Tuesday, April 22, 2008

Vakning

Allir sem halda að hybrid bílar séu lausn almmenings við gróðurhúsaáhrifum ættu að lesa cracked.com:

"
Hybrid Vehicles

Hybrid vehicles, with their part-electrical, part-gasoline engines are a sort of compromise for people who care about fuel consumption, but aren't going to go all-out for some hippie contraption that has to be plugged in for eight hours before you can drive it. Ask any hybrid owner why they own one, and you'll likely hear a variety of answers like "to save the environment," "to reduce our dependence on foreign oil," and "to drive Dick Cheney back into the sea from whence he came."

Root Problems:
Hysterical, possibly Gore-fueled overestimation of value.

The problem with hybrid cars isn't what they can do, it's what people think they can do. Realistically, a hybrid car will get roughly 20-30 percent better gas mileage than a similarly sized normal car. It turns out they don't perform as well in the real world as in the lab, and the talk of 55 miles to the gallon for hybrids was pretty much bullshit ( the Toyota Prius' gas mileage was knocked back from 55 to 46 MPG by the EPA). Sure, those numbers are still light years ahead of the customized Escalades issued to the Cracked staff ...

...but don't blow away the numbers for regular ol' economy cars that cost $5,000 less.

As far as environmental impact, don't forget the manufacturing process. Just by insisting on buying a new car instead of keeping your old one, you added 27 tons of waste to the environment. It's more so for a hybrid, since their enormously powerful batteries don't grow on trees, perhaps due to an oversight on the part of God. They have to be built and shipped around the planet, creating waste every step of the way.

We're pretty level-headed here at Cracked, and generally agree that mankind should never harm the planet, except possibly in self defense. So, we applaud the goal of improving fuel economy in vehicles. But if you buy a hybrid, don't fool yourself into thinking you're single handedly saving Earth. You're maybe helping a bit, but if the planet's ever going to be saved, it will require a concerted effort from everyone, including consumers, businesses, governments and, most importantly, Batman."


http://www.cracked.com/article_15716_p2.html

Monday, April 21, 2008

Eftirvænting?

Það er margt sem mann hlakkar til þess að gera í lífinu sumt stendur undir væntingum og annað klessir á og brennur fyrir augunum manni. Margt af því sem mann hlakkar til þess að gera verður algerlega ömurlegt í alla staði og sumt sem mann kvæiður fyrir endar gríðarlega illa. Ég vil meina að þarna komi eftirvænting og eðli hennar inn í myndina. Það er auðvelt að líkja þessu við bíómynd sem þig langar mjög mikið að sjá og þú berð miklar væntingar til, ef hún rétt stenst væntingarnar er hún á sama tíma ekkert sérstök á meðan að verri mynd gæti lifað betur í minningunni vegna minni tilhlökkunnar. Það er annað sem maður veit ekki með, veit ekki við hverju á að búast af því það er ógjörningur að lýsa tilfinningum og aðstæðum nema að upplifa það sjálfur, fá aðstæður og tilfinningar beint í æð. Ég get til að mynda ímyndað mér að þetta sé málið með ást, eins mikið og reynt hefur verið að lýsa ást veit enginn hvernig það er fyrr en það gerist. (Þessi pistill er samt ekki um ást, ég veit ekkert um hana.)

Þetta er það sem ég er glíma við í sambandi við þessa Kanadaferð, ég veit hvað ég hef hérna á Íslandi og af hverju ég er að missa þegar ég fer en ég hef ekki hugmynd um nokkurn skapaðan hlut sem á eftir að gerast nema ég veit hvar skólinn er og hvar ég á eftir að búa. Þarna er þetta allt saman komð, það verður líka að taka með í reikninginn hversu heimakær ég er (Reykjavík þá, ekki endilega heimili mínu). Mig langar að eiga heima á Íslandi og skil ekki fólk sem segist vilja fara (eða ég skil það og skil það ekki... skiljiði?) og jafnvel koma aldrei aftur. Mér finnst geðveikt að geta labbað niðrí bæ, farið í bíltúr eða farið á fyller án þess að þurfa að pæla í hvernig ég á að komast eitthvert eða þurfa að nota almennar samgöngur. Sem betur fer kann ég tungumálið í Vancouver, enda hefði ég aldrei farið á stað þar sem ég þyrfti að læra nýtt tungumál no way no how.

