Tuesday, July 1, 2008

kanadadagur

Það er Kanada Dagur í dag, a.k.a Canada Day og miðað við útlitið á flestum niðrí bæ þá er líka Hawaii skyrtu dagur. Það er eitthvað sem ég er miklu mun spenntari fyrir. Til þess að fagna þessum merkisdegi þá fór ég niðrá strönd með einhverjum peeps og drakk bjór þangað til mér var tjáð að það mætti ekki drekka bjór úti og löggan kom og bað okkur um að hella bj´ronum okkar í sandinn. Djöfulsins synd verð ég að segja en ég tók niður punkta fyrir verðandi fyllera:

1. Bakpoki.

Ekki mikið meira, það lítur út fyrir að bakpoka fyllerí sé möst hérna í bresku kólumbíu.

Ég var að sjá að James Posey ætlar ekki að vera með Boston á næsta ári, djöfulsins málaliði er hann. Hann vinnur titil og beilar síðan. Ég sá líka að Lakers væru að spá í að fá hann, ég veit ekki alveg hvað mér finnst um það. Á einn bóginn er fínt að fá einn gaur sem maður veit að á ekki íbúð í Choke City eða heimsækir borgina oft (ég er virkilega að draga þess Choke City myndlíkingu niður í svaðið) en á sama tíma þá drap hann mína menn í úrslitinum helvítið af honum. Ég er á grindverkinu enn sem komið er varðandi Posey.

Bara að segja þetta gott.

2 comments:

Anonymous said...

james Posey út Corey Maggette inn?

Magnús Björgvin Guðmundsson said...

Corey Magette er nú þegar í lestinni á leiðinni til Choke City.