Ég varð soldið dapur núna rétt í þessu, ég var að hlusta á "Les Champs Elysses" og byrjaði að hugsa um hvernig það er kafli búinn í lífi mínu. Ég á, að öllum líkindum, aldrei eftir að búa í húsi númer 34 á miklubraut, vakna klukkan c.a 12 á laugardegi og hella weetos í skál. Fara upp stigann og horfa á sjónvarpið í kannski svona tvo tíma, fara aftur niðrí herbergi og í tölvuna, búa til lélega tónlist í c.a klukkutíma. Eyða einhverjum tíma í ekki neitt, fá hugsanlega sirloin steik sem mamma er búin að elda fagmannlega og fara svo á fyller með Gísla, Sollu, Dóru og öllu þessu liði.
Ég hef samt á tilfinningunni að ég sé að skapa svipaða aðstöðu núna, það gæti verið að ég eigi eftir að sakna þessa tíma, þegar ég drakk "winter ale" og fór í partý í skrítnu vöruhúsi þar sem maður sendir sms í númer og það er sýnt á vegg. Ég veit það ekki, vonandi.
Laugardagar í húsí númer 34 á Miklubraut voru alltaf frekar skrítnir, mjög þægilegir. Það var einhvernveginn aldrei neitt að gerast, pabbi lá yfirleitt í sófanum í stofunni niðri og las bók eða var inn í vinnuherberginu sínu að lesa bók, mamma horfði kannski á sjónvarpið eða las sjálf bók og ég var yfirleitt í tölvunni. Húsið var algerlega kyrrt, nema þegar einhver kattanna sem við áttum á því 14 ára tímabili sem ég bjó þarna gerði einhvern skandal. Tommi myndi kannski koma með dauða mús inn í húsið, eða lifandi fugl. Sófus myndi yfirleitt ekki gera neitt, nema kannski vera grautfúll út í allt og alla (hann var skemmtilegur köttur), Boris væri væntanlega vælandi og Nóri líka.
Sorrí með þessa katta gloríu þarna.
Ef að Guðmundur var heima þá horfði hann yfirleitt á tímatökur í formúlu 1, stundum gerði ég slíkt hið sama. Það mætti segja að það væri chillað mikið, gríðar mikið.
Tuesday, December 2, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
þú ert að fara að púlla weetos í morgunmat og bjórinn á kvöldin nuna um jólin maður... hvað ertu að bulla?
Ég sætti mig ekki við að vera einhver gömul minning.... Sófus var samt klárlega konungurinn af þessum köttum
en ertu til i að mæta með svona græju þar sem þú getur varpað sms-unum uppá vegg... við þurfum svoleiðis hérna heim, bíður uppá gríðarlega marga möguleika
það er ekki laust við að það votti fyrir nostalgíu þarna Magnús minn
Post a Comment