Eftir að útlendingarnir hurfu að mestu úr íslenskum körfubolta var ég einn þeirra sem hélt að það myndi styrkja boltann til muna. Íslenskir leikmenn myndu fá fleiri tækifæri og deildin yrði ennþá jöfn, það var mér sérstaklega mikið fagnaðarefni að Grindavík skyldu ákveða að senda sína kana heim (eins leiðinlegt og það er fyrir einstaklingana sjálfa) þar sem Grindavík eru með mjög, mjög gott lið af íslendingum. Kr gerðu það ekki, það er allt í lagi ég myndi ekki gagnrýna þá fyrir að reyna að sila sínu besta mögulega liði, þetta snýst um að vinna. Það sem ég hef samt tekið eftir, og þetta er einungis úrslit sem ég sé á netinu, ég er ekki búsettur á Íslandi, er að þessi tvö lið eru í sér klassa. Það er mikil spenna dottin úr deildinni verð ég að segja, KR til að mynda völtuðu yfir Breiðablik núna áðan með c.a 30 stigum. Þá áttaði ég mig á því hvað kanarnir gerðu í raun og veru fyrir deildina, þeir jöfnuðu hana út. Til að mynda, ef Breiðablik hefðu fengið góðan kana og bosman (sem þeir og gerðu) þá hefði þessi leikur verið mun meira spennandi fyrir fram. Úrslitin hefðu að kannski verið þau sömu en það hefði verið meira sjokk.
Í mínum huga eru 3 lið í deildinni núna, Tindastóll, Grindavík og KR. Tindastóll eru með gamaldags solid lið, gamaldags af því það er byggt í kringum aðallega tvo íslenska leikmenn (Svavar og Ísak) og síðan eru fengnir útlendingar til að fylla upp í (þeir eru líka út á landi og þar með með mjög sterkar heimavöll). Allt í lagi með það, KR eru með hálft landsliðið innan sinna raða (djók, þeir eru bara með þrjá landsliðsmenn... nei, fjóra) og síðan Kana, Grindavík eru síðan með hinn helminginn af landsliðinu. Það er því áhugavert að sjá lið eins og Skallagrím (sem falla að mínu mati) sem hafa verið mjög góðir upp á síðkastið ganga í gegnum skriðu eftir skriðu stórra ósigra, kannski ekki skrítið ef litið er á leikmannahópinn. FSU hafa verið óstabílir til að byrja með enda með ungt lið en þeir eiga eftir að veita liðum skráveifu og ég efast um að þeir falli. ÍR eru því miður í sömu stöðu og Skallagrímur en samt sem áður með nokkra íslenska burðarbita sem gætu haldið þeim uppi en þeir unnu KR í úrslitakeppninni í fyrra og tóku Íslandsmeistar Keflavíkur í 5 leiki, leiddu þar á meðal 2-0 ef mig minnir rétt. Þeir gætu vel fallið.
Af hverju tala ég einungis um þessi lið? Hin 6 liðin eiga að mínu mati ekki séns í titilinn nema að Grindavík hrökkvi í úrslitakeppninni (það gerist að vísu alltaf...) því KR er ekki að fara að gera slíkt. Akkúrat núna sé ég ekkert lið vinna KR og ég myndi aldrei setja mína peninga á móti Grindavík í neinum leik nema þegar þeir spila við fyrrnefnt KR lið. Hvernig er það spennandi? Ég er ekki að sjá það, eins og deildin var jöfn í fyrra hefur bilið milli bestu liðanna breikkað núna. Að vísu verður baráttan um sæti í úrslitakeppninni hörð og sum lið eru jöfn þar en það er erfitt að vera ekki nákvæmlega sama þegar það er vel vitað að þau geta ekki gert risanum skráveifu. Samt skemmtilegt að sjá önnur lið en Keflavík og Njarðvík í þessari umræðu, ekki af því ég hata þessi lið eitthvað sérstaklega heldur bara af því mig langar að sjá aðra liti í úrslitunum.
Á meðan ég man, FSU tekur 8. sætið. KR vinnur deildarbikarinn og Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan tekur bikarinn, ég veit ekki af hverju, ég segji bara svona.
Friday, October 24, 2008
Tuesday, October 21, 2008
NBA!, NBA!, NBA!
