Sunday, June 15, 2008

Leikur 5, klappaður og klár

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvað er að gerast í þessum úrslitum, Kobe átti slappan leik á meðan Gasol og Odom voru frekar góðir og Lakers unnu en Pierce var með flensuna, hann var algjörlega helsjúkur á alla vegu og Allen var líka góður og ég er ekki frá því að bekkurinn hjá Boston hafi unnið baráttu bekkjanna. Vegna þessa hef ég eina spurningu: hvernig í ósköpunum unnu Lakers þennan marrafakkinn leik? Ég veit að Garnett var lélegur en hann hefur verið lélegur (sóknarlega) í næstum hverjum einasta útileik í úrslitakeppninni þess vegna veit ég ekki alveg hvað ég á að halda, það eina sem ég get fullyrt er að Boston er ekki að fara að tapa leik 6 í Boston nema að Gasol og Odom fari báðir yfir 20 stig, Kobe skori 40 og bekkurinn hjá Lakers gjörsigri Boston.

Það er samt ótrúlegt hvað þessi lið eru jöfn, ef eitt liðið kemst eitthvað yfir er hægt að bóka það að hitt liðið komi til baka, Lakers gerðu það í Boston og Celtics (á meðan ég hoppa í gegnum gluggann í herberginu mínu) unnu upp mesta mun í sögu lokaseríunnar í leik 4 (sjá fyrri færslu). Ég veit ekki hvað það er, kannski er það af því Doc Rivers er loksins búinn að fá þjálfaraskírteinið sitt, ég veit það ekki, kannski er Phil Jackson farinn að reykja eitthvað aðeins sterkara en gras, en eins og ég segji þá get lofað hverjum sem les þetta að Boston vinni leik 6 án gríns það er klappað og klárt.

KLAPPAÐ OG KLÁRT!

1 comment:

Unknown said...

djöfull er ég hræddur um að þú hafir rétt fyrir þér.... með meistarahringinn fyrir framan nefið á sér gefa boston menn ekkert eftir á lokamínútunum.....
Lakers þurfa eitthvað áður óséð til að vinna þetta