Saturday, May 31, 2008

Finals elskan, Finals.

Djöfull er ég ánægður með lakers, ég gæti verið skotinn í Sasha Vujacic á mjög gagnkynhenigðan máta. Í alvörunni, Sasha "The Machine" Vujacic er eins og Bruce Bowen ef Bruce Bowen gæti spilað sókn.

Allavega Celtics - Lakers í úrslitunum, serían sem allir vildu fá ekki satt?

(ég vil meina að jafnvel aðdáendur Spurs og Pistons hafi í rauninni viljað þessa seríu.)

Mér finnst líka að Spurs og Pistons ættu að spila upp á þriðja sætið í hugsanlega óvinsælustu 7 leikja seríu sem nba deildin hefur séð.

En aftur að C's og Lakers, Kobe er fokkin óstöðvandi. Hann hefur verið eins og Jordan endurholdgaður í þessari úrslitakeppni og ef Lakers vinna titilinn þá verð ég að segja að hann hlýtur að vera settur í sama klassa og fyrrnefndur Jordan, Magic og Bird. Það er að vísu örugglega bara af því ég er Lakers maður.

Kevin Garnett aftur á móti, hann er einn af þessum gæjum sem allir voni að vinni titilinn einn daginn, eins og Charles Barkley. En er hann í þeim klassa? Ég segji nei, málið er að Barkley gat borið lið á herðum sér hvenær sem er en Garnett hefur eiginlega bara átt tvö (núna) virkilega ruddaleg tímabil hvað tölur og árangur varðar, hann er (því miður) algerlega ófær um að taka yfir leiki sóknarlega þegar á þarf að halda og hann skýtur allt of mikið af löngum stökkskotum þegar það eru mjög fáir leikmenn í deildinni sem geta spilað vörn á hann.

En ok, Lakers - Celtics æfafornir erkifjendur með nýtt blóð í æðum. Ég skýt á Lakers í 6 leikjum aðallega af því Celtics hafa engann til þess að spila vörn á Kobe og Celtics eiga eftir að vera í miklum vandræðum með Pau og Odom, Garnett getur spilað vörn á þá báða en Perkins getur ráðið við hvorugan. Ég giska samt á að Garnett byrji á Odom af því Perkins gæti alveg eins verið fastur í kviksyndi þegar hann er að reyna að ráða við minn mann Lamar. Þá er spurning með Pierce... Radmanovic gæti komið með skóflu og sekk í vörnina en samt myndi hann ekki eiga breik. Fisher og Rondo er frekar jafnt matchup og bekkurinn hjá Lakers er sá besti í deildinni. Eigum við eitthvað að ræða þjálfara matchupið?

Doc Rivers er búinn að fokka svo mikið í ungu gaurunum í liðinu að þeir viti ekki hvort þeir eigi að koma eða fara. Ég held að Sam Cassel sé kominn með liðagigt en hann er samt að spila þó að Eddie House hafi alltaf staðið sig ruddalega vel þegar hann kemur inn á með ruglaða baráttu, fyrir utan það að hann getur skotið þar til sólin rís. Á meðan bekkurinn hjá Lakers er með fyrirfram ákveðna rotation þá gæti hvað sem er gerst hjá Doc, ég spái því að hann setji Jack Nicholson inn á til þess að spila vörn á Kobe í öðrum leikhluta í leik 4. Nicholson eða Danny Ainge.

"Ha, hvað meinarðu að þú sért hættur?"

Ég læt þetta nægja.

Sunday, May 18, 2008

Tryllingur

"Bill Russell had 30 points and 44 rebounds to help the Celtics capture their fourth straight championship, 110-107."

Mér finnst þetta mjög fyndið, 44 fráköst í einum leik? Ég er ekki viss um að ég hafi tekið 44 fráköst á öllum körfuboltaferli mínum.

Ég ætlaði samt aðallega að skrifa um þennan gaur sem er í skólanum með mér. Hann er frá Jaimaca en er samt hvítur og talar með þessum "rastamanfarian" hreim (bomboclad!). Hann er frekar fokked á því, með vitenskju á við alfræðiorðabók þegar kemur að kvikmyndum og bombar þeim yfirleitt á kennarana þegar það á alls ekki við. Kennarainn gæti til dæmi sagt: "For example in the movie Santa Clause Tim Allen has to deal with the sudden weight of expectation..." og þá kæmi hann með: "But what about that scene in da Godfather where Marlon Brando is talking to his grandson in the orange grove. What do you think is the symbolism of the oranges." Og kennarinn bregst að sjálfsögðu við með því að segja að þetta eigi ekki við og heldur áfram að kenna.