Núna er rétt rúma vika í það að NBA deildin hefjist, þar sem síðasta tímabil var ansi líflegt þá er held ég ansi mikil eftirvænting fyrir því núna. Hvað er það samt sem veldur þessari eftirvæntingu? Ég held ég reyni að svara því.
Eins og allir vita þá spiluðu gömlu stórveldin Lakers og Boston um titilinn “besta lið í heimi” síðastliðin júlí mánuð og eru jafn líkleg til þess að gera slíkt hið sama. Boston liðið veit núna hvað þarf til þess að vinna og Lakers fá Andrew Bynum til baka. Mér finnst samt svolítið mikið gert úr mikilvægi hans fyrir liðið.
Þegar Boston og Lakers eru með góð lið á sama tíma vekur það athygli, slík er saga þessara liða. Það ríkir kannski ekki mikil óvild meðal leikmanna (þó að Paul Pierce hafi sagst vera besti körfuboltaleikmaður í heiminum í sumar, titill sem Kobe hefur í hugum margra haldið í nokkur ár) en þegar þessi tvö lið kljást eru þau stærri en leikmennirnir, eitthvað sem er mjög sjaldgæft. Hugsanlega eina dæmið um það að leikmenn taki á sig ímynd félagsins en ekki öfugt í þessari deild, athyglivert nokk.
Vestrið er ekki villt, það er snargeggjað. Hver veit hvað gerist í þessari vestrinu núna? Það era öllum líkindum hægt að veðja á að nokkur lið komist pottþétt inn í úrslitakeppnina, Lakers, Hornets, Rockets... og já ég get ekki fullvissað mig um að önnur lið séu pottþétt, í alvöru. Spurs eru ekki bara að eldest mjög hratt heldur verður liðið án Manu Ginobili fyrri part vetrar, þeir komast að öllum líkindum inn en ég er ekki 100% viss. Blazers eru ungir, liðið er gott að mínu mati mjög gott en það erfitt að segja til um með ung og ósönnuð lið. Hver veit hvað gerist ef Brandon Roy meiðist eða þeir tapa 5 leikjum í röð sem er eitthvað sem gerist oft þegar lið spilar 82 leiki. Ég er ekki viss um að þeir stökkvi til baka, ég vona að þeir geri það þar sem ég er búinn að festa mig tryggilega á aðdáendavagni Trailblazer manna (þangað til þeir þurfa að spila við Lakers).
Gömlu góðu liðin er að verða gömul, ég minntist á Spurs hérna fyrir ofan þar sem Tony Parker ere inn af fáum undir þrítugu. Ef litið er á lykilmenn liðsins eru einungis tveir undir þrítugu, Parker og Rodger Mason en Mason spilaði fyrir Washington á síðasta tímabili og stóð sig nokkuð vel, ég setti hann sem lykilmann af því hann var sá eini undir þessum aldri sem ég vissi eitthvað um og ég tel mig vita dálítið um deildina (það er samt frekar líklegt að ég hafi misst af einhverjum nýliða hjá þeim).
Dallas... ég veit ekki með Dallas. Jason Kidd díllinn hlýtur að vera súr núna, þeir eru allt í einu orðnir ansi gamlir út á velli með Jason Terry og Kidd við stjórnvölin og Stackhouse af bekknum, það gæti háð þeim. Terry er að vísu bara 31 árs og er því enn á besta aldri. Kidd og Stack hljóta samt að vera áhyggjuefni.
Detroit, mér hefur alltaf þótt Detroit liðið ofmeta sjálfa sig þ.e þeir unnu einn titil sem var mjög vel gert en náðu aldri aftur sömu hæðum. Þeir láta eins og þeir séu búnir að vinna 4 titla á síðustu 6 árum, gera ráð fyrir sigrum hér og þar en eru hægt og rólega að renna afturábak niður hól. Þeir eru samt í bestu stöðu þessara liða sem ég hef talið upp, Hamilton er bara 30 ára, Tayshaun Prince er 28 og þeir fengu nýja leikmenn eins og Arron Affolo og Rodney Stuckey á síðasta ári sem eiga eftir að standa sig vel, þeir geta gert góða hluti svo lengi sem þeir fatta að þeir eru ekki Celtics’86.
