Ég veit ekki með skólann akkúrat núna, það mætti segja að ég hafi óbeit á honum. Helvítinu. Ég er að skrifa kvikmynd í fullri lengd sem stendur, hún er ömurleg, og ég er búinn að skrifa um það bil 27 blaðsíður. Ég væri að alveg til í að segja ykkur um hvað myndin er en það er vandræðalega hörmulegt umfjöllunarefni. Ég get sagt ykkur það, lesendur góðir, að ég er alvarlega að íhuga hvort það sé rétt skref fyrir mig að vera að eiga við þessar kvikmyndir, þær eru erfiðar ég get sagt ykkur það. Aðallega af því öllum langar að vera með puttana í þeim, þegar skáldsaga er skrifuð er það enda útkoman þ.e sá texti er það sem fólk kaupir. Þetta er augljóslega ekki málið með kvikmyndahandrit, það vita allir að framleiðandinn vill kannski breyta einhverju, leikstjórinn vill breyta einhverju, leikarinn vill vita af hverju persónan hans gerir hitt og þetta en það er allt gott og blessað þeir/þau eru bara að vinna vinnuna sína. Það sem tryllir mig er að hver sá sem les handritið vill eitthvað annað en ég og getur skotið holur í hvað persónur, söguþráð og hvað sem er og vill að því verði breytt. Til mikillar lukku er mér nokkuð sama um hvert ég fer með þessa sögu og get því tekið hvaða gagnrýni sem er beint að mér nokkuð auðveldlega en af því sagan er svo djöfull léleg þá er af miklu að taka, það er pirrandi.
Það mætti segja að ég hafi unnið lítinn sigur núna um helgina með því að pumpa út 27 síðum en þetta eru ekki 27 góðar síður heldur svona 22 lélegar síður og 5 ágætar. Það er léleg prósenta. Allavega, nóg af væli.
Wednesday, September 17, 2008
Friday, September 12, 2008
LjómaHjól
Ég keypti mér hjól í dag. Djöfull er það flott, það er svo fallegt.
Ok, ég þurfti að taka Himnalestina (skytrain) til þess að koma mér á Aðalgötu (Main Street) því þar ætlað ég að kaupa mér hjól. Ég ákvað að taka strætó númer 2 upp Aðalgötu af því hjólabúðirnar sem ég ætlaði að skoða eru eiginlega ekki í göngufjarlægð, eða jú, þær eru í göngufjarlægð ég nennti bara ekki að ganga. Ég tékkaði fyrst eina og sá frekar flott, hvítt hjól. Ég var mjög ánægður þegar ég komst að því að ég heitir Ghost, ég var ekki eins ánægður þegar afgreiðsludaman sagði mér að ég væri of lítill til þess að nota það, eða eins og hún sagði, "If you like your junk you don't want this bike." Ég hélt samt ótrauður áfram því ég vissi af búð ekki svo fjarri þar sem indæll asískur maður gerir upp hjól, ég hafði sagt honum að ég vildi fá sérstakt hjól í búðinni og hann ætlaði að gera það fyrir föstudaginn (daginn í dag), hann hafði ekki gert það. Hann var samt búinn að gera upp illað Peugeot hjól, grænt götuhjól með áletruninni "Mafac Racer" á aftari bremsunni. Allir vita að ég er mafakkin reiser svo ég keypti það að sjálfsögðu. Það er eitt vandamál, hjólastuldur, það er varla hægt að læsa hjól úti yfir nótt í þessari borg án þess að einhverjir ribbaldar mæti og hnuppli þeim fyrir framan nefinu á mönnum og ég má ekki taka hjólið mitt, sem ég hef ákveðið að nefna Ljóma, upp í herbergið mitt. Ég tók Ljóma upp í herbergið mitt, mér er alveg sama. Nema að eigendur hússins geti gefið mér góða skýringu á því að ég megi ekki vera með hjólið inn í herberginu mínu þar sem það er ekki fyrir neinum nema mér. Fávitar.
Í öðrum fréttum hef ég engar fréttir að færa. Ég endurskrifaði handrit að stuttmynd fyrir Kvikmyndaframleiðslu (Film Production) nema og var nokkuð ánægður með afraksturinn. Hann þurfti víst að skila því í dag og fær síðan kannski að leikstýra myndinni. Það eru sex nemar valdir til þess að leikstýra lokaverkefnum (þetta er lokaverkefnið hans) af, að öllum líkindum, 30. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur lesendur góðir, það væri frekar feitt að fá handrit í framleiðslu.
Ok, ég þurfti að taka Himnalestina (skytrain) til þess að koma mér á Aðalgötu (Main Street) því þar ætlað ég að kaupa mér hjól. Ég ákvað að taka strætó númer 2 upp Aðalgötu af því hjólabúðirnar sem ég ætlaði að skoða eru eiginlega ekki í göngufjarlægð, eða jú, þær eru í göngufjarlægð ég nennti bara ekki að ganga. Ég tékkaði fyrst eina og sá frekar flott, hvítt hjól. Ég var mjög ánægður þegar ég komst að því að ég heitir Ghost, ég var ekki eins ánægður þegar afgreiðsludaman sagði mér að ég væri of lítill til þess að nota það, eða eins og hún sagði, "If you like your junk you don't want this bike." Ég hélt samt ótrauður áfram því ég vissi af búð ekki svo fjarri þar sem indæll asískur maður gerir upp hjól, ég hafði sagt honum að ég vildi fá sérstakt hjól í búðinni og hann ætlaði að gera það fyrir föstudaginn (daginn í dag), hann hafði ekki gert það. Hann var samt búinn að gera upp illað Peugeot hjól, grænt götuhjól með áletruninni "Mafac Racer" á aftari bremsunni. Allir vita að ég er mafakkin reiser svo ég keypti það að sjálfsögðu. Það er eitt vandamál, hjólastuldur, það er varla hægt að læsa hjól úti yfir nótt í þessari borg án þess að einhverjir ribbaldar mæti og hnuppli þeim fyrir framan nefinu á mönnum og ég má ekki taka hjólið mitt, sem ég hef ákveðið að nefna Ljóma, upp í herbergið mitt. Ég tók Ljóma upp í herbergið mitt, mér er alveg sama. Nema að eigendur hússins geti gefið mér góða skýringu á því að ég megi ekki vera með hjólið inn í herberginu mínu þar sem það er ekki fyrir neinum nema mér. Fávitar.
Í öðrum fréttum hef ég engar fréttir að færa. Ég endurskrifaði handrit að stuttmynd fyrir Kvikmyndaframleiðslu (Film Production) nema og var nokkuð ánægður með afraksturinn. Hann þurfti víst að skila því í dag og fær síðan kannski að leikstýra myndinni. Það eru sex nemar valdir til þess að leikstýra lokaverkefnum (þetta er lokaverkefnið hans) af, að öllum líkindum, 30. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur lesendur góðir, það væri frekar feitt að fá handrit í framleiðslu.
Subscribe to:
Posts (Atom)