Hann er líka mikið fyrir það að bombardera sömu hugmyndinni á okkur aftur og aftur sem væri kannski ekki svo slæmt ef hugmyndin hans væri ekki um gaur sem er með syphillis og nauðgar og drepur konu. Síðan endaði hann á því að segja að einhver gæji með herpes myndi rúnka sér í sár hennar. Ég var með eina athugasemd við hugmynd hans:

ÞAÐ ER FOKKIN ÞROSKAHEFT ÓGEÐSLEGT!

Annars kúl sko.

Monday, May 12, 2008

Fullt af sjitti

Ég hef, upp á síðkastið, komist að því að facebook rústar myspace. Ég er ekki frá því að myspace skuldi facebook eins og 500 danskar. Ég hef líka komist að því að strætóferðir geta verið mjög góðar til þess að koma því í verk sem maður nennir ekki að gera. Ef það sem maður nennir ekki að gera er að lesa. Annars ekki, það er til að mynda erfitt að gera uppvaskið í strætó, gæti truflað aðra farþega og ég ábyrgist ekki að allt postulínið verði heilt... ha ha ha. Br. Andari.

Málið er nefnilega að ég bý í semí úthverfi, samt ekki upp á staðsetingu að gera, ég er einum strætó frá miðbænum en ef við setjum þetta upp miðað við Reykjavík þá á ég heima í Árbænum. Nema það er enginn Skalli hérna. Það er samt alveg frekar fínt, nema að flest allir sem ég þekki eiga heima niðrí bæ og þegar eitthvað lið ætlar að hittast þá verð ég að taka strætó í 20 mínútur. En hey, maður getur ekki unnið þetta allt. Það er víst ekki hægt að eiga kökuna og borða hana líka. Nema maður kaupi/baki tvær kökur.

Hvernig fannst ykkur þessi færsla?

Ég get ekki betur séð en þessi moðerfokker sé tip-top.

Verð að gefa Rúnari credit fyrir þetta seinasta (sjá: rug.braud.in), honum og Quentin Tarantino.

Thursday, May 8, 2008

Ljóð

Ég, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, skrifað nokkur ljóð á ensku núna rétt áðan. Mér fannst þau ekki hræðileg og fór svo að hugsa að ég þyrfti að fara að skrifa blogg bráðum. 1 og tveir voru lagðir saman, 3 komu út og voila:

a pen of poison
picking apart
these apologies,
startling

start your engines
coming on strong
like Wal-mart with a vengeance
deaf men, can't finish a sentence
peep the entrance

on top of the terrace
back in the hood,
with a menace
say goodbye to cleanliness

get ready for these errands
his penmanship, flawless
like the shine from a bar of gold
or the endless story told
hold your head, hold a hand
in lair of osone

I told you man, a pen of poisone



the mighty thor
the king of gore
the kong is more
I long for the days of yore


pulling plugs
mulling decisions
lulling me to sleep
quietly, eying me
it's trying to write poems
like raisins
full of irony

Monday, May 5, 2008

Rök

Ég held ég hafi skrifað hérna inn áður um rök og hvenrig hægt er að rífast án þess að rökræða og rökræða án þess að rífast. Mér samt kemur til hugar að ef einhver hefur skoðun og varpar henni fram sem staðreynd, má þá bræða rökræður niður í rifrildi? Ég vil meina að svo sé, til að mynda ef einhver myndi segja (og ég nota þetta sem dæmi einungis af því að ég veit eitthvað um viðfangsefnið) að Lord of the Rings trilógían væru allt lélegar bíómyndir þá mætti ég segja að viðkomandi væri fáviti. Ef sá hinn sami myndi síðan koma með góð rök fyrir því að þessar myndir væru lélegar, að leikurinn væri ósannfærandi, tæknibrellurnar væri ekki á pari við það sem iðnaður væri að gera á þessum tíma þá myndi ég hlusta. Aftur á móti finnst mér ekki hægt að segja að þessar myndir séu lélegar á neinn máta. Það er hægt að segja, til dæmis: mér finnst Lord of the Rings myndirnar sjúga typpi svona almennt. Fínt, það er skoðun ekki alhæfing, staðhæfing eða hvað sem er.

Að lokum, ef þið eigið þátt í rökræðum og einhver alhæfir út úr rassinum á sér, notið það. Notið það þangað til að það kemur að líkamlegum átökum. Skoðanir eru gildar en alhæfingar ekki, nema að rök séu fyrir því.

