Ég hef, upp á síðkastið, komist að því að facebook rústar myspace. Ég er ekki frá því að myspace skuldi facebook eins og 500 danskar. Ég hef líka komist að því að strætóferðir geta verið mjög góðar til þess að koma því í verk sem maður nennir ekki að gera. Ef það sem maður nennir ekki að gera er að lesa. Annars ekki, það er til að mynda erfitt að gera uppvaskið í strætó, gæti truflað aðra farþega og ég ábyrgist ekki að allt postulínið verði heilt... ha ha ha. Br. Andari.
Málið er nefnilega að ég bý í semí úthverfi, samt ekki upp á staðsetingu að gera, ég er einum strætó frá miðbænum en ef við setjum þetta upp miðað við Reykjavík þá á ég heima í Árbænum. Nema það er enginn Skalli hérna. Það er samt alveg frekar fínt, nema að flest allir sem ég þekki eiga heima niðrí bæ og þegar eitthvað lið ætlar að hittast þá verð ég að taka strætó í 20 mínútur. En hey, maður getur ekki unnið þetta allt. Það er víst ekki hægt að eiga kökuna og borða hana líka. Nema maður kaupi/baki tvær kökur.
Hvernig fannst ykkur þessi færsla?
Ég get ekki betur séð en þessi moðerfokker sé tip-top.
Verð að gefa Rúnari credit fyrir þetta seinasta (sjá: rug.braud.in), honum og Quentin Tarantino.
Monday, May 12, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
ekki minnast á mig á þessari síðu, or i will go mid-evil on your ass!
djók, gott að einhver kunni að meta þetta. Ekkert response við þessu hjá mér
kv Ronnie
Post a Comment