Með tilkomu rúgbrauðsmanna hefur eitthvert bloggæði hellst yfir landsmenn, og ég fullyrði, landsmenn. Aldrei hafa jafnmargar bloggsíður verið skráðar á jafn stuttum tíma síðan blog.central.is byrjaði, ekki athuga það treystið mér bara. Þessir menn koma með metnað og atorku (sem ég veit ekki hvað þýðir) sem aldrei hefur sést í bloggleiknum. Fokk it, mig langaði að koma með semí kombak (ekki kalla þetta comeback, ég hef verið hér árum saman) og fá mér enn eina síðu sem á eftir að enda á því að ég gleymi lykilorðinu af því að ég updatea Firefox og hætti í kjölfarið.
Ég byrjaði aðeins á speisinu (eins og maður gerir) og kom með nokkrar bombur, í alvöru, helsjúkar færslur menn voru að senda mér pensilín í pósti. Það er samt akkúrat málið, ég byrja á þessu alveg kraumandi (krau-marafakkin-mandi) en síðan fer þetta út í óreglulegar færslur og sjitt sem sjúkkar og ég vil ekki að stelpur haldi að ég sjúgi typpi í að ríða píkum. Ef þið skiljið hvað ég meina. Þetta er alls ekki aðvörun til rúgbrauðsmanna þar sem skipulagning er til fyrirmyndar hjá þeim og held ég að þeir eigi eftir að velgja mönnum undir uggum (ef menn væru með ugga) að vísu held ég það eigi betur við að segja að þeir komi við kaun á kónum (what up?).
Ég samt fór að hugsa hverju ég hef áorkað með þessu bloggi mínu yfir árin. Hef ég verið góður bloggari, er gott að vera góður bloggari, er gott að nota orðið bloggari yfir höfuð? Spurningar og minningar fljóta um hugann, það getur verið erfitt að ná þeim, stundum sleppa þær alveg, stundum rifna þær undan fingrunum, rífa sig lausar en stundum synda þær beint í hugsýn (sem er öfugt við augsýn). Það sem ég man hvað best eftir er alræmda "besta lag í heimi" keppnin þar sem menn urðu foxillir á víx og uppslitnaði úr vináttum hægri, vinstri og hugsanlega fyrir miðju. Virkilega vel að verki staðið, þó ég segji sjálfur frá. Ég átti líka í blogg battli sem er sorglega vandræðalegt á einn bóginn og gríðar heitt á hinn soldið eins og löðrungur. Það var samt fyndið af því ég skrifa svo óskiljanlegan texta á köflum að ég efa að inntakið komi rétt út, og úttakið komi rétt inn... ekki? Þess vegna ákvað ég að snemma á ferlinum að skipta flestum færslunum upp í þrjár til fjórar málsgreinar, það kemur betur út. Og á augljóslega við, augljóslega.
Eitt sem ég sakna að speisinu samt, marrafakkin kudos. Maður verður að luva þau. Maður verður líka að þurfa þau.
Ég fer svo mikið úr einu yfir í annað að eitt verður útundan.
Thursday, February 28, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
jájá
Þetta er ég virkilega sáttur með magnús, virkilega.
Ég er að detta hérna inn á hverjum degi Maggi, bara svona svo þú vitir það.
Menn eru að bíða eftir bloggi.
Post a Comment