Saturday, May 3, 2008

Fólk

Ég, persónulega, er ekki mjög mikið fyrir að kynnast fólki. Ég einfaldlega er ekkert rosa góður í því. Annaðhvort byrja ég að tala of mikið og segji bara eitthvað rugl (gerist ekki oft) eða þá að ég finn ekkert til þess að segja eftir þetta sjálfvirka rabb en það hefur ekki reynt á þetta mjög lengi þar sem ég var alfarið farinn að forðast það að kynnast nýju fólki á Íslandi, var bara mjög sáttu við þann hóp fólks sem ég þekkti.

Ég var sem sagt í partýi í gær þar sem ég þekkti ekkert rosa mikið af fólki (kannski svona 6 manns og ég kynntist þeim á þriðjudaginn) og ég átti sem sagt um það bil 8 samtöl við 8 mismunandi einstaklinga sem voru öll alveg nákvæmlega eins: "Hæ, ég heiti Blabla." "Skrítið nafn, hvaðan ertu?" "Frá Íslandi? Vá, það er langt í burtu." Ég reyndi eins og ég mögulega gat að vera almennilegur þar sem allir voru mjög skemmtilegir í þessi partýi og almennilegir við mig. Málið er bara að þegar þú ert búinn að segja sömu söguna 8 sinnum þá ertu orðin mjög góður að segja hana í svona 3 skiptið og ert hættur að nenna að segja nokkurn skapaðan hlut í hið áttunda. Mér finnst líka persónulega ekki spennandi að vera alltaf að spyrja sömu spurninganna þó maður verði vissulega að gera það líka til þess að komast framhjá vandræðalega levellinu og byrja í rauninni að kynnast viðkomandi. Það er líka voða leiðinlegt að vera búinn að vera tala við einhvern í ákveðinn tíma og fatta svo að viðkamdi er drulluleiðinleg/ ur og finnst þú líka vera leiðinlegur.

Allavega, þetta partý var fínt nema hvað að ég átti engann bjór þar sem ég gat ekki tekið neinn pening út af kreditkortinu mínu. Þess vegna fór ég heim þegar þau voru að ákveða hvort þau ættu að fara inn á einhvern djassklúbb... sem var að spila James Brown.

Thursday, May 1, 2008

Ó, Kanada.

Jæja, ég flaug í samanlagt svona 13 tíma og var í svona 20 mínútur í leigubíl en ég komst á leiðarenda. Þetta var mjög fokked til að byrja með þar sem ég er aleinn á efri hæðinni í þessu húsi. Gellan sem á að búa hérna er í fríi í skólanum og fór þess vegna eitthvert og einn gaur flutti út og annar er líka í fríi svo ég er búinn að vera aleinn að horfa á NBA síðustu daga. Að vísu horfði ég smá á hafnabolta og íshokkí í gær þar sem enginn NBA leikur var sýndur. Það furðu rólegt og notalegt að horfa á hafnaboltaleik þó maður skilji ekki neitt. Þetta er allt svo einfalt á meðan það er fokked flókið á sama tíma þ.e.a.s ef maður er að reyna að fylgjast með einhverjum stats og einhverju sjitti. Ég reyndi ekki að fylgjast með stats. Þar sem ég hef ekki verid með tölvu síðustu daga þá hef ég haft rosa lítið að gera og farið alltof oft niðrí bæ. Sumir myndu segja: "Og hvað með það?" þegar þessir sumir myndu fatta að ég þarf að taka 20 mínútna strætó niðrí bæ myndi ég líklega geta soðið egg í schmettinu á þeim (what up?). Ég, til að mynda, fór 3svar niðrí bæ á þriðjudaginn. Í fyrsta skipti á svona orientation fyrir nemendur frá öðrum löndum en kanada, hittir þar gellu frá einhverju símafyrirtæki sem sagði mér að koma að hitta hana til að fá kandískt númer (604-781-1403, landsnúmerið er 1, virkilega gott að hringja í mig á fyllerí af því þegar klukkan er 3 um nótt hjá ykkur er hún 8 hjá mér) klukkan 4. Síðan rakst ég á einhverjar gellur sem eru í skólanum og þær sögðu mér að mæta á einhverja krá þar sem einhverjir krakkar ætluðu að hittast um c.a 8.

Ég ætla að búa til nýja málsgrein núna.

Þetta gerði ég allt saman. Fór heim um 1 leytið og kom aftur klukkan 4, fór svo heim um 5 leytið og kom aftur klukkan 8. Fékk mér 3 eða 4 bjóra og kom heim klukkan c.a hálf 12. Ágætis dagur nema að vinstra hnéð mitt er eitthvað í fýlu. Það var bara að segja eitthvað "Gaur, hvað ertu að spá að labba svona mikið?" og ég var bara "Við erum í Kanada, hvað á ég að gera kaupa mér Cadillac?" Þá sagði hnéð mitt bara "Oh, snap" og þagði.

Góð saga.