Wednesday, September 17, 2008

Skólinn

Ég veit ekki með skólann akkúrat núna, það mætti segja að ég hafi óbeit á honum. Helvítinu. Ég er að skrifa kvikmynd í fullri lengd sem stendur, hún er ömurleg, og ég er búinn að skrifa um það bil 27 blaðsíður. Ég væri að alveg til í að segja ykkur um hvað myndin er en það er vandræðalega hörmulegt umfjöllunarefni. Ég get sagt ykkur það, lesendur góðir, að ég er alvarlega að íhuga hvort það sé rétt skref fyrir mig að vera að eiga við þessar kvikmyndir, þær eru erfiðar ég get sagt ykkur það. Aðallega af því öllum langar að vera með puttana í þeim, þegar skáldsaga er skrifuð er það enda útkoman þ.e sá texti er það sem fólk kaupir. Þetta er augljóslega ekki málið með kvikmyndahandrit, það vita allir að framleiðandinn vill kannski breyta einhverju, leikstjórinn vill breyta einhverju, leikarinn vill vita af hverju persónan hans gerir hitt og þetta en það er allt gott og blessað þeir/þau eru bara að vinna vinnuna sína. Það sem tryllir mig er að hver sá sem les handritið vill eitthvað annað en ég og getur skotið holur í hvað persónur, söguþráð og hvað sem er og vill að því verði breytt. Til mikillar lukku er mér nokkuð sama um hvert ég fer með þessa sögu og get því tekið hvaða gagnrýni sem er beint að mér nokkuð auðveldlega en af því sagan er svo djöfull léleg þá er af miklu að taka, það er pirrandi.

Það mætti segja að ég hafi unnið lítinn sigur núna um helgina með því að pumpa út 27 síðum en þetta eru ekki 27 góðar síður heldur svona 22 lélegar síður og 5 ágætar. Það er léleg prósenta. Allavega, nóg af væli.

3 comments:

Unknown said...

þú verður miklu fyrr ríkur í kvikmyndabransanum... kannski enginn bill gates en samt mun meiri peningar....

Magnús Björgvin Guðmundsson said...

Það er svo langt frá því að vera satt að það er ótrúlegt, fyrir hvern þann sem selur handrit fyrir 10.000 dollara eru örugglega 5 milljón rithöfundar vinnandi í skítnum að reyna að selja það sem þeir skrifa, nei takk segji ég. Það eru yfirgnæfandi líkur á því að ég fái ekki einu sinni handrit framleitt fyrr en eftir 10 ár af hjarki, ég nenni því ekkert.

Sveinn P. said...

Þetta er erfitt líf.