Pheonix er annað lið sem ég er dálítið búinn að afskrifa, nýr þjálfari, 36 ára Shaq, 35 ára Grant Hill, Steve Nash er ungur í anda en það þarf einhver að segja bakinu hans það, í raun og veru er Amare Stoudamire held ég sá leikmaður sem á eftir að halda þessu liði á floti, án grins hann á eftir að eiga eitthvað skrímslatímabil. Ég skýt á 28 stig, 10 fráköst, Karl Malone tölur.
Ég tala mikið um vesturdeildina en fyrir mér er hún bara miklu áhugaverðari, þar kemur einn löggildur brjálæðingur inn í myndina, Ron Artest. Gæjinn ætti að öllum líkindum að vera á einhverjum lyfjum en það er það sem er svo áhugavertvið hann. Það er aldrei að vita upp á hverju maðurinn tekur og að setja hann í lið sem gæti unnið titilinn ef það helst heilt er bara áskrift á skemmtun. Hvað gera Rockets í ár, komast þeir loksins framhjá fyrstu umferðinni, kaupir Artest sér tígrisdýr, dregur hann einhverja nýliða með sér niður í svaðið, verður hann besti varnarmaður deildarinnar á ný? Það eru svo margar spurningar sem koma upp, enginn veit hvað maðurinn er að hugsa.
Ég held þetta sé komið, ég afsaka vesturstrandar bíasinn en kannski ég ætti að skrifa eitthvað sérstakt um austurströndina einhverntímann, kannski bara. Að lokum ætla ég að koma með meistaraspá, þ.e hverjum ég spái NBA titlinum en ég ætla að segja að Boston endurtaki þetta árið og það verði mjög auðvelt. Það getur enginn staðið í vegi fyrir þeim, í alvöru. Hver ætlar að vinna þá, þeir eru með bestu vörnina, besta leikmanninn og besta þjálfarann. Ég tel mig geta fullyrt nokkuð örugglega að þeir sigli lygnann sjó að titlinum án þess svo mikið sem að svitna.
Eins og allir vita þá spiluðu gömlu stórveldin Lakers og Boston um titilinn “besta lið í heimi” síðastliðin júlí mánuð og eru jafn líkleg til þess að gera slíkt hið sama. Boston liðið veit núna hvað þarf til þess að vinna og Lakers fá Andrew Bynum til baka. Mér finnst samt svolítið mikið gert úr mikilvægi hans fyrir liðið.
Þegar Boston og Lakers eru með góð lið á sama tíma vekur það athygli, slík er saga þessara liða. Það ríkir kannski ekki mikil óvild meðal leikmanna (þó að Paul Pierce hafi sagst vera besti körfuboltaleikmaður í heiminum í sumar, titill sem Kobe hefur í hugum margra haldið í nokkur ár) en þegar þessi tvö lið kljást eru þau stærri en leikmennirnir, eitthvað sem er mjög sjaldgæft. Hugsanlega eina dæmið um það að leikmenn taki á sig ímynd félagsins en ekki öfugt í þessari deild, athyglivert nokk.
Vestrið er ekki villt, það er snargeggjað. Hver veit hvað gerist í þessari vestrinu núna? Það era öllum líkindum hægt að veðja á að nokkur lið komist pottþétt inn í úrslitakeppnina, Lakers, Hornets, Rockets... og já ég get ekki fullvissað mig um að önnur lið séu pottþétt, í alvöru. Spurs eru ekki bara að eldest mjög hratt heldur verður liðið án Manu Ginobili fyrri part vetrar, þeir komast að öllum líkindum inn en ég er ekki 100% viss. Blazers eru ungir, liðið er gott að mínu mati mjög gott en það erfitt að segja til um með ung og ósönnuð lið. Hver veit hvað gerist ef Brandon Roy meiðist eða þeir tapa 5 leikjum í röð sem er eitthvað sem gerist oft þegar lið spilar 82 leiki. Ég er ekki viss um að þeir stökkvi til baka, ég vona að þeir geri það þar sem ég er búinn að festa mig tryggilega á aðdáendavagni Trailblazer manna (þangað til þeir þurfa að spila við Lakers).
