Thursday, June 5, 2008

Leikur 1

Það eru 6 mínútur og 20 sekúndur eftir af leik 1 í Boston - Lakers og ég er hræddur um að Paul Pierce hafi slitið hásin. Ég virkilega vona að það sé ekki raunin, Pierce er góður gaur og það er fokked að meiðast svona seint á tímabilinu, látið mig vita það.

Lakers eru yfir 62 - 59 og það eru aðeisn minna en 6 mín eftir, Perkins er líka meiddur, mér sýnist það vera frekar lítið.

Djöfull tryllist nýji garðurinn ef Allen setur þrist, það er eins og hann sé að gefa hverjum og einum inn í salnum $100 ef hanns setur einn.

Vujacic er svo mikill fáviti en ég elska hann samt af einhverjum ástæðum.

Pierce er kominn aftur inn í höllina og allt er um koll að keyra. Hann haltrar samt frekar mikið, augljóslega ekki slitin hásin og ég er ánægður með það þó ég fari að öllum líkindum að gráta ef Lakers vinna ekki titilinn.

Ég er að horfa á Ron Artest taka viðtal við Kobe, það væri ekki hægt að borga mér pening fyrir að vera inn í herbegi með þessum tveim mönnum. Þeir eru báðir kolgeggjaðir í alvöru, inn á geðveikrahæli geðveikir, sérstaklega Artest.

Kobe var að hamra helsjúku alley-oopi niður.

Ég nenni ekki meira.

No comments: