Monday, April 21, 2008

Eftirvænting?

Það er margt sem mann hlakkar til þess að gera í lífinu sumt stendur undir væntingum og annað klessir á og brennur fyrir augunum manni. Margt af því sem mann hlakkar til þess að gera verður algerlega ömurlegt í alla staði og sumt sem mann kvæiður fyrir endar gríðarlega illa. Ég vil meina að þarna komi eftirvænting og eðli hennar inn í myndina. Það er auðvelt að líkja þessu við bíómynd sem þig langar mjög mikið að sjá og þú berð miklar væntingar til, ef hún rétt stenst væntingarnar er hún á sama tíma ekkert sérstök á meðan að verri mynd gæti lifað betur í minningunni vegna minni tilhlökkunnar. Það er annað sem maður veit ekki með, veit ekki við hverju á að búast af því það er ógjörningur að lýsa tilfinningum og aðstæðum nema að upplifa það sjálfur, fá aðstæður og tilfinningar beint í æð. Ég get til að mynda ímyndað mér að þetta sé málið með ást, eins mikið og reynt hefur verið að lýsa ást veit enginn hvernig það er fyrr en það gerist. (Þessi pistill er samt ekki um ást, ég veit ekkert um hana.)

Þetta er það sem ég er glíma við í sambandi við þessa Kanadaferð, ég veit hvað ég hef hérna á Íslandi og af hverju ég er að missa þegar ég fer en ég hef ekki hugmynd um nokkurn skapaðan hlut sem á eftir að gerast nema ég veit hvar skólinn er og hvar ég á eftir að búa. Þarna er þetta allt saman komð, það verður líka að taka með í reikninginn hversu heimakær ég er (Reykjavík þá, ekki endilega heimili mínu). Mig langar að eiga heima á Íslandi og skil ekki fólk sem segist vilja fara (eða ég skil það og skil það ekki... skiljiði?) og jafnvel koma aldrei aftur. Mér finnst geðveikt að geta labbað niðrí bæ, farið í bíltúr eða farið á fyller án þess að þurfa að pæla í hvernig ég á að komast eitthvert eða þurfa að nota almennar samgöngur. Sem betur fer kann ég tungumálið í Vancouver, enda hefði ég aldrei farið á stað þar sem ég þyrfti að læra nýtt tungumál no way no how.

Mér finnst líka geðveikt að vita um alla mína uppáhalds skyndibitastaði og geta fengið mér eitthvað gómsæti í smettið.

No comments: