Ég held ég hafi skrifað hérna inn áður um rök og hvenrig hægt er að rífast án þess að rökræða og rökræða án þess að rífast. Mér samt kemur til hugar að ef einhver hefur skoðun og varpar henni fram sem staðreynd, má þá bræða rökræður niður í rifrildi? Ég vil meina að svo sé, til að mynda ef einhver myndi segja (og ég nota þetta sem dæmi einungis af því að ég veit eitthvað um viðfangsefnið) að Lord of the Rings trilógían væru allt lélegar bíómyndir þá mætti ég segja að viðkomandi væri fáviti. Ef sá hinn sami myndi síðan koma með góð rök fyrir því að þessar myndir væru lélegar, að leikurinn væri ósannfærandi, tæknibrellurnar væri ekki á pari við það sem iðnaður væri að gera á þessum tíma þá myndi ég hlusta. Aftur á móti finnst mér ekki hægt að segja að þessar myndir séu lélegar á neinn máta. Það er hægt að segja, til dæmis: mér finnst Lord of the Rings myndirnar sjúga typpi svona almennt. Fínt, það er skoðun ekki alhæfing, staðhæfing eða hvað sem er.
Að lokum, ef þið eigið þátt í rökræðum og einhver alhæfir út úr rassinum á sér, notið það. Notið það þangað til að það kemur að líkamlegum átökum. Skoðanir eru gildar en alhæfingar ekki, nema að rök séu fyrir því.
Monday, May 5, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Málið er bara að alhæfingar eru svo margfalt skemmtilegri og meira hressandi heldur en skoðanir.
Persónulega elska ég alhæfingar og fullyrðingar, helst án rökstuðnings.
Svo lengi sem að umræðuefnið er ekki þeim mun alvarlegra eru alhæfingar alltaf betri en eitthvað diplómata kjaftæði.
Guðmundur Kristján er kjáni.
Allir sem nota alhaefingar eru heimskir.
Þetta er það sem að ég er tala um...
Alhæfingar eru klárlega málið. Það er líka sérstaklega gott hjá Magnúsi að kalla alla sem að eru búinir að kommenta á greinina hálfvita, þar með talið sjálfan sig (þetta er ekki kaldhæðni, það er mjög fyndið). Ég alhæfi mjög mikið og er stoltur af því, stundum fer ég samt yfir strikið í æsingnum. Það gerir brósi líka. Ég vil líka meina að ef að ég myni ekki öðru hverju alhæfa um eitthvað heimskulegt þá væri ég mjög leiðinlegur.
Þið eruð allir kjánar.
Ég er sammála Magga, alhæfingar og/eða staðhæfingar eru kannski skemtilegar. En að lokum hljómar sá sem alhæfir oftast frekar heimskulega. Það er allavega mín skoðun.
Svo er líka til í þessu að sumir segja að það sé enginn munur á því að segja "Nonnabiti er vondur" eða að segja "Mér finnst Nonnabiti vondur af því að pepperoniíð þar er sekkur".
Ég vil að fólk færi allavega rök fyrir fullyrðingum sínum, annars verður maður fljótt þreyttur á því að tala við það.
Post a Comment