Mér finnst líka geðveikt að vita um alla mína uppáhalds skyndibitastaði og geta fengið mér eitthvað gómsæti í smettið.

Thursday, April 17, 2008

Gott Plan

Ég er að fara til Kanada eftir 8 daga, tæknilega séð 9 daga þar sem ég flýg fyrst til Englands og síðan til Vancouver daginn eftir. Það er frekar stutt, næsta helgi verður þar af leiðandi síðasta helgin mín á Íslandi í heilt ár. Það er frekar mikið, stórt ef skiljið hvað ég meina. Það góða er að mig er loksins farið að hlakka til fararinnar, búinn að sætta mig við af hverju ég er að missa með því að fara o.s.frmv. Þessi helgi verður því að öllum líkindum illuð, það er tveggja skrefa plan í gangi, bæði enda vonandi mjög svipað.

Skref 1.

Ég og Gísli ætlum að fara í ríkið beint eftir að ég er búinn í vinnunni og kaupa bjór og mikið af honum, síðan ætlum við bara að sötra einhverstaðar í langan tíma. Chilla, með stóru cé-i (og L-um líka ef út í það er farið). Ef einhver vill joina þá er það velkomið. Það er samt svo geðveikt að byrja að drekka snemma því þá fer maður oftast heim klukkan 1 eða 2 og verður ekkert þunnur daginn eftir. Ef maður fer heim seinna er hægt að bóka eitthvað trylltasta fyllerí sem sögu fara af þar sem þú ert búinn að vera að í hálfan sólarhring eða eitthvað... sem er sjúkt.

Skref 2.

Kveðjupartý sem ég veit ekkert um, mér skilst að einhverjir ætli að smakka smá... kökur.

Ekkert sérstök færsla en samt sem áður... kommon.

Monday, April 14, 2008

NBA

Þar sem úrslitakeppnin í NBA deildinni er að byrja núna eftir einhverjar vikur þá finnst mér rétt að fjalla aðeins um þau lið sem eiga hugsanlegan séns á að vinna titilinn. Það er allavega ekki rangt enda er erfitt að gera eitthvað rangt á síðu sem enginn fer nokkurn tíman inn á. Það er kannski rétt að minna á það að ég er ekki óhlutdrægur, ég held mikið með Lakers og hata þó nokkur önnur lið (lesist: öll lið sem geta unnið Lakers) ég reyni þó að vera eins sanngjarn og ég get þegar ég tala um NBA og vona að ég verði það líka þegar ég skrifa. Um að gera að detta í þetta...?:

Vestrið:

Vestrið er mjög villt akkúrat núna, jafn villt og Prikið c.a 99' skiljiði mig. Ég veit ekki hvernig Prikið var upp úr lokum síðustu aldar en er nokkuð viss um að tryllingur hafi verið algjör. Svona svipað og vestrið núna (er að reyna að halda mig við efnið). Það eru, að mínu mati, 6 lið sem eru núna inn í úrslitakeppninni sem eiga séns á einhverjum rósagjörðum (gera einhverjar rósir), ferð í hljómskálagarðinn skiljiði mig. Ég skipti þeim í nokkra flokka:

Ólíklegir til árangurs:

Dallas: Síðan að Kidd kom aftur hafa þeir eiginlega gert voða lítið, ég man ekki nákvæma tölfræði yfir það en það er nýtilkomið að þeir hafi unnið lið sem er með yfir 50% vinningshlutfall. Fyrir utan það að Avery Johnson er að verða þekktur fyrir það að "ofþjálfa" liðin sín og hugsa eiginlega og mikið samaber þegar hann ákvað að spila small ball við GState í úrslitunum á síðasta ári og að setja Kidd á bekinn þegar það eina sem hann þarf er tíma með liðinu inn á vellinum, það og einhverskonar tímavél... sem gerir hann svona 4 árum yngri.

