Thursday, October 9, 2008

Ég skil ekki

Ég er augljóslega ekki á landinu akkúrat núna og veit þess vegna ekki alveg hvað er að gerast. Það eru samt ákveðnir hlutir sem ég skil ekki.

Ég skil ekki af hverju fólk er í mótmælaaðgerðum, vissulega skil ég að fólk sé hrætt og reitt. Ég er hræddur og reiður. Samt veit ég ekki hvert ég á að beina reiði minni, málið er að vissulega var þessum bankamálum klúðrað. Hvernig veit ég ekki, hvenær veit ég ekki og ég veit ekki hver var að verki, fyrir mér er það samt það sem er mikilvægast núna það sem er mikilvægast er að komist einhverskonar stöðugleiki í þessa stöðu.

Mér finnst líka skrítið að fólk sé einungis að tala um þetta af slíkri alvöru núna, þegar skíturinn er kominn í viftuna og út um og upp um alla veggi. Við horfðum á þessa menn taka skítinn upp, velta fyrir sér hvað þeir ættu að gera við hann, ákveða að kasta honum í viftuna og gera það síðan. Það er einungis núna fyrst þegar það er skítur út um allt að allir eru reiðir, það er ekki eins og krónan hfi verið stöðugasti gjaldmiðill í heimi áður en hvað sem gerðist gerðist.

Ég, augljóslega, veit ekki með þetta. Ég skil ekki alveg hvernig sjálfstæðisflokkurinn náði að halda meirihluta í síðustu kosningum og velti því fyrir mér hvort að þjóðin sé loksins að fatta að við séum ekki "stórasta landið í heimi," við búum að því að vera lítið land. Við getum þjóðnýtt banka og ríkistjórnin getur átt alla spítalana of rafmagn og hvern djöfulinn sem þeir vilja, að mínu mati hefur það sýnt sig að það er óðs manns æði að reyna að vera þessi stórþjóð sem okkur langar svo að vera. Satt best að segja finnst mér það brandari.

Það er auðvelt að sitja hérna í Kanada og skrifa um hvað ísland er lítið land en það er satt, hættum að einbeita okkur að hlutum miðað við höfðatölu og einbeitum okkur að höfðatölunni. Ef það meikar eitthvað sens. Ég er ekki vanur að skrifa um pólitík af því veit voða lítið um hana, þetta er samt það sem mér finnst og hvort sem þau rök sem ég færi fyrir máli mínu eru góð eður ei þarf, held ég, að líta á Íslensku ímyndina þegar stormurinn hefur liðið hjá. Vonandi gerist það sjálkrafa.

1 comment:

Unknown said...

Ef það er einhverntíman tími til að ræða pólitík þá er að núna.
Ég stend í sömu stöðu og þú, veit ekki af hverju, hvernig eða hvenær.... maður veit bara að niðurstaðan hefur gífurleg áhrif á okkur.
Steingrímur J. talaði akkurat um að nuna væri málið ekki að finna blóraböggul heldur einbeita okkur að koma okkur aftur á rétta braut. Hvernig sem það er gert.... það kemur að skuldadögum við þessa menn sem eiga sök á þessu, það er seinni tíma vandamál.