Gömlu góðu liðin er að verða gömul, ég minntist á Spurs hérna fyrir ofan þar sem Tony Parker ere inn af fáum undir þrítugu. Ef litið er á lykilmenn liðsins eru einungis tveir undir þrítugu, Parker og Rodger Mason en Mason spilaði fyrir Washington á síðasta tímabili og stóð sig nokkuð vel, ég setti hann sem lykilmann af því hann var sá eini undir þessum aldri sem ég vissi eitthvað um og ég tel mig vita dálítið um deildina (það er samt frekar líklegt að ég hafi misst af einhverjum nýliða hjá þeim).
Dallas... ég veit ekki með Dallas. Jason Kidd díllinn hlýtur að vera súr núna, þeir eru allt í einu orðnir ansi gamlir út á velli með Jason Terry og Kidd við stjórnvölin og Stackhouse af bekknum, það gæti háð þeim. Terry er að vísu bara 31 árs og er því enn á besta aldri. Kidd og Stack hljóta samt að vera áhyggjuefni.
Detroit, mér hefur alltaf þótt Detroit liðið ofmeta sjálfa sig þ.e þeir unnu einn titil sem var mjög vel gert en náðu aldri aftur sömu hæðum. Þeir láta eins og þeir séu búnir að vinna 4 titla á síðustu 6 árum, gera ráð fyrir sigrum hér og þar en eru hægt og rólega að renna afturábak niður hól. Þeir eru samt í bestu stöðu þessara liða sem ég hef talið upp, Hamilton er bara 30 ára, Tayshaun Prince er 28 og þeir fengu nýja leikmenn eins og Arron Affolo og Rodney Stuckey á síðasta ári sem eiga eftir að standa sig vel, þeir geta gert góða hluti svo lengi sem þeir fatta að þeir eru ekki Celtics’86.
Pheonix er annað lið sem ég er dálítið búinn að afskrifa, nýr þjálfari, 36 ára Shaq, 35 ára Grant Hill, Steve Nash er ungur í anda en það þarf einhver að segja bakinu hans það, í raun og veru er Amare Stoudamire held ég sá leikmaður sem á eftir að halda þessu liði á floti, án grins hann á eftir að eiga eitthvað skrímslatímabil. Ég skýt á 28 stig, 10 fráköst, Karl Malone tölur.
Ég tala mikið um vesturdeildina en fyrir mér er hún bara miklu áhugaverðari, þar kemur einn löggildur brjálæðingur inn í myndina, Ron Artest. Gæjinn ætti að öllum líkindum að vera á einhverjum lyfjum en það er það sem er svo áhugavertvið hann. Það er aldrei að vita upp á hverju maðurinn tekur og að setja hann í lið sem gæti unnið titilinn ef það helst heilt er bara áskrift á skemmtun. Hvað gera Rockets í ár, komast þeir loksins framhjá fyrstu umferðinni, kaupir Artest sér tígrisdýr, dregur hann einhverja nýliða með sér niður í svaðið, verður hann besti varnarmaður deildarinnar á ný? Það eru svo margar spurningar sem koma upp, enginn veit hvað maðurinn er að hugsa.
Ég held þetta sé komið, ég afsaka vesturstrandar bíasinn en kannski ég ætti að skrifa eitthvað sérstakt um austurströndina einhverntímann, kannski bara. Að lokum ætla ég að koma með meistaraspá, þ.e hverjum ég spái NBA titlinum en ég ætla að segja að Boston endurtaki þetta árið og það verði mjög auðvelt. Það getur enginn staðið í vegi fyrir þeim, í alvöru. Hver ætlar að vinna þá, þeir eru með bestu vörnina, besta leikmanninn og besta þjálfarann. Ég tel mig geta fullyrt nokkuð örugglega að þeir sigli lygnann sjó að titlinum án þess svo mikið sem að svitna.
Monday, October 20, 2008
Sketchur
Ég tel rétt að segja frá því að ég er nokkuð ánægður í skólanum sem stendur, 30 Rock handritið mitt var ekki eins gott og ég hélt það hefði verið en núna erum við að skrifa sketchur (líkar ekki við þetta orð en hvað á maður að gera?) fyrir sýningu sem verður sett saman í lok næstu annar. Ég og tveir félagar mínir ákváðum að hópa okkur saman og skrifa 6 sketchur (djöfullinn) saman. Við fengum nokkrar hugmyndir sem ég er nokkuð stoltur af.
1. Ótrúlega lélegt leikrit sem á að gerast í Rússlandi fyrir bytlinguna eða eitthvað álíka. Trotchski er ný horfinn eða eitthvað álíka. Gömul kona og maður ræða hvað þau eigi lítinn mat, einungis eina kartöflu og hvað þau sjái eftir syni sínum, Dimitri, sem þau hafa ekki séð í sex ár. Dimitri mætir á svæðið stuttu seinna og Rússneska "secret police" á eftir honum. Lögreglan dregur hann út á götu og skýtur hann, dregur manninn í gúlagið og tekur kartöfluna af konunni, þetta er allt sama mjög dramatískt.
2. Tveir gæjar reyna að spila borðtennis en hvorugur þeirra kemur með kúlu. Þeir ræða málin í 4 mínútur.
3. Handrit að Jeapordy, engir brandarar. Pælið í það að ætla að horfa á einhvern geggjað fyndin "sketch show" og síðan kemur þáttur að af jeapordy og það er ekkert fyndið við hann.
4. Gæji í hjólastól kemur inn í íþróttavörubúð með sprungið dekk og vantar hjálp en sölumaðurinn reynir að selja honum skíði og hlaupaskó.
5. Hitler og félagar finna upp nasista heilsuna.
Sjötta atriðið er ekkert sérstakt. Uppáhaldið mitt er lélega leikritið, ótrúlegt að mínu mati en hjólastóla atriðið er líka mjög fyndið með línur á borð við:
Sölumaðurinn setur hlaupaskóinn á vinstri fót mannsins í hjólastólnum:
maðurinn í hjólastólnum: "Ég finn ekki fyrir fótunum mínum."
Sölumaður: "Ég veit, þeir eru svooooo þægilegir."
Yfirmaður sölumannsins kemur síðan, það kemur í ljós að gæjinn vinnur ekki lengur þarna en er alltaf að koma inn í búðina samt. Sölumaðurinn gengur út:
"Ok, ég fer í mat. Sé þig á eftir."
"Nei, ekki koma hingað aftur, ef þú kemur hingað aftur þá drep ég þig," og hann meinar það. Ekki innantóm hótun, ef sölumaðurinn kemur aftur þá deyr hann.
Mér finnst þetta allaveganna alveg mjög fyndið.
1. Ótrúlega lélegt leikrit sem á að gerast í Rússlandi fyrir bytlinguna eða eitthvað álíka. Trotchski er ný horfinn eða eitthvað álíka. Gömul kona og maður ræða hvað þau eigi lítinn mat, einungis eina kartöflu og hvað þau sjái eftir syni sínum, Dimitri, sem þau hafa ekki séð í sex ár. Dimitri mætir á svæðið stuttu seinna og Rússneska "secret police" á eftir honum. Lögreglan dregur hann út á götu og skýtur hann, dregur manninn í gúlagið og tekur kartöfluna af konunni, þetta er allt sama mjög dramatískt.
2. Tveir gæjar reyna að spila borðtennis en hvorugur þeirra kemur með kúlu. Þeir ræða málin í 4 mínútur.
3. Handrit að Jeapordy, engir brandarar. Pælið í það að ætla að horfa á einhvern geggjað fyndin "sketch show" og síðan kemur þáttur að af jeapordy og það er ekkert fyndið við hann.
4. Gæji í hjólastól kemur inn í íþróttavörubúð með sprungið dekk og vantar hjálp en sölumaðurinn reynir að selja honum skíði og hlaupaskó.
5. Hitler og félagar finna upp nasista heilsuna.
Sjötta atriðið er ekkert sérstakt. Uppáhaldið mitt er lélega leikritið, ótrúlegt að mínu mati en hjólastóla atriðið er líka mjög fyndið með línur á borð við:
Sölumaðurinn setur hlaupaskóinn á vinstri fót mannsins í hjólastólnum:
maðurinn í hjólastólnum: "Ég finn ekki fyrir fótunum mínum."
Sölumaður: "Ég veit, þeir eru svooooo þægilegir."
Yfirmaður sölumannsins kemur síðan, það kemur í ljós að gæjinn vinnur ekki lengur þarna en er alltaf að koma inn í búðina samt. Sölumaðurinn gengur út:
"Ok, ég fer í mat. Sé þig á eftir."
"Nei, ekki koma hingað aftur, ef þú kemur hingað aftur þá drep ég þig," og hann meinar það. Ekki innantóm hótun, ef sölumaðurinn kemur aftur þá deyr hann.
Mér finnst þetta allaveganna alveg mjög fyndið.
Thursday, October 9, 2008
Ég skil ekki
Ég er augljóslega ekki á landinu akkúrat núna og veit þess vegna ekki alveg hvað er að gerast. Það eru samt ákveðnir hlutir sem ég skil ekki.
Ég skil ekki af hverju fólk er í mótmælaaðgerðum, vissulega skil ég að fólk sé hrætt og reitt. Ég er hræddur og reiður. Samt veit ég ekki hvert ég á að beina reiði minni, málið er að vissulega var þessum bankamálum klúðrað. Hvernig veit ég ekki, hvenær veit ég ekki og ég veit ekki hver var að verki, fyrir mér er það samt það sem er mikilvægast núna það sem er mikilvægast er að komist einhverskonar stöðugleiki í þessa stöðu.
Mér finnst líka skrítið að fólk sé einungis að tala um þetta af slíkri alvöru núna, þegar skíturinn er kominn í viftuna og út um og upp um alla veggi. Við horfðum á þessa menn taka skítinn upp, velta fyrir sér hvað þeir ættu að gera við hann, ákveða að kasta honum í viftuna og gera það síðan. Það er einungis núna fyrst þegar það er skítur út um allt að allir eru reiðir, það er ekki eins og krónan hfi verið stöðugasti gjaldmiðill í heimi áður en hvað sem gerðist gerðist.
Ég, augljóslega, veit ekki með þetta. Ég skil ekki alveg hvernig sjálfstæðisflokkurinn náði að halda meirihluta í síðustu kosningum og velti því fyrir mér hvort að þjóðin sé loksins að fatta að við séum ekki "stórasta landið í heimi," við búum að því að vera lítið land. Við getum þjóðnýtt banka og ríkistjórnin getur átt alla spítalana of rafmagn og hvern djöfulinn sem þeir vilja, að mínu mati hefur það sýnt sig að það er óðs manns æði að reyna að vera þessi stórþjóð sem okkur langar svo að vera. Satt best að segja finnst mér það brandari.
Það er auðvelt að sitja hérna í Kanada og skrifa um hvað ísland er lítið land en það er satt, hættum að einbeita okkur að hlutum miðað við höfðatölu og einbeitum okkur að höfðatölunni. Ef það meikar eitthvað sens. Ég er ekki vanur að skrifa um pólitík af því veit voða lítið um hana, þetta er samt það sem mér finnst og hvort sem þau rök sem ég færi fyrir máli mínu eru góð eður ei þarf, held ég, að líta á Íslensku ímyndina þegar stormurinn hefur liðið hjá. Vonandi gerist það sjálkrafa.
Ég skil ekki af hverju fólk er í mótmælaaðgerðum, vissulega skil ég að fólk sé hrætt og reitt. Ég er hræddur og reiður. Samt veit ég ekki hvert ég á að beina reiði minni, málið er að vissulega var þessum bankamálum klúðrað. Hvernig veit ég ekki, hvenær veit ég ekki og ég veit ekki hver var að verki, fyrir mér er það samt það sem er mikilvægast núna það sem er mikilvægast er að komist einhverskonar stöðugleiki í þessa stöðu.
Mér finnst líka skrítið að fólk sé einungis að tala um þetta af slíkri alvöru núna, þegar skíturinn er kominn í viftuna og út um og upp um alla veggi. Við horfðum á þessa menn taka skítinn upp, velta fyrir sér hvað þeir ættu að gera við hann, ákveða að kasta honum í viftuna og gera það síðan. Það er einungis núna fyrst þegar það er skítur út um allt að allir eru reiðir, það er ekki eins og krónan hfi verið stöðugasti gjaldmiðill í heimi áður en hvað sem gerðist gerðist.
