Wednesday, June 25, 2008

Boston

Það verður bara að viðurkennast, þó mér finnist það ömurlegt, að Celtics áttu skilið að vinna þennan titil. Þeir voru betri, þeir voru það góðir að ég er farinn hugsa um hversu góður Kobe er í alvörunni.

Ég hef alltaf fyrirgefið honum fyrir að vera ömurlegur liðsfélagi (fer í það á eftir) af því hann er týpan sem getur tekið yfir hvaða leik sem er og unnið hann einsamall. Hann fattaði loksins að það er miklu auðveldara að gera það ef spilararnir í kringum hann eru alvöru spilarar en það er fullt af hlutum sem mér finnst hann ætti að gera betur, eins fáránlegt og það er fyrir mig að gagnrýna Kobe. Hann tekur oft stökkskot upp úr engu (ég veit hann getur hitt úr þeim það er ekki málið) þegar liðið hans sárvantar körfu. Hann ætti að chilla aðeins og leyfa sókninni að flæða meira. Ég held að málið með Kobe í úrlsitakeppninni hafi verið að hann hann hafi haldið að hann gæti þetta einn, auðvitað gat hann það ekki og bekkurinn keypti líka 5 rútumiða til Choke City, ég er nokkuð viss um að Vujacic hafi tekið flugið...

Kobe hræðilegur liðsfélagi, hræðilegur. Hann öskrar á liðsfélaga fyrir að grípa ekki lélegar sendingar (það er í lagi að segja "ok, þetta var léleg sending" einu sinni eða tvisvar), hann er alltof uppstökkur og reiður almennt og hvað sem tautar og raular þá treystir hann engum. Sama hversu oft ég heyri hann segja að hann sé farinn að treysta liðsfélögum sínum þá er það ekki satt. Ég myndi ekki vilja spila með gæja sem hugsar eins og svarta mamban, þó ég myndi gjarnar vilja spila með einhverjum sem kallar sjálfan sig svörtu mömbuna.

Ég geri mér grein fyrir því að allir bestu körfuboltaspilarar, gleymið því, íþróttamenn eru með svona mean streak en það er tími og staður fyrir slíkt, þeir bestu vissu hvenær þeir áttu að hita undir liðsfélögum sínum og hvenær þeir áttu að "hugga" þá.

Allavega, pís át.

1 comment:

Anonymous said...

Helvíti flottur pistill hjá þér. Sammála, amen