Veit ekki með þá:

Pheonix: Shag Daddy kom sá og er búinn að sigra aðeins meira en helmingin af þeim leikjum sem hann hefur spila með Suns. Hann hefur að vísu haft mjög góð áhrif á Amare (sem á heiðurinn af einhverju versta gælunafni deildarinnar: STAT... í alvörunni... kommon) og hefur Stoudemire verið drepandi menn upp á síðkastið. Ég er nokkuð viss um að löggan sé að leita að honum, alríkislögreglan enda raðmorðingji... what up? Málið er samt að það er augljóst að þetta er farið að styttast í annan endann hjá Nash en hann hefur verið skelfilegur í vörn upp á síðkastið, í alvörunni hann gæti ekki stoppað Boris Diaw á leið sinni á hlaðborð (nei, bíddu það getur það enginn...) en hann er allavega orðinn jafnvel verri í vörn en hann var sem er ekki gott. Síðan er Grant Hill líka að gera gríðarlega gott mót fyrir þá og það verður að segjast að ökklarnir á honum er ekkert þeir áreiðanlegustu í bransanum. Ég myndi ekki setja mikinn pening á þá í veðmáli. En ef allt gengur upp eru þeir með feikinóg af hæfileikum til að vinna 4 leiki á móti hverjum sem er.

Utah: Boozer er góður, Deron er mjög góður. Þeir gera sitt það er ljóst, spurningin er: Hversu góður er Mehmet Okur í alvörunni og hvenær ætlar Jerry Sloan að borga lausnargjaldið til þess að mannræningjar sem stálu AK47 láti hann lausann? Í alvörunni, hver man eftir því þegar AK var að láta menn kúka í brækurnar þegar hann var settur á þá, ég meina hvern sem er. Hann averagaði einhver 3,3 blokk á leik og 1,5 stolinn í þokkabót, það er einhver doppelganger þarna í staðinn.

Já, það er alveg séns á sleik:

Ég ætla að setja restina af liðunum hérna, í þeirri röð sem ég held þau eigi heima.

#3. New Orleans: Chris Paul er fáránlegur, semí ómennskur moðerfokker. Hann er með góða menn með sér eins og Peja "choke city" Stojakovic og David West en ég held þeir gætu þurfti eitt ár í viðbót. Þetta er samt bara tilfinning og þeir geta unnið fjóra leiki á móti hvaða liði sem er í deildinni en reynslan vegur þungt. Þeir eru ekki búnir að leggja nóg inn á bankann... reynslubankann.

#2. Laker: Spurning með Bynum, hvernig kemur hann til baka? Eru dunkin' donuts búnir að fara vel með bumbuna? Dude meiddist á hné, það er ekkert grín fyrir 100 kílóa skrokk að koma til baka eftir svoleiðis og svo eru þeir bara að spila nógu fjandi vel. Lamar Odom er i einhverri geðsýki, ég er nokkuð viss um að hann fari á geðsjúkarhús milli leikja, hann er í alvörunni búinn að vera fáránlegur. Gasol er greinilega bara ógeðslega góður, einn af þessum gæjum sem þarf einhvern sem er betri en hann til að spila eins vel og hægt er. Það sem hræðir mig er hins vegar að Odom þurfi að hitta úr einhverjum clutch skotum sem ég veit ekki til að hann hafi nokkurn tíman gert á ferlinum.

#1. Spurs: Þeir vinna þetta pottþétt, í alvörunni titillinn er kominn hús. Það þarf eiginlega ekki að ræða þessi mál frekar. Þegar Ginobili kemur aftur þá cruisea þeir í gegnum alla vestan megin og taka Boston 4-3 í úrslitunum. Timmy D verður meiri hetja (G.I Joe semí), og Tony Parker gerir annað myndband.

(Þetta var eiginlega bara til þess að jinxa Spurs, ég trúi þessu ekki beint... ekki segja neinum.)

Austrið er grútleiðinlegt, nenni ekki að spá í það einu sinni. Boston, Pistons eða Cavs koma út úr austrinu, case closed.

Thursday, April 10, 2008

fokkar sjittinu þínu örugglega upp

Mér finnst mjög gaman að listum, ég hef oft reynt að skrifa lista en það er frekar erfitt þar sem það þarf frekar mikla heimildavinnslu í einhverja lista sem hafa þröngan fókus, afkárlegan öngul skiljiði mig... ekki? Allavega þá er fokked erfitt að finna fullt af sjitti til að bomba í einhvern lista, ég hef þess vegna ákveðið að búa til lista yfir einhverja hluti, eða manneskjur, sem fokka sjittinu þínu örugglega upp á einn eða annan hátt. Hugsanlega verður þetta ákveðin samsetning af hlutum, það gæti verið að þessi listi verði mjög langur. Ég ætla ekki að númera hann.

-Mike Tyson.
-Tequila og Zambuca... í einu skoti.
-Súper Nachos.
-Prikið.
-Þegar Ipodinn þinn púllar "the click of death."
-Blogg.
-Vöffluvagninn eftir tryller.
-Tryller yfir höfuð.
-Snake Man.
-Þegar einhver smámæltur biður um "Nachos, með salsa sósu og smá osta sósu "on the side.""
-kvikmyndir með rappörum í aðalhlutverki.
-Mosh pit.
-Rónaslagur.
-Róni í slag við þig.
-Að búa til spil sem heitir róni og er hægt að fá slag í.
-Flug sem tekur lengur en 4 tíma.
-Að sjá róna fá hjartaslag.
-9. áratugurinn.
-Binary code.
-Beverly Hills 90210
o.s.frmv

Tuesday, April 8, 2008

Gæði

Ég er ekki aktívur í blogginu, það er bersýnilegt. Á sama tíma og ég er frekar óánægður með tíðni færslna þá er ég nokkuð ánægður með gæðin, hverjum er ekki skítsama um gæði á bloggsíðu? Myndu margir spyrja sig og svar mitt yrði væntanlega: "ég veit það ekki, engum?" síðan myndu þeir vitna í Speed og segja að það væru bara fávitar sem svöruðu spurningu með spurningu og ég væri bara: "Oh, snap. Sick burn á mig." Og þeir væru eitthvað: "what up, shit's off the chicane..."

Gæðin fara hríðlækkandi. Að vísu finnst mér fólk ekki vitna nógu mikið í Speed... (eða spítt, eða að vitna í Speed á spítti: "Pop quiz hot shot.")

Það er einhvernveginn aldrei neitt sem mig langar að skrifa um, þá er kannski bara að endurskoða þá ákvörðun að vera með bloggsíðu yfiröfuð. Mér finnst það samt gott öryggisnet, að geta sagt við sjálfan sig, hey kannski er einhver búinn að kommenta á bloggið mitt. Sem síðan enginn hefur gert og þá fylgir ákveðið þunglyndi sem endar oftast í volúð og gnístan tanna. Aðallega gnístan tanna, það er mikill djöfullinn sem ég get gníst þessum moðerfokkerum. Hversu reitt/ leitt þarf fólk að verða til að byrja að gnísta tönnum? Ég hef bara séð fólk á eiturlyfjum gnísta tönnum ef ég á að segja alveg eins og er, og það sjaldan. Kannski bara af því ég sé ekki mikið af fólki á eiturlyfjum, enda er ég ekkert að sniffa af viti.

Mikið um ólögleg lyf í færslunni núna, veit ekki af hverju.