Tuesday, April 8, 2008

Gæði

Ég er ekki aktívur í blogginu, það er bersýnilegt. Á sama tíma og ég er frekar óánægður með tíðni færslna þá er ég nokkuð ánægður með gæðin, hverjum er ekki skítsama um gæði á bloggsíðu? Myndu margir spyrja sig og svar mitt yrði væntanlega: "ég veit það ekki, engum?" síðan myndu þeir vitna í Speed og segja að það væru bara fávitar sem svöruðu spurningu með spurningu og ég væri bara: "Oh, snap. Sick burn á mig." Og þeir væru eitthvað: "what up, shit's off the chicane..."

Gæðin fara hríðlækkandi. Að vísu finnst mér fólk ekki vitna nógu mikið í Speed... (eða spítt, eða að vitna í Speed á spítti: "Pop quiz hot shot.")

Það er einhvernveginn aldrei neitt sem mig langar að skrifa um, þá er kannski bara að endurskoða þá ákvörðun að vera með bloggsíðu yfiröfuð. Mér finnst það samt gott öryggisnet, að geta sagt við sjálfan sig, hey kannski er einhver búinn að kommenta á bloggið mitt. Sem síðan enginn hefur gert og þá fylgir ákveðið þunglyndi sem endar oftast í volúð og gnístan tanna. Aðallega gnístan tanna, það er mikill djöfullinn sem ég get gníst þessum moðerfokkerum. Hversu reitt/ leitt þarf fólk að verða til að byrja að gnísta tönnum? Ég hef bara séð fólk á eiturlyfjum gnísta tönnum ef ég á að segja alveg eins og er, og það sjaldan. Kannski bara af því ég sé ekki mikið af fólki á eiturlyfjum, enda er ég ekkert að sniffa af viti.

Mikið um ólögleg lyf í færslunni núna, veit ekki af hverju.

1 comment:

Horseman in Turkish. said...

Fyndin færsla, mjög fyndin. Ég fíla allt þetta dóptal, mjög mikið.

Taktu þetta security shit af kommentunum sem og identity bullshittið. Það er whack.