Skólinn er soldið að fara með mig, ég er að verða einstaklega athyglisjúkur.
Ég held þetta hafi allt byrjað í tíma fyrir c.a þrem mánuðum síðan. Kennarinn var að skrifa eitthvað upp á töflu og ég fann fyrir einhverjum kláða á lærinu svo ég sagði eins og hátt og ég gat, "ég er með einhvern djöfulsins kláða í lærinu," á ensku að sjálfsögðu. Herbergin í skólanum eru ekki mjög stór, það er grátt, loðið teppi á gólfinu, gráir skrifstofu stólar á víð og dreif einhvernveginn og allt frekar líflaust. Viðbrögðin við þessum, semí, öskrum mínum um læriskláða fóru einhvernveginn framhjá flestum svo ég endurtók mig. Kennarinn, sem var í þessum tíma mjög hávaxin bresk kona um fertugt, sneri sér við og sagði mér að hafa hljótt. Ég kinkaði kolli og leit út um gluggan.
Glugginn í þessari kennslustofu þekur heilan vegg, vegginn á móti töflunni. Þegar maður gengur inn um dyrnar er taflan til vinstri og borð sett upp í kring á milli töflu og veggjar. Glugginn vísar aftur á móti beint inn í götusund og þar sem við erum upp á annari hæð er oft hægt að sjá dúfur eðla sig eða gera einhvern fjandann á gluggasyllu á byggingunni gagnert glugganum okkar góða. Á þessum degi voru aftur á móti tvær dúfur að berjast um eitthvað plast, ég varð áhugasamur. Á einum tímapunkti stóð ég upp, "taktu þetta plast af honum, hvað ertu að spá?" Bekkjarfélagar mínir litu ekki upp úr glósunum, þeir taka mikið af glósum af einhverjum ástæðum, veit ekki hvað þeir nota þær í, ekki tökum við nein próf.
Breska daman var aftur á móti orðin ansi pirruð á mér, ekki veit ég af hverju, ég var bara að sýna þeirri dúfu sem var að tapa plastbaráttunni stuðning. Það leit út fyrir að hún þyrfti hann. Hún sagði mér að setjast niður fyrir það fyrsta, síðan spurði hún mig hvort það væri ekki allt í lagi með mig, ég væri soldið sveittur. Það var þá sem ég fattaði að ég var löðrandi í svita og mér til mikillar óhamingju fattaði ég líka að ég var í hvítum stuttermabol, frekar lélegt kombó. Ég hafði greinilega orðið æstari en ég hélt, hún sagði mér að fara fram. Þá rétti einn bekkjarfélaginn upp höndina, "verður þetta á prófinu?" Hún hvæsti á hann, "hvern djöfulinn heldurðu, krakkafjandi.?" Svo kveikti hún sér í sígarettu og rauk út.
Við höfum ekki séð hana síðan, ég benti bekkjarfélögunum pent á það að það væri meiriháttar dúfuslagur í sundinu og þeir sneru sér við og horfðu á með barnsgleði í augunum. Athygli mín var samt farin annað, ég var orðinn nokkuð svangur svo ég fór fram.
Frammi er einskonar móttaka, það er ritaraborð til vinstri við innganginn sem er beint á móti borði sem situr meðfram veggnum og geymir fjórar tölvur. Við enda þessa borðs er samt sjálfssali, hann var í hugsunum mínum. Þessi sjálfsali er oft tómur, samt sé ég bara einn mann nota hann. Deildarstjórann okkar, skólastjórann ef þið viljið. Hann er ekki feitur maður, hann er með kringlótt gleraugu, gengur yfirleitt um í gallabuxum og dökkum peysum og hárið á honum er alveg eins hárið á Larry David. Satt best að segja lítur hann alveg eins út og Larry David. Sjálfsalinn var tómur, ég blótaði himnunum og fór svo fund LD eins og við köllum hann.
"Hey, LD." Sagði ég, nokkuð dimmur í rómi, "hvað í ósköpunum kom fyrir allt sjittið í sjálfsalanum?" Hann kom út úr skrifstofunni sinni, sleikti súkkulaði af puttunum og horfði bara á mig. Hann horfði á mig í c.a 3 mínútur svo ég spurði hann aftur og hann benti mér að koma inn í skrifstofuna hans.
