Ég sá The Dark Knight á Mánudaginn og hún var sjúk, helsjúk. Hún var smitandi get ég sagt ykkur, svo smitandi sjúk að ég varð veikur á miðvikudaginn. Það er samt ekkert grín, ég gat ekki farið í skólann á miðvikudaginn. Það er samt djöfulsins synd með hann Heath Ledger þar sem það er nokkuð augljóst að hann hefði átt að koma fram í fleiri myndum, hann dó ekki í endann á myndinni, hvernig snúa þeir sig úr þeirri flækju... Johnny Depp sem djókerinn í næstu mynd, ég eiginlega vona ekki. Það getur enginn leikið þetta hlutverk aftur, Heath tók það, át það og skeit því aftur út, það er hluti af honum núna. Það er ekki hægt að snerta þetta shjitt... bókstaflega.
(það eru spoilerar í eftirfarandi texta, ekki mikli samt. Ekki mikið úr sögunni)
Myndin var samt geðveik, eiginlega meira The Untouchables en eitthvað annað en samt sem áður gríðarlega áhugaverð skemmtun. Það er nokkrir hlutir sem er vert að nefna engu að síður, hvað var málið með röddina hans Batman gamla, ég veit að hann er með eitthvað sjitt sem breytir röddinni hans svo enginn þekki hann, en hún er svo dimm að það mætti halda að hann eigi meira Whiskey en Johnny Walker... heyjó! Sorry. Röddin hans er samt virkilega fokked. Það var líka óþarfi að koma með þetta virkilega augljósa skot á Bandarísk stjórnvöld með vélina sem Batman býr til sem getur hlustað á alla síma í Gotham (a.k.a Chicago). "No one man should have this much power." Duh. "Hey, allir sjáiði. Við erum að grilla stjórnina, takið eftir þessu. Eruði að ná þessu, kommon. Aftur, Morgan, segðu eitthvað meira, bara aðeins minna dulkóðað í þetta sinn."
Allavega, nóg komið.
Thursday, July 24, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Ég var heldur ekki að meika það að Maggie Gyllenhal er álíka falleg og úldin marhnútur. Ótrúlega ósannfærandi sem eitthver biti sem að tveir topphundar myndu vera að bítast um!
Annars var þetta þrullandi góður hasar jafnvel töluvert betri en the Heat?
Mér finnst Maggie Gyllenhal frekar sæt pía, betra en að hafa Katie Holmes-Cruise þarna að reyna að leika. Betri en Heat? Veit ekki með það, samt alveg á svipuðum standard. Sjálkrafa klassík að mínu mati.
Alltof langdregid helvíti.
haha.. alltaf finnur svenni eitthvað til að væla yfir
The Dark Knight langdregin? Það er eins og að kvarta yfir því að gull sé of gyllt.
Post a Comment