Ég, augljóslega, veit ekki með þetta. Ég skil ekki alveg hvernig sjálfstæðisflokkurinn náði að halda meirihluta í síðustu kosningum og velti því fyrir mér hvort að þjóðin sé loksins að fatta að við séum ekki "stórasta landið í heimi," við búum að því að vera lítið land. Við getum þjóðnýtt banka og ríkistjórnin getur átt alla spítalana of rafmagn og hvern djöfulinn sem þeir vilja, að mínu mati hefur það sýnt sig að það er óðs manns æði að reyna að vera þessi stórþjóð sem okkur langar svo að vera. Satt best að segja finnst mér það brandari.
Það er auðvelt að sitja hérna í Kanada og skrifa um hvað ísland er lítið land en það er satt, hættum að einbeita okkur að hlutum miðað við höfðatölu og einbeitum okkur að höfðatölunni. Ef það meikar eitthvað sens. Ég er ekki vanur að skrifa um pólitík af því veit voða lítið um hana, þetta er samt það sem mér finnst og hvort sem þau rök sem ég færi fyrir máli mínu eru góð eður ei þarf, held ég, að líta á Íslensku ímyndina þegar stormurinn hefur liðið hjá. Vonandi gerist það sjálkrafa.
Wednesday, October 1, 2008
Sorrý
Ok, ég veit ég var að kvarta um skólann í síðasta bloggi en ég verð að gera meira af því.
Málið er einfaldlega þetta: þessi skóli er lélegur og það er ekki hægt að fara eitthvað í kringum það. Það eru, með mér, 5 gæjar sem geta skrifað eitthvað af viti í 10 manna bekk og þegar ég segji skrifa eitthvað af viti meina ég að hinir 5 ættu ekki að koma nálægt skrifum, ég er ekki einu sinni það góður en ég er augljóslega einn af þeim betri í bekknum.
Það er enginn sem segjir neitt heldur, það er bara verið að líða einhver ömurlegheit. Til að mynda er held ég enginn með neitt rosalega góða sögu í kvikmyndinni sinni af því það var enginn tími settur í söguna. Við áttum bara að skrifa, það gengur ekkert upp. Hvernig á maður að skrifa sögu sem maður veit ekkert um? Ég á í miklum erfiðleikum með að réttlæta veru mína í þessum skóla akkúrat núna, ég hef einungis eitt jákvætt um þetta allt að segja: ég er búinn að bæta mig sem rithöfundur. Ekki það að ég sé rithöfundur en ég er nær því að sjá mig geta skrifa, til dæmis, skáldsögu, ef ég hefði nógu góða sögu.
Ég er gríðarlega pirraður á þessu öllu saman og ofan á það, ef þið finnið einhvern sem er eitthvað góður í að skrifa handrit eða búa til bíómyndir getið þið veðjað kúlunum ykkar upp á það að viðkomandi hefur ekki klárað kvikmyndaskóla.
Fjandinn hafi það.
Málið er einfaldlega þetta: þessi skóli er lélegur og það er ekki hægt að fara eitthvað í kringum það. Það eru, með mér, 5 gæjar sem geta skrifað eitthvað af viti í 10 manna bekk og þegar ég segji skrifa eitthvað af viti meina ég að hinir 5 ættu ekki að koma nálægt skrifum, ég er ekki einu sinni það góður en ég er augljóslega einn af þeim betri í bekknum.
Það er enginn sem segjir neitt heldur, það er bara verið að líða einhver ömurlegheit. Til að mynda er held ég enginn með neitt rosalega góða sögu í kvikmyndinni sinni af því það var enginn tími settur í söguna. Við áttum bara að skrifa, það gengur ekkert upp. Hvernig á maður að skrifa sögu sem maður veit ekkert um? Ég á í miklum erfiðleikum með að réttlæta veru mína í þessum skóla akkúrat núna, ég hef einungis eitt jákvætt um þetta allt að segja: ég er búinn að bæta mig sem rithöfundur. Ekki það að ég sé rithöfundur en ég er nær því að sjá mig geta skrifa, til dæmis, skáldsögu, ef ég hefði nógu góða sögu.
Ég er gríðarlega pirraður á þessu öllu saman og ofan á það, ef þið finnið einhvern sem er eitthvað góður í að skrifa handrit eða búa til bíómyndir getið þið veðjað kúlunum ykkar upp á það að viðkomandi hefur ekki klárað kvikmyndaskóla.
Fjandinn hafi það.
Subscribe to:
Posts (Atom)