Þegar ég kom inn sá ég lítið annað en súkkulaði stykki og kóladósir. Hann var að hamstra þetta maðurinn. Ég spurði hann, "af hverju ertu að hamstra þetta maður?" hann hafði enginn svör á reiðum höndum en bauð mér Snickers og ég þáði. Við stóðum þarna andspænis hvor öðrum, ég borðaði súkkulaði og hann fékk sér kóla.
Síðan fattaði ég að ég var að missa af dúfuslagnum og fór aftur í tíma.
Wednesday, December 10, 2008
Tuesday, December 2, 2008
Dapurlegt
Ég varð soldið dapur núna rétt í þessu, ég var að hlusta á "Les Champs Elysses" og byrjaði að hugsa um hvernig það er kafli búinn í lífi mínu. Ég á, að öllum líkindum, aldrei eftir að búa í húsi númer 34 á miklubraut, vakna klukkan c.a 12 á laugardegi og hella weetos í skál. Fara upp stigann og horfa á sjónvarpið í kannski svona tvo tíma, fara aftur niðrí herbergi og í tölvuna, búa til lélega tónlist í c.a klukkutíma. Eyða einhverjum tíma í ekki neitt, fá hugsanlega sirloin steik sem mamma er búin að elda fagmannlega og fara svo á fyller með Gísla, Sollu, Dóru og öllu þessu liði.
Ég hef samt á tilfinningunni að ég sé að skapa svipaða aðstöðu núna, það gæti verið að ég eigi eftir að sakna þessa tíma, þegar ég drakk "winter ale" og fór í partý í skrítnu vöruhúsi þar sem maður sendir sms í númer og það er sýnt á vegg. Ég veit það ekki, vonandi.
Laugardagar í húsí númer 34 á Miklubraut voru alltaf frekar skrítnir, mjög þægilegir. Það var einhvernveginn aldrei neitt að gerast, pabbi lá yfirleitt í sófanum í stofunni niðri og las bók eða var inn í vinnuherberginu sínu að lesa bók, mamma horfði kannski á sjónvarpið eða las sjálf bók og ég var yfirleitt í tölvunni. Húsið var algerlega kyrrt, nema þegar einhver kattanna sem við áttum á því 14 ára tímabili sem ég bjó þarna gerði einhvern skandal. Tommi myndi kannski koma með dauða mús inn í húsið, eða lifandi fugl. Sófus myndi yfirleitt ekki gera neitt, nema kannski vera grautfúll út í allt og alla (hann var skemmtilegur köttur), Boris væri væntanlega vælandi og Nóri líka.
Sorrí með þessa katta gloríu þarna.
Ef að Guðmundur var heima þá horfði hann yfirleitt á tímatökur í formúlu 1, stundum gerði ég slíkt hið sama. Það mætti segja að það væri chillað mikið, gríðar mikið.
Ég hef samt á tilfinningunni að ég sé að skapa svipaða aðstöðu núna, það gæti verið að ég eigi eftir að sakna þessa tíma, þegar ég drakk "winter ale" og fór í partý í skrítnu vöruhúsi þar sem maður sendir sms í númer og það er sýnt á vegg. Ég veit það ekki, vonandi.
Laugardagar í húsí númer 34 á Miklubraut voru alltaf frekar skrítnir, mjög þægilegir. Það var einhvernveginn aldrei neitt að gerast, pabbi lá yfirleitt í sófanum í stofunni niðri og las bók eða var inn í vinnuherberginu sínu að lesa bók, mamma horfði kannski á sjónvarpið eða las sjálf bók og ég var yfirleitt í tölvunni. Húsið var algerlega kyrrt, nema þegar einhver kattanna sem við áttum á því 14 ára tímabili sem ég bjó þarna gerði einhvern skandal. Tommi myndi kannski koma með dauða mús inn í húsið, eða lifandi fugl. Sófus myndi yfirleitt ekki gera neitt, nema kannski vera grautfúll út í allt og alla (hann var skemmtilegur köttur), Boris væri væntanlega vælandi og Nóri líka.
Sorrí með þessa katta gloríu þarna.
Ef að Guðmundur var heima þá horfði hann yfirleitt á tímatökur í formúlu 1, stundum gerði ég slíkt hið sama. Það mætti segja að það væri chillað mikið, gríðar mikið.
Subscribe to:
Posts (Atom)