Monday, November 3, 2008

Enski Boltinn

Ég skrifa yfirleitt ekki um enska boltann, það að ég veit ekki mikið um hann gæti haft eitthvað að segja um það en á hinn bóginn þá er fátt sem ég veit mikið um svo ég hugsa að enski boltinn sé alveg jafn gott umfjöllunarefni og hvað annað.

Ég hef verið djúpt hugsi um liðið "mitt" í ensku úrvalsdeildinni þar sem þeir töpuðu sínum fyrsta leik núna um helgina. Ég er að tala um liverpool fyrir þá sem ekki vita. Ég er alltaf óviss um Liverpool aðallega af því ég get ekki verið viss um þá, liðið hefur ekki gefið mér neina tyllu til þess að fóta mig á. Þeir hafa ekki unnið deildina síðan ég var fjögurra ára, að vísu hefur þeim tekist ágætlega upp í hinum ýmsu bikarkeppnum, Champions league til dæmis, ég hafði litla trúa á þeim. Eins og kannski sést á þessum skrifum mínum þá er ég ekkert rosa góður áhangandi, ég vil ekki trúa á þessa menn af því þeir (og þegar ég segji þeir þá meina það mix af mönnum sem hefur spilað fyrir Liverpool síðan svona c.a 2000) hafa alltaf brugðist mér þegar ég hef trúað á þá.

Núna eru þeir, ásamt Chelsea, efstir í deildinni og ég er frekar taugaóstyrkur. Ég er óviss um að liðið innihaldi þau gæði sem þarf til þess að vinna deildina og miðað við viðbrögð sem ég hef lesið á netinu þá eru flest allir stuðningsmenn liðsins í sama báti. Það er grein á soccernet.com sem heitir "The Fifth Official" þar sem einhver gæji gerir grín að öllu sem viðkemur enska boltanum, hann sagði að Liverpool hefðu ekki það sem þyrfti til að lyfta bikarnum, viðbrögðin vru flest á þessa leið: "you'se a wanker", "'e mus' be off 'is 'ead 'e muss'" eða, "bloody everton supporter." Ég er nokkuð viss um að flestir Man U eða Chelsea aðdáendur hefðu hugsað með sér: "Ok við sjáumst í Maí, moðerfokker," ef hann hefði sagt eitthvað svona um þeirra lið. Púlarar eru aftur á móti, réttilega, frekar taugaóstyrkir og þó ég voni að Pool nái að halda þetta út þá efa ég það stórlega.

Í öðrum fréttum þá er ég að fýla Robbie Keane þó hann hafi bara skorað tvö mörk, og það í meistaradeildinni.

3 comments:

Unknown said...

djöfullsins heppni var þetta í gær... eitthvað held ég að gerard hafi borgað dómaranum fyrir þessa vítaspyrnu.... pff

Magnús Björgvin Guðmundsson said...

Gerrard sagði sjálfur að þetta hafi ekki átt að vera vítaspyrna. Hvað átti hann að gera, neita að taka spyrnuna, "nei, þetta var ekki víti. Ég sleppi þessu bara."

Unknown said...

hahaha.. það hefði verið mjög gott :D daginn sem einhver gerir það mun ég standa upp og klappa, hvar svo sem ég er í heiminum :D