrifa um. Ég fór til Viktoríu sem er á Vancouver Island um helgina, það tíma og peningasóun á hæsta klassa. Við fórum á mánudegi og komum aftur á mánudegi og gerðum ekkert nema eyða pening í mat. Ég hitti líka alveg frábæra konu sem keyrði okkur aftur í ferjuna og þegar ég segji frábær meina ég hræðileg. Ég átti sem sagt ekkert rosa góða verzlunarmanna helgi, betra en að fara á þjóðhátið hvenær sem er. Ég var eiginlega að fatta að ég hata útihátíðir alveg tussu mikið, ég get ekki ímyndað mér að ég myndi skemmta mér eitthvað geggjað vel á slíkum skemmtunum. Jafnvel einhverju langveiku sjitti eins og Hróarskeldu þar sem mér finnst ekki eins gaman á tónleikum og mér ætti að finnast. Ég held ég sé ekki að nota nógu mikið af eiturlyfjum þar, ég nefnilega nota aldrei eiturlyf og þarf held ég að fara að vinna í þeim efnum (bókstaflega... vinna í þeim efnum... ó já).

Allavega, ég veit ekki af hverju mér finnst ekki það gaman á tónleikum. Það gæti verið af því ég hef ekki farið á tónleika enn sem höfða gríðarlega til mín. Premier var að vísu suddalegur, hann var á dánarbeðinu skiljiði mig (djöfull finnst mér gaman að þessu) og það var líka drullu gaman þar. Þangað til að Gísli lenti næstum því í slag og ég (af öllum mönnum) þurfti að ganga í milli eins og Jónas.

Það er 10 daga frí eftir tvær vikur og ég get ekki beðið, ég ætla að gera svo lítið að það verður ekki fyndið. Fólk verður undrandi á mér, "Vá, ég vissi ekki að það væri hægt að gera svona lítið og lifa af." Er það sem þau myndu segja. En já, ég ætla að fara að skrifa eitthva' sjitt um Gattaca með Ethan Hawke, Jude Law og Umu Thurman.

Spoiler: Jude Law brennir sig lifandi í endann á þessari mynd. Hver í fjandanum myndi kjósa að deyja þannig þegar það er ekki verið að sýna fram á neitt? Hann er í hjólastól en væri ekki hægt að skríða út um glugga eða eitthvað? Alveg fáránlegt.